Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Besti landsbyggðaflugvöllurinn.

Það er pólitísk ákvörðun Kristjáns Möller að leggja fé í flugvöllinn á Akureyri, í stað þess að bæta þann besta sem er á Egilsstöðum.  Það hentaði hins vegar ekki pólitísku landsvæði ráðherra Samfylkingarinnar að ráðast í að ljúka því verki sem hafið var á Egilsstöðum.  Það má einnig benda á að hreppsnefndin á Egilsstöðum hefur ekki verið sérlega lífleg að halda ráðherrum samgöngumála við efnið.  Akureyrarflugvöllur hefur ekki tærnar þar sem Egilsstaðaflugvöllur hefur hælana í flestu tilliti. 

Aðflug að flugvellinum á Egilsstöðum er nothæft í báðar áttir.  Fjöll eru ekki vandamál eins og á Akureyri og í raun má segja að það er hæð fjallanna sem eru akkilesarhællinn á Akureyri, ekki lengd flugvallarins.

Ég hef fjallað áður um flugmál m.a. eftirfarandi:

Mikilvægt er að mörkuð verði ákveðnari stefna í flugmálum og ekki skipt takmörkuðu fjármagni í marga staði á sama tíma.  Fara verður vel með fjármuni skattborgaranna og velta því yfirvegað fyrir sér, hvað kemur best fyrir samfélagið í heild. 

Eins og fram kemur hér á blogginu, var við undirbyggingu núverandi flugbrautar á Egilsstöðum, gert ráð fyrir lengingu í 2700 metra og frumhönnun verksins er til á teikniborðinu hjá Flugstoðum ( áður Flugmálastjórn) og aðstæður eru ákjósanlegar frá landfræðilegu sjónarmiði.
 

Stöðugt er verið að knýa á um að bætt öryggi á millilandaflugvöllum.  Gerðar eru auknar kröfur um dýran öryggisbúnað til að mæta því, m.a. með því að gegnumlýsa allar töskur, handfarangur og skoðun á farþegum.  Auk þess þarf fullkominn og dýran búnað til að hlaða og afhlaða stórar flugvélar, bæði í farþega- og fraktflugi.
 

Ljóst er að ekki verður grundvöllur til þess að margir flugvellir verði þannig búnir, vegna mikils stofnkostnar, í þrjúhundruð manna samfélagi.  Hverjum flugvelli fylgir einnig mikill kostnaðar við að þjálfa starfsfólks og búa flugvellina viðeigandi tækjakosti og síðan fylgir rekstrarkostnaðar og viðhald á tækjum og búnaði.
 

Hér þarf að forgangsraða og ljúka því sem byrjað er á, ella stöndum frammi fyrir því að við höfum nokkra flugvelli, sem ekki eru í stakk búnir að geta tekið við þeim flugvélum sem þó gætu nýtt sér Keflavíkurflugvöll.
  Stórar flugvélar geta t.d. ekki athafnað sig innan fjallahringsins á Akureyri, sama hve löng brautin þar yrði.

Hvort sem okkur dreyfbýlismönnum líkar það betur eða verr, eru ákveðnar staðreyndir sem ekki er hægt að líta framhjá.  Það er meira fjölmenni á suð-vesturhorninu og þar af leiðandi eru mestar líkur á að auka flug þangað, auk þess er best búni flugvöllur Íslands í Keflavík.   Nýting hans gæti orðið mun betri, við að koma upp góðum varaflugvelli á Egilsstöðum.
  

Tækifærin eru þarna úti,- okkar er að grípa þau.  Það kemur öllum landsmönnum til góða.


mbl.is Rhodos-ferðin hófst í rútu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Einkavinavæðing íhaldsins á Fljótsdalshéraði.

Fosshótel hefur undanfarin sumur rekið hóter á Hallormsstað.  Í vetur var það fundið út af hreppsnefnd Fljótsdalshéraðs, að illa færi á því að reka hótel í húsnæði skóla.  Það er hins vegar löngu þekkt aðferð að nýta fjárfestingu í ferðamálageiranum og Edduhótelin eru gott dæmi um slíkan rekstur.

Sjálfstæðismennirnir voru á hinn bóginn tilbúnir að kúvenda í þessari skoðun sinni, þegar líklegur kandidat birtist og vildi taka yfir reksturinn.  Kandidat þessi er fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndum og ráðum hreppsins, því var um að gera að rétta honum allt án útboðs.  Meirihlutinn var til í að taka 180 gráðu beygju í fyrri samþykktum og gefa það út að það sé fínt að reka hótel í húsnæði skóla, bara ef "réttur" einstaklingur fæst til verksins.

Ef þetta er ekki skólabókadæmi um einkavinavæðingu, veit ég ekki hvað það orðasamband merkir.

 


Hvað kostar mentamálaráðherrann á dag??

Mér sýnist að það sé hægt að halda úti hælisleitanda í 769 daga fyrir seinni Kínaferð menntamálaráðherra og meðreiðarsveina hennar og meyja.

Allt í heiminum er afstætt, en mér finnst umræddur ráðherra hafa farið langt yfir strikið í umræddri ferð.  Ráðherrar í öðrum löndum hafa verið látnir taka pokann sinn af minna tilefni.
mbl.is Hælisleitandi kostar 6500 á dag
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Haarde-dollarinn.

Það er mat Geirs H Haarde að krónan okkar sé ekkert á útleið úr hagkerfinu og euran ekki í sjónmáli sem gjaldmiðill á Íslandi. 

Því veltir maður því fyrir sér, fyrst krónan er svona góður gjaldmiðill, hvers vegna þarf þá verðtryggingu í öllum lánastofnunum??
mbl.is Krónan veiktist um 2,48%
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Menningartengd ferðaþjónusta, fornmunina heim í hérað!

Menningartengd ferðaþjónusta er það, að skila verðmætum hlutum heim í hérað og gera söfnin þar áhugaverðari heim að sækja, bæði fyrir innlenda og erlenda ferðamenn. 

Þjóðin stóð saman um að fá handritin heim.  Sömu forsemdur eru að fá fornmuni heim í hérað.  Það er ekki náttúrulögmál að hafa alla merkilegustu fornmunina á einum stað í Reykjavík, frekar en handritin í Kaupmannahöfn. 

Sagan segir það að ekki er ráðlegt að hafa öll eggin í sömu körfunni.  Í bruna hafa margsinnis ómetanlegir munið farið forgörðum og tjónið því meira sem fleiri munir eru saman komnir á einn stað.

Hér með er ítrekað, Valjófstaðahurðina heim í hérað.

Sjá einnig: http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/636207/

 

 

 

 

 


mbl.is Ríki og ferðaþjónusta taka höndum saman
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fjármálaráðherra í Undralandi.

Fyrir nokkrum misserum skammaði Árni Mathiesen fjármálaráðherra þáverandi samherja sinn, heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttur, fyrir að vera ekki búin að semja við heilbrigðisséttina sem þá átti í launadeilu við ríkið. 

Fjármálaráðherra áttaði sig ekki á því hver sá um að semja við opinbera starfsmenn, né undir hvaða ráðuneyti samninganefnd ríkisins féll.

Nú er útspil sama ráðherra að fara í mál við stéttarfélag, sem ríkið er að reyna að semja við.  Er ráðherrann ekki að átta sig á því í hverju verkefni hans felst og fyrir hverja hann er að vinna?? 

Er hægt að vera meira taktlaus í vinnubrögðum en umræddur dýralæknir??


mbl.is Gæti leitt til stigmögnunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Metrana sem vantaði.

Þegar flugvöllurinn á Egilsstöðum var endurbyggður, voru uppi áform um að hann yrði 2700 metrar, en í fyrsta áfanga var hann byggður í 2000 metra.  Hefði settum áformum verið fylgt, eru líkur á að þessi atburður hefði ekki orðið.

Flugmaðurinn, sem lenti í þessu óhappi, hefur komið hingað nokkrum sinnum áður.  Skilyrðin voru hins vegar mjög óhagstæð, myrkur, rigning og þokuslæður í lítilli hæð.  Við þessar aðstæður eru talsverðar líkur á að það sjáist inn á braut lengra  til, en síðan er flogið inn í þokuslæðuna á versta stað, þegar hæðin á flugvélinni yfir jörð eru nokkrir metrar og hraðinn lítill.  Ef eitthvað fer úrskeiðis við þessar aðstæður, er nánast ekkert svigrúm til að bjarga sér út úr þeirri klemmu.

Fyrir mestu var þó, að flugmaðurinn skuli hafa gengið óstuddur frá óhappinu.
mbl.is Flugvél lenti utan flugbrautar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Skárra væri það nú.

Við eigum að geta hugsað af skynsemi og taka ákvarðanir út frá því.  Einstaklingur sem búinn er að búa í foreldrahúsi í 5 ár á ekki að sæta bírokratískum þumbaragangi.
mbl.is Þarf ekki að fara úr landi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er þetta fréttnæmt??

Enn og aftur er það fréttnæmt þegar rafmagnslaust verður í nokkrar mínútur í Reykjavík, en dæmi eru um margar klukkustundir úti á landi, jafnvel dægur, án þess mikið sé gert úr því á fréttastofum landsmanna í Reykjavík.  Skyldi það vera tilviljun??

Það er allaveg gleðileg að geta orðið að liði í annan tíma og koma rafmagni til höfuðborgarinnar með því nota til þess afgangsrafmagn sem verður til í vegna Kárahnjúkavirkjunar, á meðan spennarnir við Sultatangavirkjun eru óvirkir.
mbl.is Rafmagnslaust í hluta Reykjavíkur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nema hvað???

Þessir einstaklingar fylgdu ekki leikreglum um að halda sig utan vinnusvæðis.  Þetta er ekkert öðruvísi en að halda sig á réttum hraða í umferðinni.  Séu hraðamörk ekki virt, má búast við sekt.  Þetta er eins, - svo einfalt er það!!
mbl.is Sektuð fyrir að hlýða ekki lögreglu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband