Bloggfærslur mánaðarins, mars 2013

Þetta er það alvitlausta sem nokkrum manni getur dottið í hug.

Þarna á enn eina ferðin að draga fjármuni, sem hægt er að framleiða á landsbyggðinni, beint inn í skrifstofubákn í Reykjavík.

Hingað til hefur nánast ekkert fengist fyrir vatnsréttindin

Nánast enfin fasteignagjöld eru greidd fyrir stíflumannvirki

Vaðið er yfir land bænda með línur og kapla, án þess að greiðslur komi til, svo einhverju nemi.

Semsagt eina batterýið sem græðir á svona bixi er Landsvirkjun, sem staðsett er í Reykjavík.

 


mbl.is Fjölbreytt og góð áhrif
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allir landsmenn kjósi borgarstjórn Reykjavíkur....

....er grein sem þarf einnig að komast inn í stjórnarskrá og lög lýðveldisins.  Það er ekki nema sanngjarnt að höfuðborg hvers ríkis sé með borgarstjórn sem allir landsmenn hafa kosið, svo mikilvægt er að sem mestur friður ríki milli höfðuðborgarinnar og landsbyggðarinnar.

Nú ríkir nánast stríðsástand, þar sem borgarfulltrúi Dagur B Eggertsson skilur ekki hugtakið "höfðuborg".  Í hans huga er það eingöngu hlutverk borgarinnar að sinna eigin hugðarefnum, fá ríkið til að leggja vegi innan borgarinnar og ná sem mestum fjámunum frá hinum dreyfðu byggðum.

Þessum fulltrúa Samfylkingarinnar, er fyrirmunað að sjá samhengið í höfuðborgarsamfélaginu, því fylgja einnig kvaðir að hampa þeim titli.  Það virðist loða við Samfylkinguna, að hún þumbast áfram í hverju málinu á fætur öðru og það eitt heitir að vinna saman er þegar allir aðrir vinna eftir dutlungum Samfylkingarinnar.  Þetta er sérkennileg lýðræðisást.
mbl.is Með tillögu að auðlindaákvæði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hátæknisjúkrahúsið á Hólmsheiðina.....

....ef flugvöllurinn í Vatnsmýrinn verði hrakinn þaðan í burt af misvitrum borgarfulltrúum.  Ríkið semji um lóð við Mosfellsbæ og selji svo gamla Landspítalann fyrir offjár, en það getur ekki verið mikið mál, ef eitthvað er að marka suma fulltrúa borgarinnar um hátt fasteignaverð á þessu svæði.

Það er alveg ljóst að flugvöllur og hátæknisjúkrahús er "par" fyrir almannaheill og heilbrigðisþjónustu alls landsins og verður ekki sundur skilið, sama hvaða skoðun læknirinn Dagur B Eggertsson hefur í því máli.
mbl.is Samkomulagið er ekki í höfn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er auðvita bara rangur miskilningur....

...eða hvað?  Er Björgvin G ekki bara haldið utan við þetta vandamál líka.  Veit hann eitthvað um vandamálin innanbúðar hjá SF frekar en hann vissi ekki nokkurn skapaðan hlut, sem viskipraráðherra, í hruninu innan ríkisstjórnar Geirs Haarde.

Einhvern veginn virðist þetta vera mjög holur hljómur í mín eyru, hjá Björgvin G Sigurðssyni
mbl.is „Rangur og ósanngjarn spuni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru það rotturnar sem sitja eftir.....

.....fyrst það eru villikettirnir sem yfirgefa fleyið?  Blush
mbl.is Sýður upp úr hjá VG vegna ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gísli Marteinn Baldursson skilur ekki....

.....að skarta sæmdarheitinu, höfuðborg, er ekki eingöngu skotleyfi á fjármagn af landsbyggðinni, það fylgja því titlinum einnig kvaðir.

það er ekki eingöngu hægt að æpa á bættar vegasamgöngur  innanbæjar í Reykjavík af ríkinu og jafnframt að gera þær erfiðari fyrir þá sem ekki búa innan borgarmúranna.

Dagur B Eggertsson og Gísli Marteinn eru sama markinu brenndir, þeir sjá ekki hlutina í samhengi.

Nánar um þetta málefni hér úi fyrri færslu.
mbl.is „Ég hata landsbyggðina ekki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Smáborgaraháttur Dags B. Eggertssonar

Þetta kallast þráhyggja í venjulegum skilningi þess orðs, að geta ekki hætt að hugsa um aðra kosti, þó ítrekað sé bent á vankanta þess að leggja niður flug úr Vatnsmýrinni. 

Að geta ekki með nokkru móti skilið að venjuleg borg sem vill rísa undir því að kallast höfuðborg þegna sinna, er með samgöngur í lagi til og frá borginni.  Flestar stærstu borgir heimsins eru byggðar á krossgötum vatna og stórfljóta vegna þess að í öndverður voru það "þjóðbrautir" viðkomandi landa og mikið lagt upp úr því að tengja vatnaleiðir saman með skurðum, skipastigum og jafnvel brúm fyrir skip og báta.  Í þá daga skildu menn mikilvægi tengingu borga við landsbyggðina.

Nú hafa áherslur siglinga breyst og þær dregist verulega saman frá því sem var.  Aðrir möguleikar eru nú í boði, s.s. bílar, lestir og flugvélar.  Þetta skilja stjórnendur borga erlendis.  Þar er mikið lagt upp úr því að hafa lestarstöðvar í miðborgum og leitun er að borg, sem vill gera sig gildandi meðal þegna sinna, að ekki sé lestarstöð í miðbænum.  Umfang lestarstöðva er eins og flugvallar, þegar tekið er tillit til lestarstöðvarinnar og sporanna að henni.

Það sem Degi B. Eggertssyni og félögum er ómögulegt að skilja, það eru engar lestir á Íslandi.  Reykjavíkurflugvöllur er því lestarstöð okkar.  Það fylgir vandi vegsemd hverri og það að vera höfuðborg lands, felur ekki eingöngu í sér að soga fjármunina frá landsbyggðinni, stjórnsýsluna eins og leggur sig, allar stofnanir og helstu skóla- og menntastofnanir.  Það þarf að byggja brýr fyrir þá sem þjónustuna þurfa, ekki bara í Grafarvoginn. 

Haldi borgin því til streytu, að leggja niður flug í Vatnsmýrinni og beita þvingunarúrræðum til að koma því á Hólmsheiðina, verður að gera annað tveggja:

1.  Byggja hátæknisjúkrahúsið frá grunni á Hólmsheiðinni
2.  Finna annað bæjarfélag sem gert verði að höfuðborg landsins  


mbl.is „Stríðsyfirlýsing við landsbyggðina“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það eru til aðferðir til að laga stöðuna....

.....bara að hafa hugmyndaflug til þess og peninga.  Þetta plagar okkur Héraðsbúa ekki átakanlega, fáir voru að nýta veiði í Lagarfljóti, en vissulega hefði verið betra að hafa það eins og það var.

Athyglivert hvað samúðin í garð okkar Austfirðinga, vex í réttu hlutfalli við fjarlægðina í beinni loftlínu til þess er samúðina veitir

Kveðja af Héraði.
mbl.is „Vatnasvæðið verulega laskað“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eiðar: Þjónar það flugöryggi að ljósin séu biluð langtímum saman?

Þetta er frétt í Austurfréttum (http://www.austurglugginn.is sem er eftirfarandi:

"Íbúar á Eiðum eru óhressir með ljósabúnað í langbylgjumastri Ríkisútvarpsins á Eiðum sem sé alltaf í ólagi og valdi þeim óþægindum. Annað hvort verði að setja upp búnað sem virki eða finna mastrinu annan stað fjær mannabyggðum.

Þetta kemur fram í áskorun sem fjórtán íbúar á Eiðum hafa undirritað og send er sveitarfélaginu Fljótsdalshéraði, RÚV, Flugmálastjórn og ISAVIA. Þar segir að ljósabúnaður í mastri langbylgjusendisins hafi nær stöðugt verið í ólagi undanfarinn áratug.

„Viðgerðir eins og þær sem fóru fram a.m.k. í tvígang á nýliðnu ári virtust ekki duga nema í örfáar vikur. Jafnvel ekki heilan mánuð.“

Bilun lýsir sér þannig að ljósin fara úr takti og byrja að senda út leiftur á fullu afli eftir að dimmt er orðið. „Þetta er vægast sagt hvimleitt og truflandi.“

Ljósunum var komið fyrir á sínum tíma að kröfu flugmálayfirvalda. „Það er því vægast sagt undarlegt ef það þjónar flugöryggi þegar sum ljósanna eru biluð langtímunum saman, meðan hin senda út á allt of miklum styrk og úr takti.“

Skorað er á flugmálayfirvöld, RÚV og Fljótsdalshérað að finna varanlega lausn á málinu. „Við sem búum hér í næsta nágrenni við þetta mannvirki unum þessu ekki lengur. Enn ein viðgerðin sem dugar ekki nema í mánuð er engin lausn.
Annað hvort verður að skipta um búnað og setja upp annan sem uppfyllir þær kröfur sem gera þarf og er stöðugur, eða hreinlega að þessu mannvirki í heild sinni verður að finna annan stað fjær mannabyggð.“


Varaleiðir

Í nafni hagræðingar (lesist; gróðasjónamiða) er búið að hrúga saman tæknideildum Mílu (brot úr gamla Símanum heitnum), þannig að seint og illa gengur að gera við það sem aflaga fer.  Langar boðleiðir, skriffinnska og helgarfrí starfsmanna eru helstu ástæður fyrir slóðagangi fyrirtækisins. 

Glerþráðurinn er að vísu sérstakur að því leyti, að viðgerð á honum krefst sérbúnaðar og sérþekkingar starfsmanna.  Því er erfitt að átta sig á því, hvers vegna eru svona fáar varaleiðir í kerfinu.  Það varðar almannaheill að ekki heyrist klukkustundum saman í útvarpi/sjónvarpi né hægt að notast við síma á stórum svæðum. 

Er þetta ekki eitthvað sem taka þarf á og verkefni almannavarna að fylgja því eftir.  Besta leiðin við svona fyrirtæki, sem hafa svo til einokun á Íslandi, er að beita miklum sektum þegar sambandið fer af.  Ef þeir þurfa að borga hverjum notenda 5000.- IKR  fyrir hverja byrjaða klukkustund sem sambandið dettur út (talningin hefst eftir 15 mín eftir að rof verður), þá mun ýmislegt breytast til batnaðar.   Við að eiga slíkar sektagreiðslur yfir höfði sér,  munu þeir bregðast betur við og hafa fleiri hjáleiðir upp á að hlaupa til að halda kerfinu virku og starfsmenn klára í verkið.
mbl.is Viðgerð á ljósleiðara lokið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband