Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008

Unplugged in the Park?

Gaman að vera með tónleika og mótmæla raforku- og álframleiðslu, innmúruð í sviði úr áli og drekkandi öl úr áldósum og taka raforku úr kerfi sem þeir eru sífellt að mótmæla að vaxi og dafni.

Ragnar Reykás hvað??

 


mbl.is 30 þúsund manns á tónleikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gott að þetta tókst svona vel.

Hvernig væri að endurtaka leikinn og útfæra þetta til þess að skapa störf á landsbyggðinni, t.d. í ferðaþjónustunni. 

Verkefnið gæti heitið "Óður til þeirra, sem vilja verja menningu landsbyggðarinnar". 


mbl.is Óður til náttúrunnar í Laugardal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Mikið af rusli einkum áldósir lá eftir......

.....í brekkunum fyrir ofan Þvottalaugarnar."  Þetta er úr frétt Visis af tónleikahaldi til verndar náttúrunni. 

Þetta er því miður landlægur fjandi, að ekki er hægt að koma frá sér rusli í til þess gerð ílát.  Enn nöturlegra er þetta þó í því samhengi, að það er verið að mótmæla byggingu orkuvera, sem framleiða orku í stóriðjuver og flest orkuverin eiga það sameinginlegt að selja orkuna í  - álver.

Að bíða eftir IcelandExpress.

Búinn að vera í fríi undanfarna viku í Finnlandi.  Fyrst á norrænu vinabæjarmóti í Äänekoski og Suolati og síðan í fríi hjá systur minni Völlu í Barösund.  Nú er ég á leiðinni heim. 

Vekjaraklukkan hringdi klukkan 04:00 og þá var mál að fara á fætur.  Níutíu mínútna ferð var fyrir höndum frá Barösund og að Vanta-flugvelli.  Þegar þangað var komið var tilkynnt um 30 mín seinkum hjá Blue1 frá Helsingfors til Kaupmannahafnar, en það kom ekki að sök vegna þess að IcelandExpress var hvort eð er búið að klúðra fyrir mér deginum, með því að fella niður flugið sem átti að vera kl 13:00 frá Kaupmannahöfn beint til Egilsstaða. 

Nú þurfti ég að bíða til 21:20 og fara frá Kaupmannahöfn til Keflavíkur og gista eina nótt í Reykjavík.  Tíminn sem IcelandExpress skaffað mér hér í Kaupmannahöfn var nýttur til að skrifa nokkrar færslur upp úr dagbókinni í húsbílnum mínum IngMaren, sem ég á með systrum mínum og mágum í Finnlandi. 

Þær færslur eru á www.123.is/konzo.

Krafan um þjóðaratkvæðagreiðslu

Reykvíkingar vilja þóðaratkvæðagreiðslu um náttúru Íslands og flest þau atvinnutækifæri sem bjóðast landsbyggðinni.  Atvinnutækifæri sem henta vel utan borgarmúrinna og auk heldur falla vel að  þeirri vinnu við að freista þess að draga úr fólksflótta frá hinum dreifðu byggðum.  Þeir sömu meiga hins vegar ekki heyra það nefnt að efnt verði til þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort Reykjavíkurflugvöllur eigi að vera eða víkja.  

Er þetta ekki Ragnars Reykás-syndrome??

Mörgum borgarbúanum virðist erfitt að átta sig á því að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna, ekki þeirra einna sem þar búa.  Það fylgir vandi vegsemd hverri.  Það er ekki eingöngu hægt að vera þyggjendur eins og Reykjavík hefur verið í áranna rás og verið rekin að stórum hluta með styrkjum frá landsbyggðinni.  Allar helstu stofnanir eru þar, stofnanir sem allir landsmenn tóku þátt í að stofna til og taka þátt í reka fram á þennan dag.  Nægir í því sambandi að nefna stjórnsýlu Íslands, menntastofnanir og sjúkrahús. 

Er ekki sanngjarnt að það sé þjóðaratkvæðagreiðsla, þegar kjörnir eru fulltrúar í borgarstjórn Reykjavíkur, - höfuðborg allra landsmanna?? 


Eins gott að VG frétti ekki af þessu.....

....þeir eru á móti öllum nýbúum.  Cool
mbl.is Ísbjörn við Þverárfjall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Gefast upp......?!?!

......það er á mörkunum að geta sagt að þeir hafi nokkuð byrjað.  Valinn var arfavitlaus tími fyrir sumarið 2008, þeir fækkuðu um eina ferð frá því í fyrra og markaðssetningin í molum og síðasta auglýsing þeirra, sem birtist á forsíðu í maí var þar að auki vitlaus. 

Þeri voru tveim árum of seinir að taka við sér, áttu alla möguleika að byggja þetta flug upp samhliða virkjunar og álversframkvæmdum.  Það tímabil var vikulegt flug til Kaupmannahafnar og fluttir 18000 farþegar milli Egilsstaða og erlendra flugvalla, mest til Kaupmannahafnar. 

Forstjórinn segir svo í viðtali við Vísi að þeir séu fljótir að bregðast við.  Það eina sem þeir eru sérstaklega fljótir við í að bregðast við, - er að leggja skottið mill fóta og læðast burt. 

Þetta er skólabókadæmi um mislukkaða markaðssetningu.


mbl.is Iceland Express gefst upp á Egilsstöðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband