Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2011

Að skamma Ögmund fyrir það að segja.......

.....það sem allir sjá, opinberar það eitt, að Jóhanna er ekki kona einsömul í flokki sínum sem þannig er komið fyrir.

Annað.  Er Sigmundur sáttur við að skattleggja farþega í innanlandsflug um hundruði milljóna?


mbl.is Deilir á Ögmund
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

VG að skattleggja sig út af þingi.

Merkilegt að sumir geta aldrei lært neitt.  Það er ekki hægt að fara í uppbyggingu og endurreisn með því að skattleggja allt í botn.  Það er búið að marg reyna þá aðferð.

Fólk er komið að hengifluginu fjárhagslega.  Skjaldborgin um fjármagnseigendur sem óvinnandi vígi.  Umsókn um aðild að ESB þvert á kosningarloforð flokksins og samningur að komast á koppinn, vegna ICESAVE, þrátt fyrir háværan málflutning Steingríms um að gera það ekki.

Furðu sætir að ekki séu fleiri búnir að yfirgefa þetta sökkvandi rekald.
mbl.is Formaður svæðisfélags VG hættur í flokknum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er langt í að upp úr sjóði á Íslandi.

Hvað er þanþolið mikið hjá íslenskum almenningi gagnvart stjórnvöldum? 

Við erum búin að sjá ráðist inn í þinghúsið, pottar og tunnur barðar á Austurvelli og eldar kveiktir.  Ráðamenn hafa orðið fyrir ónæði og eignir þeirra skemmdar. 

Hvenær sýður endanlega uppúr?
mbl.is Flýja átökin í Egyptalandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Og setja upp starfsstöð fyrir eina þyrlu á Egilsstaðaflugvelli

Austfirðingar eru lengst frá hátæknisjúkrahúsum landsins, stórt viðerni í "bakgarðinum" með fjölda ferðamanna og stórt úthaf umlykur fjórðunginn með mikilli umferð skipa af öllum stærðum og gerðum.

Með því að hafa þyrlu staðsetta á Egilsstaðaflugvelli er hægt að ná í sjúka og slasaða og koma þeim á flugvöllinn í veg fyrir hraðfleygari flugvél.  Eins og allir vita eru þyrlur ekki heppilegur kostur í langflug né blindflug, en henta prýðilega við erfiðar aðstæður s.s. björgun úr skipum.

Hef áður bloggað um þetta verkefni:
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/418255/
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/373937/


mbl.is Landhelgisgæslan verði flutt í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er einn keppur í sláturtíðinni?

Gaman að sjá hvað það fer í taugar frú forsætisráðherra, þegar þingmenn fara sínar eigin leiðir í samstarfi.  Athygli vert er einnig að skoða sögu þingmannsins Jóhönnu Sigurðardóttur og síðar ráðherra og þær þumalskrúfur sem hún beitti sínu samstarfsfólki, innan flokks og utan.  Þá var ekki verið að fara einhverja sáttaleiðir í samstarfi. 

Lengi er hefur verið ljóst að lítið má útaf bregða til þess að frúin leggi á kúst sinn og þeysi í Bessastaði með uppsagnarbréfið.  Hún virðist vera að þreytast á að kyrja yfir söfnuði sínum faðirvor sitt.  "Verði minn vilji svo á jörðu og á himni"  - annars er mér að mæta.  Eru ef til vill breytingar í aðsigi?  Er sláturtíðin hafin hjá JS?  Eru þetta fjörbrot ríkistjórnarinnar? 

Hvað um það, nú er greinilegt að Jóhönnu er að takast að koma róti á jafnaðargeð Steingríms J með ítrekuðum árásum á VG.  Hótanir og yfirlýsingar eru farin að taka sinn toll.  Dropinn holar Steingrím.  Ef það er ekki kattasmölun, þá er það svik þremenningaklíkunnar og nú hnykkir hún á því að hald skuli í heiðri samstarfsyfirlýsingu flokkanna.

Það er umhugsunarvert að forsætisráðherra gerir ekkert með kosningaloforð VG, hvað varðar að sækja ekki um aðild að ESB né greiða Icave-reikninginn.  Henni er svo sem vorkunn, kosningaloforð VG eru Steingrími J svo sem ekkert heilagt plagg heldur.

Því er illskiljanlegt hugarvíl Steingríms J nú af framgöngu forsætisráðherra, þegar skoðað er það sem á undan er gengið. 

Hvað er einn keppur í sláturtíðinni?


mbl.is Eigum ekki að „hræra í innyflum hvers annars“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Púðurkerlingin óttast eldinn.

Það er ekki nema von að hún vilji forðast eldinn, - púðurkerlingin sjálf. 

Gaman að  heyra í henni í ræðustól eftir úrskurð Hæstaréttar um stjórnlagaþingskosninguna.

Efnislega hvatti hún alla flokka til að snúa bökum saman og leysa það mál.  Enda á hún sem forsætisráðherra að vera tákn sátta, samstöðu og samvínnu. 

Hún var ekki fyrr búin á Alþingi, að tala með sinni mýkstu silkirödd um sættir í þingi, þegar hún snéri sig að sjásfstæðismönnum og þrumaði yfir þeim. 

Þeir væru væru búnir að rústa öllu sem hægt væri að rústa og gengu svo fram fyrir skjöldu og stoppuðu stjórnlagaþingið.  Og skammist ykkar svo.   Þetta er í hnotskurn hvað hún sagði.  Hvernig er hægt að taka í útrétta sáttahönd, þegar von er á löðrungi frá hinni.

Því miður er konan ekki með öllum mjalla.  Hennar tími er liðinn.

Annað mál.  Hvort eru meiri svik hjá VG, að svíkja samstarfsyfislysingu stjórnarflokkana eða kjósendur sína?


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ben Ali forseti vill örugglega hlaupa í skarðið....

.....fyrir Marie Amelie (Madina Salamova).  Þeir félagar þurfa ekkert frekar að hafa samband við hann, en Marie.

Gott að þingmenn skuli vera að vinna að einhverju uppbyggilegu, jafnvel þó enginn hafi beðið þá um það.  Það er hvort sem er ekkert annað sem liggur sérstaklega fyrir þinginu til að klúðra þessi vikulokin.  Þjóðlagaþingið bíður bara síns tíma, eins og að gera eitthvað til að koma atvinnu af stað eða hjálpa heimilunum í skuldavanda svo ekki sé minnst á að koma í veg fyrir uppsagnir í heilbrigðisgeiranum.

Ja, - svona er nú lífið einfalt hjá sumum þingmönnum.

mbl.is Amelie vill ekki verða Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Múlaþing, það er málið.

Það er ekki að verða hægt annað en að fara inn í rúm og breiða yfir haus, svo vitlaust er þetta mál allt orðið.

Svo eru menn að gera lítið úr Jóni Gnarr.  Þegar hann lék Bjarnfreðason, sem miskilinn var allstaðar, samt með fimm, - segi og skrifa fimm háskólagráður, samt tók enginn mark á honum.

Þessi ríkisstjórn er með a.m.k. fimm háskólagráður, segi og skrifa a.m.k. fimm háskólagráður og vinnubrögðin eru svipuð og hjá Bjarnfreðasyni, nema við þurfa að sitja undir þessum vinnubrögðum.  Nú er mælirinn fullur.  Burt með þessa þingmenn, veit ekki hvað þeir eru að gera á þingi.  Er alveg orðinn gáttaður á vinnubrögðunum.  Eigum við þetta Alþingi skilið?

Ég legg því til, að Múlaþing verði endurvakið. 

Þar taki menn til hendinni, án þess að nokkur kjörinn póltískur fulltrúi komi þar nærri og komi fram með kröfur um nýtt Ísland. 

Þema þingsins verði m.a.:

  • Sameina Austurland í eitt sveitarfélag.
  • Meira sjálfstæði.
  • Fjármunirnir verða eftir heima í héraði.
  • Framkvæmdavaldið nær fólkinu.

mbl.is Ákvörðun Hæstaréttar kom á óvart
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flytjið framkvæmdavaldið út til fólksins og hættið....

....þessari miðstýringu.  Fjármunirnir verða að stoppa á þeim stöðum sem þeirra er aflað og þá kemst á jafnvægi í byggðum landsins.  Byggðastofnun verður í framhaldi óþörf og jafnframt sértækar björgunaraðgerðir, sem ávallt verða mislukkaðar aðgerðir, eins og dæmin sanna.

Til þess að þetta getur orðið, verður að bylta skattkerfinu og gjörbreyta.  Öll skattinnheimta verði í höndum bæjar- og sveitarfélaga, sem síðan  greiða í einn sjóð skv. höfðatölu, öll sömu krónutölu á hvern einstakling. 

Sá sjóður er ríkissjóðurinn og sér m.a. um að reka Alþingi með 15 alþingismönnum.  Þeirra verkefni verður að setja lög og fylgjast með að þeim lögum sé framfylgt.  Ekkert annað.  Allri hagsmunagæslu verði stungið undir stól og hagsmuna- og kjördæmapot verði ekki liðið.

KERFIÐ, eins og það er, hefur ekki virkað í mörg ár.  Því þarf að skera það við trog og koma framkvæmdavaldinu til fólksins, en ekki láta það í hendur fárra eins og nú er.  Það er bara áframhaldandi ávísun á spillingu, sem hefur verið landlæg hér í áraraðir og afleiðingarnar afleitar.
mbl.is Vestfirðir og Suðurnes í forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skrautfjöður stífð úr sterti Þorvaldar.

Þar fór það.  Þá get þeir félagar Þorvaldur Gylfason og Illugi Jökulsson hætt að grobba sig á almannafæri og draga verulega úr þeim hroka að senda þingi, þjóð og forseta Íslands pillur um að halda sig til hlés.  Að þeirra mati átti það einungis að vera fulltrúar á þjóðlagaþingi,  sem einir máttu hafa skoðun á stjórnarskránni og þeir félagar manna best til þess fallnir að hafa þar áhrif á.

Miklir menn þar á ferð.
mbl.is Stjórnlagaþingskosning ógild
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband