Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2012

Hver há er virðisaukaprósentan á stangveiði?

Er það rétt munað að hún sé 0% ????  Er það vegna þess hve blankir veiðmennirnir eru?

Aðrir þurfa að borga virðisaukaskatt af allri þjónustu.  Virðisaukaskattur er skattur af þeim virðisauka sem verður af seldri vöru og þjónustu. 

Skattur getur seint flokkast undir virðisauka, það breytti þó ekki því, þegar ég fyrir nokkru var ég að lesa orkureikninga mína og rak þá upp stór augu.  Það var skattur á orkunni hjá Orkusölunni og annar reikningur frá RARIK með skatti á flutningi, sem er í sjálfu sér ekki í frásögu færandi, en það sem stakk hins vegar verulega í augun var virðisaukaskattur á nefndum skatti.

Er hægt að toppa það. 


mbl.is Íslensk veiðisíða fyrir erlenda veiðimenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sæstrengur til Evrópu vísasta leiðin......

....til að lengja skrifborðin í Reykjavík.

Það skilar litlum sem engum tekjum til sveitarfélaga. Einu tekjur sveitarfélaga er af mannvirkjum, steyptum húsum og þess háttar, sem eru staðsett þar. Stíflumannvikri liggja utan laga um mannvirki, - þó óumdeilt séu þau það.

Tekjur sem verða til vegna orkusölu fara því beint í kassa Landsvirkjunar, í Reykjavík og þar þarf fullt af fólki til að umstafla möppum.


mbl.is Gagnrýna rammaáætlun og sæstreng
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Getur einhver sagt mér til hvers þessi gæsla er?

Hvern er verið að verja?
Hver er óvinurinn?
Koma óvinirnir bara á fyrirfram auglýstum tíma?
Ef þetta er bráð nauðsyn, afhverju er gæslan ekki samfelld allt árið, alla daga?
Hver greiðir fyrir þessa gæslu?

Fyrirgefið, en mér er alveg fyrirmunað að skilja hvað er í gangi er varðar þessa gæslu.


mbl.is Tékkneskar herþotur til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Til hamingju....

....nú er að snúa bökum saman og taka á stóra sínum og sýna að þetta flug sé komið til að vera. 

 Baráttukveðjur að austan. 


mbl.is Flogið til Húsavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband