Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008

Greiðslur til bænda??

Eru bændur að borga meira til Sláturfélags Suðurlands fyrir afurðir, eða á þetta að vera að bændur fái hærra verð fyrir afuðir sínar til sláturfélagsins???

Ekki er ljóst af fréttinni hvort er.

 


mbl.is Verð á nautgripakjöti til bænda hækkar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Enn einn gleðidagurinn.

Það er full ástæða að gleðjast yfir þessum áfanga og óska öllum hluteigandi til hamingju.  Mikil eftirvænting ríkti daginn á Reyðarfirð, þegar fyrsta skóflustungan var tekin.

Frá þeim degi hafa Austfirðingar mátt þola óvægna umræðu fólks, sem hafa haft allt á hornum sér hvað varðar þetta fyrirtæki og ekki síður verk Landsvirkjunar við Kárahnjúka.  Það verkefni er verkfræðilegt afrek og á eftir að verða mikið aðdráttarafl fyrir venjulega ferðamenn jafnt og þá sem hafa sérstakan áhuga á tæknilegum framförum mannsins og afrekum á ýmsum sviðum.

Enn og aftur til hamingju með áfangann ! 


mbl.is Fullvinnsla áls hafin hjá Alcoa Fjarðaáli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Hvatt til að eggið fari að kenna hænunni.

Hvernig væri að rústunum borgarstjórnarflokks sjáfstæðismanna í Reykjavík, verði safnað saman og reynt að hrófla upp, þó ekki væri nema fokheldum flokks-kofa úr brakinu?

".....að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna taki skýra málefnalega forystu og leiði veikleika andstæðinga sinna í ljós."

Jahérnahér, - Björn Bjarnason er bara með gamanmál á heimasíðunni sinni. 

 

 


mbl.is Niðurstaðan ekki eins skýr og ætla hefði mátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Villarexia nervosa.

Einkenni sjúkdómsins er:
 Minnistap, sem maður veldur sjálfur með því að sniðganga minnismiða sem maður skrifar sjálfur og/eða aðrir færa manni.
 Mikil hræðsla við að missa völd og tapa vinsældum.
 Sterk þráhyggj- og áráttueinkenni.
 Árátta í að halda einhverju fram, þó allir viti að það sé ekki sannleikanum samkvæmt.
 Að sniðganga leikreglur og fara alls ekki eftir eigin ráðleggingum til annara, um að segja af sér embætti.
 Ásókn í óhæfilega litla sjórnmálaflokka til meirhlutamyndunar, sama hvað það kostar.

Hvers vegna fá menn Villarexia nervosa?
Ekki er nákvæmleg vitað hvað orsakar Villarexia nervosa. Margt virðist hafa þar áhrif og þetta er þó mest tengt íslenskum pólitíkusum og bundið við framapot þeirra.

Hvernig er að vera með Villarexia nervosa?
 Maður fær völd og áhrif á heilann og alltaf er verið að bollaleggja hve lítið megi útaf bera til að verða áhrifalaus.
 Sífelldur ótti um svik samflokksmanna sinna.
 Maður einangrar sig frá samstarfsmönnum og samþykkir hvað sem er, - án samráðs við þá.
 Magaverkir og hægðartregða gera vart við sig.

Hvað er til ráða?
 Segðu einhverjum vini frá líðan þinni, - ef þú átt einhvern.
 Gerðu eitthvað skapandi, opnaðu t.d. munnin - án þess að ljúga.
 Ekki einangra þig í flokkherberginu og sittu sem fastast, - þó allir hinir gangi út.
 Hafðu samband við aðra sem hafa sama sjúkdóm, - ef þú finnur einhvern slíkan.
 Fylgdu eingum ráðum um að segja af þér embætti, - hunsaðu það ákveðið.

Ef þessi ráð dugar ekki til að ná aftur borgarstjórastólnum, þá er enn laus stóll Sveitastjórans á Borgarfirði-Eystra.


Kárahnjúkar björguðu sunnlendingum.

Ef Kárahnjúkavirkjun hefði ekki verið komin í gagnið þegar bilun varð í spennivirki Sultartangavirkjunar, hefði orðið viðvarandi leiðindi á raforkukerfi landsmanna með tilheyrandi leiðindum sem fylgir skömmtun á rafmagni.

Það má því segja að Kárahnjúkavirkjun hafi bjargað sunnlendingu frá leiðindum vegna þessarar bilunar, þar er mesta þörfin fyrir rafmagn.

Fátt er svo með öllu illt að...........Grin.

Svo í lokin legg ég til að flugvöllurinn verði áfram í Vatnsmýrinni og Egilsstaðaflugvöllur verði lengdur í 2700 metra.

 

 


mbl.is Sultartangavirkjun framleiðir rafmagn á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýtt áklæði í borgarstjórastólinn...

...er enn ekki valið hjá Sjálfstæðisflokknum fyrir árið 2009.  Áfram heldur vandræðagangurinn og eftir smá "framhjáhald" gagnvart Vilhjálmi ætla gerendirnir að vera góðir við sinn húsbónda, a.m.k. um sinn. 

Það vantaði bara í sameiginlega stuðningsyfirlýsingu, að "gönguhópurinn" lofi að gera það ekki aftur, þ.e. að fara ekki aftur til Geirs Haarde og klaga Vilhjálm. 
mbl.is Ákvörðun síðar um borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Jarðgöng milli Héraðs og Vopnafjarðar!

Nú hafa göngin milli Reyðar- og Fáskrúðsfjarðar sannað ágæti sitt og það hafa göngin undir Almannaskarð einnig gert. Það er því tímabært að fara fara að vinna að fullum þunga við undirbúning að jarðgöngum til Vopnafjarðar og hefja framkvæmdir eins fljótt og við verður komið.

Svæðið, sem nyti góðs af þessari framkvæmd, nær a.m.k til Þórshafnar og er mjög brýnt að fara í þetta verkefni til að rjúfa vetrareinangrun Þórshafnar, Bakkafjarðar og Vopnafjarðar. Það kann að vera að einhver önnur göng hér eystra hafi örlítið betri arðsemi, en á það ber að líta, að ítrekað hefur verið ályktað um þessa framkvæmd m.a. hjá SSA, um að rjúfa vetrareinangrun norðan Smjörvatnsheiðar.

Íbúar á þessu svæði er í ríkara mæli að uppgötva kostina við að sækja aðföng og þjónustu á Mið-Austurland, eftir talsverðar endurbætur á veginum frá Vopnafirði til Þórshafnar og yfir Hellisheiðina, sem áttu sér stað fyrir nokkrum árum. Það er landfræðilega styttra frá Þórshöfn til Egilsstaða en frá Þórshöfn til Akureyrar, bæði hvað varðar beina loftlínu og eftir vegakerfinu.

Samkvæmt gögnum Vegagerðarinnar eru 163 km frá Þórshöfn til Egilsstaða (Hellisheiði, Sandvíkurheiði) á meðan það eru 231 km frá Þórshöfn til Akureyrar miðað við að fara Vaðlaheiðina, Tjörnesið og Öxarfjarðaheiði. Þar munar 68 km aðra leiðina. Einhverjar styttingar eru mögulegar, en það gildir einnig um leiðina til Egilsstaða. Loftlínan frá Þórshöfn til Akureyrar er um 139 km á meðan hún er um 112 km til Egilsstða. Hér munar um 27 km aðra leiðina. Það er þar með ljóst, að þetta svæði hefur meiri samleið með Mið-Austurlandi, en Akureyri.
 
 


Það er fleira en hávaðinn sem hækkar blóðþrýstinginn…….

…….umræðan um flugvöllinn í Vatnsmýrinni gerir það einnig og þegar eitthvað er gert utan borgarmúranna eins og t.d. þegar virkjað við Kárahnjúka og álver byggt á Reyðarfirði, þá fer þrýstingurinn á krítískt stig. 

Hugsunin ein um að byggja álver við Bakka á Húsavík hækkar þrýstinginn svo um munar, svo ekki sé minnst á þau ósköp að láta sér detta í hug að reisa heila olíuhreinsistöð fyrir vestan.  Úllallalla!!

Ja, það má nú segja - margt er mannana bölið.

mbl.is Hækkaður blóðþrýstingur í nábýli við flugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Of eða van.

Það er erfitt að átta sig á stjórnendum og íbúum stór-Reykjavíkursvæðisins. 

Í Reykjavík vilja menn leggja af flugvöllinn í Vatnsmýrinni til að byggja á og þétta byggð, en geta svo ekki með nokkru móti áttað sig á mikilvægi þess að auka nýtingu á húsnæði við Laugaveginn.  Þar vill sami hópurinn friða löngu úrelt og ónýt hús. 

Er ekki kominn tími til að sameina öll sveitarfélögin á stór-Reykjavíkursvæðinu og reyna að fara vinna heildstætt í skipulagsmálum, öllum til hagsbóta.  Koma þessu smá-kongaveldi fyrir kattarnef og koma Vatnsmýrinn í upprunalegt horf, - ef flugvöllurinn á að víkja.

mbl.is Smáratorg rifið og háhýsi byggt í staðinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er ekki tími kominn til að sameinast.

Mikil umræða hefur átt sér stað um sameiningar á Íslandi á undanförnum árum og talsvert áunnist í þeim málum á landsbyggðinni. 

Það er því merkilegt að fylgjast með sveitarfélögum á stór-Reykjavíkursvæðinu, þar sem bæjarmörkin eru ár frá ári að verða óljósari, að engin sameining sé þar á döfinni.  Hvert sveitarfélag er að hanna og útfæra sinn bæ og koma upp miðbæ til að laða til sín fólk. 

Talsverðir erfiðleikar eru á skipulagi og samþættingu milli sveitarfélaga, þar sem hlutirnir þurfa að fara fyrir margar nefndir hjá mörgum sveitarfélögum áður en þeir ná fram að ganga. 

Hvenær ætla menn að láta af þessum smáborgarahætti og sameina stór-Reykjavíkursvæðið í eitt, þannig að hlutirnir geti farið að ganga eðlilega fyrir sig??

mbl.is Gunnar Birgisson: „Höldum okkar striki"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband