Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2010

Um helmingur þjóðarinnar býr á Stór-Reykjavíkursvæðinu......

.....en fær alla fulltrúana nema þrjá. 

Þetta er nákvæmlega það sem mun gerast ef landið verður gert að einu kjördæmi, rödd landsbyggðarinnar verður kjæfð.  Ef til þess kemur, verður að fylgja með að allir fjármunir, sem verða til heima í héraði, verða þar eftir, einungis greitt samkvæmt höfðatölu í sameiginlegar þarfir Alþingis, löggjafavaldsins.  Öll sveitarfélög greiði sömu krónutölu miðað við hvern einstakling sveitarfélagsins.

Frakvæmdavaldið verði jafnframt flutt  heim í hérað.

Þeir sem hlutu kosningu:

Af Stór-Reykjavíkursvæðinu

Guðmundur Gunnarsson, 112 Reykjavík
Katrín Fjeldsted, 101 Reykjavík
Eiríkur Bergmann Einarsson, 107 Reykjavík
Ómar Ragnarsson, 108 Reykjavík
Illugi Jökulsson, 101? Reykjavík
Pawel Bartusek, 101? Reykjavík
Pétur Gunnlaugsson, 103 Reykjavík
Salvör Nordal, 107 Reykjavík
Silja Bára Ómarsdóttir, 107 Reykjavík
Vilhjálmur Þorsteinsson, 101 Reykjavík
Þorvaldur Gylfason, 101 Reykjavík
Þórhildur Þorleifsdóttir  101? Reykjavík
Örn Bárður Jónsson. 101? Reykjavík
Andrés Magnússon,  200 Kópavogur
Arnfríður Guðmundsdóttir,  200 Kópavogur
Gísli Tryggvason, 201 Kópavogi
Ástrós Gunnlaugsdóttir, 210? Garðabæ
Freyja Haraldsdóttir, 210 Garðbæ
Inga Lind Karlsdóttir, 210 Garðabæ
Lýður Árnason, 220 Hafnarfirði
Þorkell Helgason, 225 Álftanesi

Af gjörvallri landsbyggðinni

Dögg Harðardóttir, 603 Akureyri
Erlingur Sigurðarson, 600 Akureyri
Ari Teitsson, 641 Þingeyjarsveit


mbl.is 25 kjörin á stjórnlagaþing
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hva....?! Var ekki hægt að halda einn sameiginlegan fund.....

...á Húsavík, - allir framsóknarmennirnir saman.  

Það hefði þá verið meira fjör hó...hó....hóó. Grin
mbl.is Jólasveinar í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Ótvíræður stuðningur" er tvíræður brandari....

.....vegna þess að fundarmenn og konur samþykktu að halda áfram með umsóknarferlið að ESB en telja samt að okkur sé betur borgið utan þess.

Samþykkja jafnframt að breyta ekki lögum landsins, vitandi að það er einmitt ein af forsendum inngöngu og vera um leið að blekkja þjóðina vegna þeirra staðreyndar, að megnið af kröfum um lagabreytingar eru hvort eð er nú þegar komnar á koppinn.

Þetta kallar maður að hafa tungur tvær og tala sitt með hvorri.

 

 


mbl.is „Ótvíræður stuðningur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tilnefnum nýjan höfuðstað fyrir Ísland

Íslendingar eru um 340 þúsund og 500 þúsund farþegar fljúga í innanlandsflugi, flestir til og frá Reykjavík.  Þess verður ekki langt að bíða að hver íslendingur fljúgi að meðaltali, tvisvar á ári  í innanlandsflugi.  Nú er búið að koma málum þannig fyrir, að öll helsta þjónustan, hverju nafni sem hún kann að nefnast, er í Reykjavík ásamt bráðaþjónustu í heilsugeiranum og því þurfa samgöngur að vera á háu plani til höfuðstaðarins.

Í ljósi þessa, er það ótrúlegt að nokkrum hugsandi manni skuli detta það í hug, að leggja niður flugvöll í miðbænum í Reykjavík. Engin höfuðborg mundi svo mikið sem leiða hugann að því að senda aðal járnbrautarstöðina 45 km út fyrir miðbæinn?  Flugvöllurinn í Vatnsmýrinni er aðalsamgöngumiðstð Íslands og ber að umgangast flugvöllin sem slíkan.  Það fylgir nefnilega vandi vegsemd hverri og það að vera höfuðborg ríkis táknar það að hún þarf að sýna sínum minnstu bræðrum verðskuldaða virðingu, - ekki hroka.

Nú er komið að endamörkum í þolimæði gagnvart þröngsýnum, hrokafullum stjórnendum Reykjavíkurborgar, sem eru stútfullir af yfirþyrmandi smáborgarahætti og því tímabært að tilnefna nýjan höfuðstað á Íslandi. 

Það er ekkert lögmál að einn staður beri það sæmdarheiti til frambúðar.  Eingöngu einföld ákvöðrun íbúa Íslands um að breyta til.


mbl.is Ræddu um Reykjavíkurflugvöll
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Óþolandi varnaraðgerðir landsbyggðarinnar....

....sem skaffa þó mest í sameiginlega sjóði. 

Rétt er að athuga nú í tengslum við endurskoðun stjórnarskrárinnar, hvort ekki eigi að breyta innheimtu skatta í þann farveg, að bæjar- og sveitarfélög innheimta alla lögboðna skatta af sínum þegnum.  Bæjar- og sveitarfélög greiddu síðan öll sömu krónutöluna í sameiginlegan sjóð löggjafavaldsins (Alþingis) eftir höfðatölu.  Í leiðinni yrði þingmönnum fækkað í fimmtán. 

Framkvæmdavaldið flyttist jafnframt heim í hérað, nær vettvangi íbúanna. 


mbl.is Tillögunum verður breytt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er landráðarannsókn í uppsiglingu?

Valdimar Samúelsson ritar athyglisverðan pistil í Morgunblaðið í dag (11.11.2010) um umsókn að ESB.  Þar kemst hann að þeirri niðurstöðu að Jóhanna og Össur hafi umboðslaust sent inn erindi til ESB og brotið þar með stjórnarskrána.  Þar af leiðandi er umsóknin ógild.

Fróðleg lesning sem ég skora á menn að lesa.  Nálgast má greinina á mbl.is http://pappir.mbl.is/index.php?alias=IS-MBL&s=2804&p=64172

Verði flugstarfsemi lögð af í Vatnsmýrinni...

...legg ég til að votlendi mýrarinnar verði endurheimt og þar verði friðland þeirra gæsa, sem hröktust af svæði sínu vegna virkjanaframkvæmda við Kárahnjúka.  Nú er lag fyrir náttúruverndasinna að taka þær gæsir í fóstur og veita þeim varanlegan samastað í 101 Reykjavík.
mbl.is Hefði ekki blásið miðstöð af
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ekkert vit í því að halda opnu....

...snjólausu skíðasvæði. 

Bendi á að það er nægur snjór á Akureyri og nær væri að byggja þar enn betur upp og efla fleiri og styrkja á landsbyggðinni, þar sem snjóa má vænta.  Treysta stoðir landsbyggðarinnar í þessu tilliti.  Gott verkefni til að gera eitthvað annað.  Ekki mun af veita. 

Ekkert mál að sækja í slíka þjónustu úti fyrir sína heimabyggð.  Það vita þeir best sem alla aðra aðdrætti þurfa að sækja til Reykjavíkur.

Reykvíkingar, ekki berja hausnum við steininn í snjólausum skíðabrekkum.  Það getur verið heilsuspillandi.


mbl.is Mótmæla hugmyndum um lokun skíðasvæða
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Illa innrættir.....

...eða óvitar.  Nema það sem verra er er, - illa innrættir óvitar. 

Allir sem vita eitthvað um flug, vita að lendingin er hættulegasta skeiðið í hverju flugi.  Þá verða flest óhöppin.  Flugmenn verða að fá að vinna vinnuna sína óáreittir í flugstjórnarklefanum.  Öll truflun getur leitt til fálmkendra viðbragða, sem engin veit hvernig geta endað.  Ef áhöfnin er blinduð af geislum frá einhverju utanaðkomandi er málið glæpsamlegt.

Þetta er því tilræði við flugið.
mbl.is Geisli truflaði flugmenn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hver er munurinn?

Hér eru tveir einstaklingar handteknir fyrir meint rán á einum.  Þau eru látin dúsa í grjótinu á meðan mál þeirra er rannsakað og eignir þeirra frystar.

Við vitum um einstaklinga, sem með örlítið öðrum hætti blekkti fólk og rændi það í gegnum bankakerfið og viðskiptalífið.  Þessir einstaklingar ganga lausir og geta stofnað og/eða keypt fyrirtæki og fá fyrirgreiðslu í bankastofnunum þrátt fyrir að allir vita um framferði þeirra gagnvart öðrum.

Hver er munurinn?  Er gjörningurinn ekki sá sami?  Er munurinn ef til vill sá einn, að erlendis eru afbrotamenn umsvifalaust teknir úr umferð, þegar upp um þá kemst?

mbl.is Greiddi 18 milljónir á mánuði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband