Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

Þurfum við ríkistjórn á meðan við höfum Davíð??

Davíð Oddson kom okkur inn á lista hinna viljugu þjóða í skjóli myrkurs, eins og frægt er orðið.  Halldór Ásgrímsson var meðreiðarsveinn hans í þeim gjörningi.  Ekki hefur verið upplýst hvort kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi haft vitneskju um þetta fyrr en eftir á.

Davíð Oddson kaupir Glitni með gjaldeyrisforða Íslendinga í skjóli myrkurs.  Geir Haarde var meðreiðarsveinn hans í þeim gjörningi.  Ekki hefur verið upplýst hvort kjörnir fulltrúar þjóðarinnar hafi haft vitneskju um þetta fyrr en eftir á.

Björgvin G Sigurðsson neitar því að það sé verið að vinna að sameingingu Landsbanka og Glitnis. 

Er það nú alvag víst? 

Er hann búinn að spyrja Davíð Oddsson??

 

 


mbl.is Opnað fyrir viðskipti með hlutabréf Glitnis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er Útvegsbankinn að koma til baka?

Er ekki tækifæri fyrir vélastjórana hjá Byr, að kaupa afganginn af Glitnis-hræinu og byggja upp nýjan Útvegsbanka í samvinnu við ríkisrekna sjálfstæðisflokkinn?

Eru hlutirnir þá ekki komnir í hring??


Hvar er Hannes Hólmsteinn núna???

Það kemur vel á vonda að þurfa núna að breyta einkareknum banka í ríkisbanka.  Notaleg tilfinning að það skuli vera forusta sjálfstæðisflokksins sem stendur í þessu.  Núverandi seðlabankastjóri, einn að Guðfeðrum einkavæðingar bankanna, fer þar fyrir hópnun núna til að ríkisvæða.  Geta hlutirnir orðið meira andhverfir?? 

Hvar er Hannes Hólmsteinn Gissurason núna og fróðlegt væri að hann kæmi fram á sviðið og segði okkur hvað væri til ráða.  Fram að þessu hefur þjóðin þurft að þyggja ráðin hans, - án þess að hafa snefil af áhuga á því. 
mbl.is Ríkið eignast 75% í Glitni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

200 millur vegna eftirvinnu???

Á hvaða kaupi eru þessir bankamenn núna, þegar þeir sitja næturlangt til að bjarga brókum sínum??. 

Hér einkavina-græðgis-væðingin komin í sinni nöprustu mynd.  Strákarnir, sem voru að "meikaða" í góðærinu, eru ekki krónu virði þegar harnar á dalnum. 

Væri ekki rétt af þessum drengjum að fara skila inn í bankana, því sem þeir fengu þar "lánað" á meðan á góðærinu stóð ????


mbl.is Bankamenn funduðu í alla nótt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bírókratasvarið er ávallt: "Ég held......"!!!

Alveg týpiskt fyrir bírókratana að halda, telja, hugsanlega, ef til vill og svo framvegis.   Þeir ráða eingu og því skilur maður ekki hvers vegna er verið að eyða tíma og fyrirhöfn að tala við lúðana og fá svona lopasvör.

"Ágúst Ólafur Ágústsson, og Illugi Gunnarsson, formenn Evrópunefndarinnar, segja að íslenska nefndin hafi fengið alveg skýr svör um að Almunia teldi að breyta þyrfti lögum ESB til að Íslendingar gætu tekið upp evru án inngöngu og að fyrir því væri ekki pólitískur vilji."

Samningaumræður ganga út á það að gera samning, ekki taka því sem að manni er rétt möglunarlaust.  Pólitískur vilji er allt sem til þarf, - beggja megin við borðið

Samningur um inngöngu getur einnig innihaldið uppsagnarákvæði.  Annað er ekki samningur, - það er kaþólskt brúðkaup.
mbl.is Útilokað að taka upp evru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Sportbátur í vanskilum...?!?

Skuldar hann skatta eða meðlag??  Er hann kominn á vanskilaskrá bankanna???  Crying
mbl.is Sportbátur í óskilum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gud'ske'lov....

....Halo
mbl.is Árni sækist ekki eftir forstjórastarfi Landsvirkjunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Rottur éta gat á sæstrenginn....

...upp á harða landi í Skotlandi og verktakar urga sundur ljósleiðarann á Íslandi.  Er engin leið að komast fyrir þessa óværu??? 
mbl.is Ljósleiðari slitnaði milli Búðardals og Blöndóss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvað er hagkvæmt að reka....

....margar verslanir með timbur og verkfæri á svæði þar sem offramboð er á húsnæði og samdráttur í þeim geira??? 

Er ekki nú þegar nægjanlegt framboð á skrúfum og "tilbehör" í Reykjavík??



 

 


mbl.is 1.250 sækja um 150 störf hjá Bauhaus
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þurfa ekki ráðherrar......

....að fá endurhæfingu einnig t.d. hvernig fé skattborgaranna skuli varið og vera ekki á endalausu spani um allan heim??  Ferðum , sem engum tilgangi þjónar á meðan allt er að fara í kalda kol hér heima.

Er ráðherra Ingibjörg Sólrún ekki að stinga höfðinu í sandinn, með því að bera á móti því að vandamál eru komin upp fjármálageiranum um allan heim?? 

Varð frúin ekkert vör við kreppuna í sínum óteljandi ferðum í útlöndum??
mbl.is Áhættufíklar sendir í meðferð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband