Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2011

Skjaldborgin skelfilega í hnotskurn

Hvernig starfar þessi ríkisstjórn?  Er hún í stríði við fyrirtæki í landinu?  Er það rétta leiðin að leggja þannig álögur á starfsemi í landinu að hún leggist af?  Er rétt að vera með íþyngjandi lagasetningar á einstaklinga og fyrirtæki?  Eiga ný lög að rústa gerðum samningum?  Eiga menn ekki að virða gerða samninga? 

Er ekki orðið tímabært að leggja störf ríkisstjórnarinnar í dóm kjósenda?  Höfum við mikið lengur efni á þessum stjórnvöldum?  Þurfum við ekki að ná fram vilja þjóðarinnar til ESB?  Þurfum við ekki að kanna hug þegna þessa lands til vinnubragða Samfylkingarinnar og VG vegna aðlögunar ESB regluverks.

Þjóðin er í tvígang búin að löðrunga þessa ríkisstjórn.  Í tvígang hefur þessi ríkisstjórn verið gerð afturreka með samþykkt sína.  Í tvígang hefur ríkisstjórnin farið fram með hótanir í garð þegna sinna. 

Kosningar ættu að leiða í ljós fyrir hvað skjaldborg fólksins stendur. 
Vonandi er skjaldborgin ekki um núverandi valdhafa.


mbl.is Afleiðingar skattsins skelfilegar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og yfirsmiðurinn er Steingrímur J.

Það er sorglegt þegar stjórnvöld setja sig í þann gír, að fyrirtæki séu óvinir ríkisins og eins og skilja má á Steingrími J. á ejunni.is:  "Segir ráðherrann að enginn vilji gera Ísland að skattaparadís fyrir mengandi starfsemi og stóriðjan verði að greiða sitt eins og aðrir."

Það er eitt að skattleggja og annað að vera í herferð gegn fyrirtækjum sem hafa starfað hér í tugi ára og var komið á koppinn í tíð komma í ríkisstjórn Íslands.  Ekki að það sé neitt verra, en það var fróðlegt að fylgjast með umræðunni þá og verða vitni að U-beygju Magnúsar Kjartanssonar.

Slæmt er þegar fjármálaráðherra gerir lítið út áhyggjum manna sem eru að reka fyrirtæki og man ekki hver erfitt upprdráttar umrætt fyrirtæki átti.  Verra er að hann skilji ekki orðasambandið: Orð skulu standa.  Við stöndum frammi fyrir gerðum samningum, hvort sem okkur líkar betur eða verr.  Lög og reglur eiga ekki að vera íþyngjandi, hvorki fyrir einstaklinga né fyrirtæki. 

Einnota ráðherra ber að fara vel með vald sitt og gæta orða sinna.  Eftirá samningar eru ekki eðlilegt viðskiptasiðferði og núna þegar orðspor landsins er í lágmarki skal varlega stigið til jarðar.
mbl.is Síðasti naglinn í líkkistuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ísland í ríkjasamband við Færeyjar?

 

Upptaka Evru og innganga í ESB. 
Er ekki öll umræða á villigötum í þessu máli?  
Er ekki til einfaldari leið? 
Liggur hún ekki í gegn um Færeyjar? 
Skil ekki að kratar séu ekki búnir að uppgötva hana fyrir löngu.

Nú er bara að hefja verkið:
1. Sendum Össur til Færeyja.
2. Hann bendi á að sjálfstæðisbarátta Íslendinga sé alsherjar misskilningur.
3. Látum hann stinga upp á að við sameinumst Færeyingum.
4. Leggi til að sameiginlegt þjóðríki beri nafnið Færeyjar.
5. Ísland verði þar með stærsta eyjan í Færeyjaklasanum.
6. Danskan verði ríkismálið.
7. Þórshöfn verði höfuðborgin (er nær Brussel).
8. Tökum upp Færeysku krónuna, sem er tengd DKK sem tengd er Evru.

Rúsinan í pylsuendanum; - við losnum við sitjandi ríkisstjórn Íslands.

Er þetta ekki nákvæmlega það sem allir vilja?
  Blush


mbl.is Danir hafna evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

...og Byggðastofnun einnig...

...vegna þess að þetta eru óþarfar stofnanir ef menn hafa rænu á að taka upp nýrri og skilvirkari vinnubrögð.  Það þarf að stokka upp á nýtt í grautarpotti samskipta ríkis og bæja í skiptingu fjarmuna þegnanna.  Þar hefur lengi hallað verulega á, - sveitarfélögum í óhag. 

Sitjandi ríkistjórnir hafa ávallt búið að því að eiga ráð til að skattleggja borgara landsins, ef illa árar, - það heita landslög.  Þegar sveitarfélögin lenda í fjárhagserfiðleikum, þá tala þingmenn og ráðherrar um óráðssíu.

Þetta þarf að laga.  Sveitarfélögin eiga að fá að njóta stærri hluta þeirra tekna og verðmæta, sem verða til í heimabyggð.

Alþingi á að sjá um löggjafavaldið og framkvæmdavaldið á í ríkara mæli að vera hjá fólkinu, þ.e. hjá sveitarfélögunum.

Til þess að gæta jafnréttis milli ríkis og sveitarfélaga, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.

Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan verði gert að greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu miðað við hvern einstakling óháð aldri og stöðu. 
mbl.is Vilja leggja niður Jöfnunarsjóð sveitarfélaga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ballið rétt að byrja

Það er eitt að byggja glæsihýsi og síðan annað að reka það.  Margir hafa haft sínar efasemdir um þessa framkvæmd og virðist byggingakostnaðurinn hafa þrefaldast frá upphaflegu áætlununum.

Merkilegt að ríkið skuli koma að þessu verkefni, þar sem þetta var kynnt í upphafi sem einkaframkvæmd.  Verður ekki uppi sama "plottið" við Vaðlaheiðagöngin, -einkaframkvæmd í boði ríkisins.
mbl.is Harpa vill 730 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þar sem háir hólar, - hálfan þingmann fylla.

Ef þessi jarðgöng verða grafin núna, munu þingmenn vera að endurskilgreina hvað kallast eigi fjallvegir á Íslandi. 

Með því að samþykkja að grafa göng undir Vaðlaheiðina, sem ætlað er að leysa af hólmi þann gríðarlega farartálma norðlendinga, - Víkurskarð, eru ný viðmið sett um hvað skal flokkast sem fjallvegur.  Víkurskarð er um 325 metrum yfir sjó.  

Þá hljóta sömu þingmenn, hér eftir, vera að stuðla að því að jarðgöng skulu grafin, ef fjallvegurinn er 325 metrum  yfir sjó eða meira. 

Ekki trúi ég öðru en að þetta gildi utan Eyjafjarðasvæðisins einnig.  Á Austurlandi lítum við björtum augum til framtíðarinnar. 

Ný göng milli Vopnafjarðar og Héraðs, Seyðisfjarðar og Héraðs, göng milli Norðfjarðar og Eskifjarðar, ein milli Eskifjarðar og Héraðs, milli Djúpavogs og Héraðs og undir Lónsheiðina.

Hélt að það væri langt til kosninga, en samt virðast sumir þingmenn vera að komast í kosningagírinn, - fullir áhuga á verkefninu.....skál....! 



mbl.is Framkvæmdin sjálfbær
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þinglýsum kosningaloforðum og samþykktum stjórnmálaflokka

Þá ætti að vera auðveldara að lögsækja stjórnmálaflokka, þingmenn og ráðherra sem ganga á skjön við kosningaloforð og samþykktir flokksþinga.

Verði þetta ekki gert, skal dæma þessa pappíra sem marklaust plagg af Samkeppnisráði.  Ástæðan er að það er verið að auglýsa "vöru" á fölskum forsemdum þar sem innihaldslýsing er ekki í samræmi við veruleikann og hópur fólks tekur sig saman og hefur í frammi ólöglegt samráð til að blekkja vísvitandi kjósendur.
mbl.is Þýðingarþjónusta túlki ályktanir VG
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eru ekki enn lausar lóðir á Jótsku Heiðunum, - Magga mín?"

Af hverju talar Össur bara ekki við Margréti Þórhildi og segir henni að þetta með Jón Sigurðsson hafi verið eitt alsherjar klúður og misskilningur og við séum hættir við allt sjálfstæðisbrölt og viljum koma heim aftur.

Hvað er hann að rugla í pólitískum milliliðunum?  Auðveldast að ganga dönum á hönd og taka upp þráðinn sem frá var horfið með því að tala við drottininguna beint.

Heitir þetta kanski landráð? 

Hvað heitir hitt þá að afsala sér sjálfsstjórninni til ESB án samþykkis þjóðarinnar?

mbl.is Heita fullum stuðningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband