Bloggfærslur mánaðarins, mars 2014

Ef þetta eru stóru málin á Alþingi íslendinga.....

.... að forsætisráðherra sé ekki tíl í að spjalla við stjórnarandstöðuna og eilíft sífr og nöldur um fundarstjórn forseta Alþingis, þá þarf stjórnin ekki að hafa áhyggjur.  Þá eru þingstörfin í góðu ferli.

Það er hins vegar athyglivert, hve þessi söfnuður hefur litla tengingu við raunveruleikann.  Sami hópurinn kallar nú á þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald í ESB ferlinu, var á móti að spyrja þjóðina hvort hún hefði minnsta áhuga á inngöngu í sértrúarreglu heilagrar Merkel.  Þá var ekki verið að eyða tímanum í "marklaust hjal" heldur hoppað á vagninn, þvert ofan gefin kosningaloforð VG.

Það stendur ekki á þeim að snúa út úr orðum frabjóðenda síðustu kosninga og lýsa vanþóknun á meintum loforðum í aðdraganda síðustu Alþingiskosninga.

Ekker heyrist lengur múkk um skjaldborgina um heimiln, loforð sem tók þó fjögur ár að svíkja. Grátkórinn æfði stíft þá fjóra mánuði, sem liðu frá kosningum og þar til fram komu tillögur núverandi stjórnar um leiðréttingu lána. 

Ja. - það er lítilfjörlegt innleggið þessa dagana á Alþingi og ekki furða þó Sigmundur skreppi af bæ á meðan, til að létta sér lundina.  Ég segi nú ekki annað en það.
mbl.is Sigmundur eftirbátur forvera sinna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Pólitísk hungursneyð

Landsmenn er að refsa ríkisstjórninni, m.a. vegna meintra svika hennar við þjóð sína, um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldandi aðildarumræður að ESB.  Er virkilega ekkert merkilegra að gera í þjóðfélaginu en að snúa út úr orðum stjórnarliða og skella skollaeyrum við rökum ráðamanna í ESB?  Þetta ber vott um málefnafátækt pólitískra andstæðinga og ákafri þörf til að leita hefnda fyrir kosningaósigur á s.l. ári.

Í allri umræðunni virðist sem menn séu stöðugt að bera saman epli og appelsínur í aðildaferlinu að ESB.  Upphaflega var farið í ESB vegferðina til „að kikja í pakkann“.  Þegar það reyndist orðin tóm, var farið að tönglast á „Þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhaldið“.  Nú virðist það vera annar frasi sem engin innistæða er fyrir.  Samt halda menn áfram að kalla á torgum og götuhornum.  Er furða þó það flökri að manni að Pisa-könnunin gefi ýmislegt annað til kynna, en slaka kennara og ónýta námsskrá?

Vissulega er hægt að kjósa um hitt og þetta.  Sumt hefur lítinn tilgang en í nokkrum tilfellum á að kjósa um ágreiningsmál, eins og t.d ICESAVE og hvort hefja átti aðildarumræður um inngöngu í ESB. Kosið var um ICESAVE en ekki um upphaf aðildaviðræðna að ESB. Það virðist hins vegar vera aukaatriði í allri umræðunni, svo merkilegt sem það er.  Hvers vegna var því ekki mótmælt á sínum tíma?

Af og til koma fram kröfur um að kjósa um eitthvað sem er marklaust að kjósa um. Það er auðvita hægt að kjósa um það hvort veðrið í Reykjavík eigi að vera gott alla daga, en það hefur lítinn tilgang. Veðurfræðingar geta tekið það til greina, en líklegra en ekki að þeir vinni sína vinnu út frá öðrum gögnum.

Það er vissulega hægt að kjósa um það hvort við viljum halda áfram aðildarviðræðum við ESB eða ekki.  En það hefur litla þýðingu. Það er í hödum Alþingis að ákveða það. Alþingismenn geta vissulega tekið slíka kosningu til greina, en líklegra er að þeir vinni út frá öðrum forsendum.

Best er að höggva á þennan Gordonshnút, með að kjósa um eftirfarandi:

Villt þú aðild að ESB?
__ Já
__ Nei

Það er það eina, sem er virkilega vert að kjósa um í þessu sambandi.  Annað eru pólitískar flugeldasýningar, sem lítið skylt á við hagsmuni og velferð Íslands.


mbl.is 40,9% styðja ríkisstjórnina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband