Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2009

Þurfum við Seðlabanka....

....á meðan Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er með land okkar og þjóð í þessari þumalskrúfu?  Getum við ekki sparað okkur stórfé, þar sem AGS vill hvort eð er öllu ráða?

Mér dettur í hug Vatikanið og klerkastéttin fyrr á öldum, þegar AGS er annarsvegar og með þessar þvingunaraðgerðir gegn réttkjörnum stjórnvöldum, atvinnulífi og heimilum á Íslandi.
mbl.is Þarf að hugsa málið upp á nýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skelfileg staða.

Ömulegt ef KHB lokar, sem hefur verið kjölfestan í atvinnulífi á mið-Austurlandi í eina öld og með stærstu verslunina á Austurlandi. 

Getur verið að ekkert sé hægt að gera til þess að bjarga þessum rekstri.  Tveir milljarðar eru litlir peningar þegar maður verður vitni að því, að um og yfir 100 milljarða tapast nær vikulega í fyrirtækjarekstri í Reykjavík, en samt halda áfram.  Enhver er til í að lána áfram.

Er það ef til vill fjarlægðin frá höfuðstaðnum, sem gerir stjórnendur lánastofnana minna áhugasama við að bjarga fyrirtækjum?? 
mbl.is Kaupfélag Héraðsbúa í þrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Breytt skipulag SÍ, eins og Björn Bjarnason...

...gerði á embætti sýslumanns á Suðurnesjum.  Voru það skipulagsbreyting til bóta, eða var það eingöngu verkefni til að koma einum embættismanni frá??  Hvar var réttlætiskennd sjálfstæðismanna þá??

Ljóst er að samfélagið kallar á breytingar í Seðlabanka Íslands.  Sjálfstæðismenn skilja það hins vegar ekki, enda er flokkurinn í herkví Davíðs.  Ekkert hægt að gera án hans samþykkis, ella hótar hann öllu illu.

Sjálfstæðisflokkurinn er eins og öfgatrúfélag, þar sem einn maður stjórnar öllu og hjörðin fylgir dofin með.



mbl.is Hörð gagnrýni á seðlabankafrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sá yðar sem syndlaus er...

Gaman að verða vitni að þessari fyrringu sem hefur heltekið Sjálfstæðisflokkinn og skekur hann stafna á milli.  Flokkurinn viðrðist ekki með nokkru móti skilja orðið "Lýðræði".

Hvenær hefur Sjálfstæðisflokkurinn gengið í fylkingabrjósti og barist gegn pólitískum hreinsunum? 

Jú, - núna þegar þeir eru að missa völdin!!

mbl.is Pólitískar hreinsanir og ofsóknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband