Bloggfærslur mánaðarins, júní 2012

Ráðherrar brjóta lög án þess að sæta ábyrgð.

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir orðið uppvís að brjóta lög, - sem hún sjálf setti.
Hvað gerir hún í málinu?
Segir hún af sér.

Svandís Svavarsdóttir braut skipulagslög í tvígang. Hvað gerði hún sagði hún af sér?

Nei það viðgengst ekki á Íslandi að að menn, konur, þingmenn og allra síst ráðherrar segi af sér, sem brjóta lög.  Til hvers er verið að setja lög, ef hægt er að komast upp með að brjóta þau án þess að taka út refsingu og/eða sæta ábyrgð?

Er ekki rétt að ný stjórnsýslulög taki á þessu?  

Er ekki rétt að stjórnsýslulög taki einnig á þingmönnum, sem lofa ákveðnum hlutum í hita kosninganna og deppla síðan ekki augum þegar þau eru svikin eftir kosningar.

mbl.is Bætur vegna yfirlýsingar forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Landsbyggðarhalli

Ég er sammála að setja á veiðigjald, menn verða þó að vera hógværir í gjaldheimtunni og ekki hvað síst að þessir fjármunir verði nýttir þar sem þeirra er aflað, en ekki til að auka skrifborðskílometrana í Reykjavík.
mbl.is Frumvarp um veiðigjöld að lögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þetta er ekki kjördæmapot, - þetta er grímulaust hneyksli.

Það er með ólíkindum hvernig þingmenn skríða fyrir ofríki forvígismanna og kjósenda í Eyjafirði. Hvernig væri að þeir sömu upplýstu um hve miklum fjármunum er búið að moka í Eyjafjarðasvæðið úr ríkiskassanum síðastliðin fimm ár og hverju það hefur skilað.

Ótrúleg afskræming á einkaframkvæmd, að ríkisfyrirtæki skuli vera meirihlutaeigandi og ríkið sjálft bera síðan alla fjárhagslegu ábyrgðina. Sér er nú hver einkavæðingin og væri hollt ungum sjálfstæðismönnum á Akureyri íhuguðu merkingu orðsins.
mbl.is Harma umræðu um kjördæmapot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Alþingi setur ný viðmið í jarðgangagerð!

Ekki verður annað hægt að skilja en að allir hólar, sem eru hærri en 325metrar og liggja á milli byggðra bóla skulu grafnir.  Þetta gefur fordæmi, sem menn ættu að gleðjast yfir.

Eitt skilur maður þó ekki.  Hvers vegna ekki að byrja á hæstu fjallvegum?  Er hugsanlegt að væl þingmanna á norðsausturlandi hafi þar eitthvað að segja.  Þurfa þeir að hugsa um stóla sína í næstu kosningu?  Auðvita er best að kasta út önglinum þar sem mest er að hafa. 

Illt er þó að aðrir þurfi að borga beituna fyrir siðlausa þingmenn, sem skyrrast ekki að nota gömul úrelt gildi til að maka krók sinn á kostnað skattborgaranna.

mbl.is Vaðlaheiðargöng samþykkt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Var bara til góðs að færa út landhelgina?

  • Vorum Íslendingar tilbúnir að takast á við markaðsöflin við útfærslu landhelginnar? 
  • Hafa útgerðamenn umgengist auðlindina með þeirri virðingu sem hún á skilið? 
  • Hefur stuðningur þjóðarinnar við útgerðina alltaf skilað sér í réttlátri úthlutun tekna til þjóðarinnar? 


Oft hafa þessar spurningar angrað mig. Þegar ég var tappi bjó ég í Neskaupstað og var áhorfandi á það mannlíf sem tengdist sjónum og upplifiði asa síldaráranna. Inn á firði lágu mörg skip, stór og smá frá ýmsum löndum.  Skip, sem voru hér á norðurslóð til að sækja björg í bú. Sum þessara skipa voru að elta síldina á meðan aðrar útgerðir voru uppteknar að botnsjávarafla og enn aðrar í leið til Grænlands á hval- og selveiðar.

Á þessu árum þurfti að brauðfæða stóran hóp erlendra sjómanna, sem kom í land til að sækja vistir og þjónustu. Kjöt og annað ferskmeti rann út “eins og heitar lummur” og ekki þurfti að greiða niður íslenska lambakjötið í þessa erlendu “íbúa” landsbyggðarinnar. Verslanir þurftu að hafa tiltækar vörur í búðum sínum, langt umfram þarfir innfæddu íbúanna.

Í landlegum gat “íbúatalan” sjávarplássa hækkað margfalt og þá þurfti eitthvað til að bíta og brenna. Kjöt, mjólk, kartöflur og svona mætti llengi áfram telja.  Lanbúnaðurinn blómstraði.  Þetta voru einnig uppgangstímar hjá ollum í landi, s.s. skipasmiðum, vélvirkjum, rafeindavirkjum og verslunarmönnum. Þessi uppgangur var vegna fjölda erlendra útgerðamanna, sem sendu skip sín á Íslandsmið.


Þá kemur að efanum. Höndluðum við rétt útfærsluna? Hefur allur veiddur afli komið á land til að skapa atvinnu í landi?  Hafa útgerðamenn hreint mjöl í pokahorninu? 

Rétt til að halda því til haga, þá er ég þeirri aðgerð sammála, að hafa yfirráðarétt á auðlindum okkar og landgrunni. En, - hefði ekki verið réttara að stjórna veiðum erlendra fiskiskipa og leyfa þeim að veiða hér áfram, - gegn gjaldi?

Þeir hefðu þá haldið áfram að koma í land og sækja vistir og þjónustu. Þeir hefðu þurft að taka alla áhættuna vegna veiðanna, bæði hvort fiskaðist og þurftu að takast á við heimsmarkaðsverði olíu á hverjum tíma. Þeirra var einnig að afla markaða og selja.

Var ekki ástæðulaust að hreinsa erlenda flotann út á einu bretti? Innlendir útgerðamenn hefðu haft samkeppni, því ekki er ég að fjalla um að þeir fengu ekki "sína sneið af kökunni".  

Er ekki samhengi í útfærslu landhelginnar og því að landsbyggðinni fór að blæða út? Fyrir útfærslu var verið að selja landbúnaðarafurðir "úr landi" gegn gjaldeyri, án niðurgreiðslu, sem síðar þurfti að grípa til, svo hægt væri að selja þær afurðir á erlendum mörkuðum.

Var ekki verið að færa útgerðarmönnum tækifæri á kostnað bænda? Var réttur bænda fyrir borð borinn og ekki hugsað á hvern hátt átti að koma á móts við þá?  Þurfa útgerðamenn ekki ögn að kæla sig niður og skoða hlutina í víðu samhengi?


mbl.is Ekki annað eins í 32 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sumri eru komnir með í tána á meðan aðrir eru skelfilega leiðinlegir.

Munurinn er sá, að næsta morgunn er sá drukkni orðinn eðlilegur og í fínu formi, en sá leiðinlegi er hundleiðinlegur áfram.
mbl.is Sagði alþingismann vera drukkinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Má treysta því jafn staðfastlega og að........

......VG myndu aldrei ljá máls á aðildarumsókn að ESB?

Þá spyr maður ekki að heilindum Steingríms J Sigfússonar.


mbl.is Kemur ekki niður á launum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ég skora á Alþingi að samþykkja ekki......

.....að leggja fjármagn í Vaðlaheiðagöng. Þetta er gæluverkefni þingmanna og ráðherra til að kaupa atkvæði.

Ég legg til að það verði haft að leiðarljósi, að vinna við jarðgöng verði í eðlilegum farvegi óháð úreltu kjördæmapoti þingmanna og ráðherra.

Ég legg til að faglega verði unnið og heildstætt að forgangsröðun jarðganga.

Ég legg til að forgangsraða þannig, að slegnir verða af hættulegir fjallvegir og vetrareinangrun rofin.

Ég legg til að hæstu fjallvegir hafi forgang í jarðgangnagerð.

Ég legg til að auðvelda íbúum hinna dreifðu byggða að sækja heilsugæslu og þjónustu á þá staði sem hún er til staðar, án þess að leggja líf og limi í hættu um hásklega fjallvegi.

Ég legg til, að þar sem vetrareinangrun ríki og ekki þyki hagkvæmt að leggja jarðgöng, verði eignir afskrifaðar og íbúar styrktir með myndanlegu framlagi til að koma sér upp nýju heimili á heppilegri slóðum.

Ég legg til að hagkvæmir kostir í jarðgangagerð fari í einkaframkvæmd og ríkið komi það hvergi nærri, hvorki með fjármögnun né ábyrgðum.


mbl.is Alþingi samþykki fjármögnun Vaðlaheiðarganga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð2 búin að stimpla sig út sem hlutlaus.

Er hægt að koma því skýrar á framfæri, að Stöð2 er ekki hlutlaust fréttaafl?
Er hægt að treysta því að það sem frá Stöð2 kemur sé hlutlaust?
Er hægt að byggja aftur upp traust á Stöð2, eftir dapurlega framgöngu í forsetakynningunni?
Er hægt að eiga einhver vitræn samskipti við Stöð2 sem kemur þannig fram við viðmælendur sína?
Er hægt að treysta því að Stöð2 komi fram og biðji frambjóðendur og áhorfendur afsökunar á klúðri aldarinnar?

Það tekur a.m.k.langan tíma hjá Stöð2.
Starfsmenn hjá Stöð2 þurfa mergir hverjir að fara á námskeið í almannatengslum.


mbl.is Hvað mun Stöð 2 gera?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stöð2 rassskellt í beinni útsendingu.

Frábært af þessum frambjóðendum að láta ekki bjóða sér þá lítilsvirðingu sem stjórnendur hjá Stöð2 sýndu þeim. Synd að hinir þrír skýldu ekki hafa "karakter" til að gera slíkt hið sama.

Stöð2 tók hér það vald, að vera hlutlægt í vali sínu á frambjóðendum. Sjónvarpsstöð sem vill láta taka sig alvarlega í hlutleysi vinnur ekki svona.

Þessi þáttur er skandall.


mbl.is Yfirgáfu kappræður í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband