Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2010

Kære nordiske venner....!

Það er athyglivert hvað þetta er grunn kveðja.  Hún virðist bara vera í gildi þegar menn (og konur líka), á góri stundu, eru komnir með vín í glösin og búnir að fá sér aðeins í tána.

Eru þetta vinir í raun?

Færeyingar eru eins og klettur í hafinu og styðja okkur skilyrðislaust.  Þökk sé þeim!


mbl.is Reinfeldt: Ákvörðun AGS forsenda fyrir láni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er frábært....

...þá eigum við von á því að hún taki loks til starfa og fari að gera eitthvað af viti. 

Breytist úr umsóknarstjórn að ESB í starfsstjórn. Getur ekki annað en batnað.

Vonandi förum við að sjá eitthvað gert í málefnum heimilinna og fyrirtækja í landinu. 

"Skjaldborgin" er þá væntanlega handan við hornið.  Súper.Smile
mbl.is Ríkisstjórnin er starfsstjórn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjarlægðin gerir fjöllin blá....

...og mennina mikla. 

Það er fínt að rífa sig niður í rassgat í Noregi og verða "heimsfrægur" þar fyrir skoðun sína þar. 

Rögvaldur verður í framhaldi af þessu innslagi sínu, að svara eftirfarandi spurningu.  Átti forsetinn  að hunsa fjórðung kosningabærra einstaklinga á Íslandi, sem hafa sent honum áskorun um að koma málinu í þjóðaratkvæðagreiðslu?  Hvers konar vinnubrögð væru það?

Þingheimur er klofinn í tvær jafnar fylkingar um málið og þrír þingmenn létu flokksglíjuna ráða för, frekar en eigin sannfæringu.
mbl.is Ábyrgðarleysi hjá forsetanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Tær snilld.

Nú fær þjóðin að segja sitt, hafi stjórnvöld kjark til þess að leggja þetta í dóm landsmanna, sem ég efast stórlega um að þeir hafi.

Það er sama hve margir snillingar segja sitt álit á þessu máli og í hvaða farveg menn telji að þetta eigi að fara, það er ekki hægt að útkljká þetta stóra mál nema fyrir dómstólum.  Það eru svo skiptar skoðanir á því og vafinn það mikill.  Þetta er prófmál á reglugerðarverki  ESB.  Því er því mín skoðun, að skárri kostur sé að samþykkja ný lög, sem fella þennan bastarð úr gildi og síðan á ríkistjórnin að hafa þann dug í sér að segja:

"Við gerðum okkar til að koma þessu í gegn, en þjóðin stendur ekki að baki okkar.  Ef þið viljið fá þessar greiðslur, þá er ykkur nauðugur einn kostur, - að fara dómstólaleiðina"
.

mbl.is Staðfestir ekki Icesave-lög
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband