Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Breytum háskólahúsinu við Reykjavíkurflugvöll í flugstöð.

Hvað er verið að meina með öllum þessum háskólum á Íslandi?  Þjóð sem er rétt losar þrjúhundruð þúsund.  Smáþorp á alþjóðavísu.

Sjá brilliant tillögur sem Sturla Snorrason hefur sett fram.

http://midborg.blog.is/blog/midborg/entry/987200/


mbl.is Hætt við sameiningu í bili
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvernig væri að fækka háskólum niður í einn.

Hvað á það að þýða, fyri örþjóð, að vera með alla þessa háskóla út um allt á þessu útskeri.  Um það bil helmingur sem lýkur prófi flyst hvort eð er utan eftir nám, vegna þess að ekki eru næg atvinnutækifæri innanlands.  Hluti þeirra sem eftir sitja fá vinnu þar sem háskóla nám nýtist og einhver hópur nælir sér í þægileg sæti þar sem háskólagráður er ekki krafist.  Síðan er stór hjörð, sem hefur enga burði til að vera í langskólanámi og ætti að vinna eitthvað ærlegt handtak og skapa tekjur í stað þess að eyða þeim.

Hvernig væri það að þriðjaflokks háskólinn okkar, Háskóli Íslands, tæki sér tak og kannaði hvað mundi sparast mikið með því að hætta þessu viðáttumikla háskólabrölti og draga saman hvað það sparaði í  þjóðarbúinu, að hafa einungis einn háskóla og vera eingöngu með um þúsund nemendur í námi á hverju ári. 

Þurfum við fleiri háskólamenntaða menn á ári til að mæta eðlilegum afföllum?
mbl.is Dragi djúpt andann
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Út yfir gröf og dauða.

Hvað með jólamessur og messur yfirleitt?  Hvar ætla útrásagengi STEFS að stoppa? 

Hvenær mega sjúklingar með eyrnasuð, eiga von á að þurfa að greiða STEF-gjöld fyrir að vera með suð í eyrum daglangt?  Hvað með þá sem búa við umferðagötu og eru þeirrar ánægju aðnjótandi að vera með hljóðið frá umferðinni inn á gafli hjá sér?  Hvað með fuglasönginn?
mbl.is STEF-gjald af allri tónlist við jarðarfarir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ríkisstjórnin er að svelta landsbyggðarfólk....

....af heimaslóð sinni.  Hefur hún umboð til þess? Hvers eiga þeir að gjalda, sem fulla vinnu hafa.  Ríkisstjórnin er að verðfella landsbyggðina. 

Hvers eiga svo aldraðir að gjalda?  Þeir eru nú skotspónn ríkisstjórnarinnar.  Þetta fólk á nú á hættu að vera flutt hreppaflutningum í nafni sparnaðar og hagræðingar stjórnvalda.  Er hægt að leggjast lægra? 

Ríkistjórnin er greinilega plága og gerði best í því að fara frá. 

Er ekki tími komin til að af-tengja?


mbl.is Vestfirðingar slökkva ljósin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Geta þeir bara ekki gert eitthvað annað?

Eða það sem enn betra er; gera eitthvað annað en eitthvað annað. 

Myvetningum er bent á að leita í smiðju VG um ný og fjölbreytt atvinnutækifæri.  Þau liggja þar í massavís, - eða svo er a.m.k. látið í veðri vaka. 

Bara að finna "eitthvað annað".

mbl.is Þróun á vélum til framleiðslu á pappabrettum í Mývatnssveit hefur stöðvast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umkenningarleikur Steingríms.

Í Stapanum í sl. viku var hart sótt að Steingrími.  Eftir fundinn svaraði hann blaðamanni mbl.is um þá gagnrýni sem hann hefði sætt á þeim fundi.  „Ég svaraði henni þannig að það hefði ekkert upp á sig að vera í einhverju karpi og umkenningarleik; við kæmust ekki hænufet með þeim hætti...."

Hver er nú í umkenningarleik?  Steingrímur er komin í gamla farið að kenna öðrum um, ekkert að hjá honum.  Auðvita hafa aðrir talað "hlutina niður úr gólfinu". 

mbl.is Steingrímur gagnrýnir fjölmiðla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband