Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2008

Mildur vetur á Egilsstöðum.

Á Egilsstöðum (Fljótsdalshéraði) hefur vetur konungur faið mildum höndum um íbúa sveitarfélagsins og teljandi á fingrum annarar handar leiðindi af hans völdum.  Það sem vekur einna helst athygli nú, hve snjólett er í seinni tíð og minna frost.  Venjan er þó að vetur gangi ekki endanlega í garð fyrr en á Góu, svo ekki er öll nótt úti um alvöru vetrarveður enn sem komið er.
mbl.is Kuldatíð framundan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Náttúruvaktin Efstaleiti, - upprifjun.

Það er ótrúlegt hvað orðið “hlutleysi” á fréttastofu RÚV hefur á síðustu árum fengið nýja og sérkennilega merkingu. Þegar verið er að fjalla um skýrslur Landsvirkjunar, kannanir og/eða fréttir af jákvæðum toga, þá þurfti gjarnan að fá einhvern úr “hinu liðinu” til að “kommentera”. Þegar hins vegar var verið að hnjóða í Landsvirkjun, Kárahnjúka eða álverið fyrir austan, var hægt að fjalla um um það “hlutlaust” án þess að “óvinurinn” komi þar nærri.

Sjónvarpið var sama merkinu brennt. Þannig komu fyrir í Kastljósinu “tvær úr Tungunum”, þær Björk Guðmundsdóttir söngkona og Margrét Vilhjálmsdóttir leikkona. Þær fengu að leika lausum hala án þess að þáttarstjórnandinn gagnrýndi þær á nokkurn hátt eða gerði nokkra tilraun til að slá á vitsmunaflæðið úr þessum mannvitsbrekkum, sem vissu allt um virkjanir, álver og nátturuvernd. Þær voru einnig með það alveg á hreinu, hvað þjóðinni fannst þetta verkefni. Því til sönnunar nefndu þær tónleika sem þá voru nýafstanir og allan þann fjölda sem mætti til að mótmæla. Mér er til efs, að sami fjöldinn hefði mætt ef Hjörleifur Guttormsson hefði verið með fróðlegt erindi og skuggamyndasýningu um sama málefni.

Sama var upp á teningunum þegar aðrar tvær, Þuríður Einarsdóttir og Sigríður Þorgeirsdóttir í síðdegisþætti í RÚV, skautuðu yfir sviðið gagnrýnislaust og voru “fulltrúar þjóðarinnar” að eigin sögn, gegn því að sökkva “öllu hálendinu”.

Þegar könnun var gerð af Gallup um téðar framkvæmdir, var fyrsta verk fréttastofu RUV að fá “komment” frá Árna Finnsyni, vegna þess að þessi könnun var óþarflega jákvæð í garð virkjunar og álvers fyrir austan. Það var mat Árna, að spurningin hefði ekki verið rétt fram sett.

Steininn tók úr þegar enn einu sinni var tekið til við að fjalla um “eitthvað annað” og að ríkið ætti að leggja í það þessar tvö hundruð milljarða sem fóru í verkefnið fyrir austan skv. viðtali við Ágúst Guðmundsson, (prímus mótor í Bakkavor) í Kastljósinu kvöldinu áður. Hann fjallaði einnig um ferðaþjónustuna, sem eitthvað sem hægt væri að gera í staðinn. Þrennt er athyglivert.

Í fyrsta lagi.  Ríkið lagði til, að um eitt hundrað milljörðum skildi varið í virkjunarframkvæmdirnar við Kárahnjúka í gegnum fyrirtæki sitt (okkar) sem heitir Landsvirkjun.  Landsvirkjun ber ábyrgð á verkefninu, ríkið lagði ekki til tvö hundruð milljarða, eins og fréttastofa RÚV lapti upp úr Kastljósþættinum, þó bakábyrgðin upp á eitt hundrað milljónir sé eigenda. Þeir fjármunir voru ekki til, þeir voru að stærstum hluta teknir að láni og voru ekki til ráðstöfunar til annara verkefna. Eitt hundrað milljarðar koma erlendis frá til að byggja álver, - þeir komu frá Alcoa, ef það hefur farið fram hjá einhverjum á fréttastofu RÚV.

Í öðru lagi, fréttastofa RÚV las fréttina um Ágúst í um það bil sólahring, athugasemdalaust og þrátt fyrir mótmæli forstjóra Landsvirkjunar og áttu auk heldur að vita betur eftir sí endurtekna umfjöllun um málið.  Engri leiðréttingu var útvarpað frá fréttastofunni, einungis hætt skyndilega að tyggja þessa “frétt”.

Í þriðja lagi er ekki vitað til þess að ferðaþjónustan flái feitan gölt.  Nokkur slík fyrirtæki eru í  góðum málum og er það hið besta mál. Eitt þeirra er rekið við gaflinn á virkjun og nýtir sér “umhverfisslys” sér til framdráttar, en það er Bláa lónið.  Hollt væri fréttastofunni einnig að kanna hvort að Byggðastofnun sé ennþá stærsti “hótelkeðjueigandinn”, þar sem stofnunin hefur fram að þessu þurft að leysa til sín fjöldan allan af hótel- og gistirými.

Byggðastofnun situr auk heldur uppi með ýmsar fjáfestingar, hverjar hún hefur lánað í, fólki sem fullt af bjartsýni tóku áskorun um tækifæri í ferðaþjónustu. Byggðastofnun hefur stórtapað á slíkum verkefnum og hefur síðan þurft að leysa mörg hver til sín. Ótaldar eru þá allar þær vinnustundir þeirra er lánin tóku, og þeir gríðarlegu fjármunir sem fóru í súginn hjá því góða fólki.

Því miður gengur þessi fréttamennska og þáttargerð í þorra fólks, og ef bullað er nægjanlega oft um sama hlutinn, endar með því að lýðurinn trúir, sama hvað bullið er fjarri raunveruleikanum. Það var a.m.k. skoðun Joseph Goebbels.  Nú virðist sama fréttamennskan vera í uppsiglingu varðandi olíuhreinsistöð fyrir vestan.

Sé hins vegar metnaður hjá RÚV til að laga þetta, væri rétt að hafa námskeið með útvarfpsfólki og brýna fyrir því hætta að lita fréttir og aðra umjöllun sínum prívat sterku litum. Þeir sem ekki ráða við að skilja milli eigin trúarbragða og raunveruleikans, - fái pokann sinn.


Flugvöllur á Hólmsheiðinni.....

.......eða í Vatnsmýrinni.  Er það málið sem allt snýst um?
mbl.is 5.930 skrifuðu undir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugvöllur á Hólmsheiði.

Löng og þreytandi umræða hefur verið um Reykjavíkurflugvöll og sýnist þar sitt hverjum. Viglínan virðist liggja milli landsbyggðarfólksins og þeirra sem búa hvað næst 101 Reykjavík og vilja lifa og hrærast í frið og ró í sínum vernduðu kaffihúsum. Mörgum Reykvíkingi, sem tjáir sig á síðum blaða, hugnast það best að leggja af flugbrautir í Vatnsmýrinni og byggja nýjar á Hólmsheiði.

Til þess að eitthvað vit sé í þessari útfærslu, er það hér með lagt til að á Hólmsheiði verði nú þegar ráðist í að hanna og í framhaldi af því, að leggja þar 1200 x 25m flugbraut auk flughlaðs, sem væru malbikuð. Einnig er lagt til að byggja aðstöðu fyrir starfsmenn auk skemmu fyrir tæki og búnað. Kaupa þarf öflugt tæki til að skafa brautir, sóp, sanddreyfara, búnað til að afísa braut og bremsumælingarbifreið. Þessi braut yrði opin 24 tíma á sólahring til þess að marktækar niðurstöður fengjust um ágæti þess að byggja þarna varanlegt mannvirki eður ei.

Veðurathugun verði þar gerð á klukkustunda fresti allan sólahringinn og fjórir menn gangi þær. Aðrir fjórir gangi vaktir til að hreinsa braut og bremsumæla. Þetta er gert til að fá marktækar niðurstöður um vinda, skyggni, veður, skýjafar, ísingu á brautum og snjóalög á svæðinu. Að þrem árum liðnum og að fengnum niðurstöðum af þessu verkefni, yrði síðan tekin ákvörðun um framhaldið.

Það er lítil glóra í að fara að byggja allt innanlandsflug á getgátum um svæði og leggja stórar upphæðir í flugvöll, ef aðstæður til flugs eru ekki fullnægjandi. Það er því nauðsynlegt að nálgast svæðið á þennan hátt. Vegna ríks ávinnings Reykjavíkurborgar af þessu verkefni, er lagt til að borgarsjóður standi straum af kostnaði við þessa framkvæmd. Kostnaður við þetta verkefni er ekki nema hálfur annar milljarður fyrir utan launakostnað. Til að gæta hlutleysis sjái erlend flugmálayfirvöld, t.d. í Noregi um framkvæmdina í samvinnu við þarlenda veðurstofu.

Á meðan á þessu tilraunaverkefni stæði, væri þessi flugbraut til afnota fyrir einka- og kennsluflug og eftir atvikum annað atvinnuflug þegar Reykjavíkurflugvöllur er lokaður. Við flugvöllin væri auk þess byggt flugskýli svo hægt væri að hýsa ört stækkandi flugflot Reykvíkinga og gæti flugvöllurinn og húsnæði nýst til frambúðar fyrir einkaflugmenn og aðra þá sem vilja nýta þessa aðstöðu, - gegn sanngjörnu gjaldi.

www.guð.alnet

Hver á netið? 

Hver á Guð? 

Þegar þú ferð inn á netið þarf tölvu og tengingu inn á server. 

Þegar þú vilt hafa samband við Guð ferðu með bæn í kirkju. 

Netið er ósýnilegt, sem enginn hefur séð.

Guð er ósýnilegur, sem enginn hefur séð. 

Margir græða á netinu, vegna þess að einhverjir hafa tíma til að vafra um netið, leita svara og láta féfletta sig á einn eða annan hátt. 

Margir græða á trúarbrögðunum, vegna þess að einhverjir hafa tíma til að vafra um, leita svara og öldum saman hafa menn, í nafni trúarinnar, prettað saklaust fólk.

Á netinu er samsafn mikilla upplýsinga, sem erfitt er að vinna úr.

Trúarbrögðin eru samsafn mikilla upplýsinga, sem erfitt er að vinna úr.   

Netið er viðskiptatækifæri. 

Trúarbrögðin eru það líka. 

Þegar þú ert á netinu og leggur inn fyrirspurn og ýtir á "enter", færðu svar um hæl.

Þegar þú ferð með bæn og leggur inn hjá almættinu fyrirspurn og segir "amen", færð þú í besta falli loðið svar, - löngu síðar.

Það er raun eini munurinn.


64°norður 0°vestur....

.....er táknrænn staður til hinstu hvílu skáksnillingsins Bobby Fisher, sem dó 64 ára.  Árin jafn mörg og reitirnir á skákborðinu.  0°vestur, vegna þess að hann var útskúfaður og vildi ekkert um land sitt í vita vestri. 

Staðurinn er norð-norð-austur af Færeyjum.

Heppilegasta formið er líkbrennsla og krukkan (kóngurinn á taflborðinu) úr skýra gulli.  Skáksamband Íslands hafi veg og vanda að koma líkamsleifunum á staðinn. 

Getur þessi staður verið meira táknrænt fyrir kappann??

 


mbl.is Grafreiturinn fái að hvíla í friði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kárahnjúkar skaffa vel.....

.....er yfirskrift fréttar á www.visir.is í kvöld.  Þessu er ítrekað búið að halda fram, en jafnharðan hafa sprottið fram einstaklingar, sem hafa haldið á lofti því gagnstæða.
 
"Arðsemi virkjunarinnar er nú metin 13,5 prósent, sem þýðir yfir fjögurra milljarða króna hagnað á ári.  Friðrik Sophusson, forstjóri Landsvirkjunar, skýrði frá þessu í þættinum Mannamál, sem sýndur var á Stöð 2 í kvöld."

Hvar eru hrakspámennirnir núna og hvaða forsendur höfðu þeir fyrir sínum málflutningi.  Mig grunar að skammt verði þess að bíða, að komnar verði á flot "skotheldar" samsæriskenningar um tilbúna tölur að hálfu forstjóra Landsvirkjunar.  Það eru allltaf einhverjir sem átta sig ekki á því hvenær stríðinu er lokið.


Það er engin þörf á Sundabraut......

....á meðan fullt af verkefnum bíða á landsbyggðinni.  Reykvíkingar þurfa bara að hafa gjaldfrjálsan strætó og skipuleggja tímann sinn betur svo allir séu ekki á ferðinni á sama tíma. 

Smá skipulag á hlutunum og þá reddast öll umferðin í borginni.

Ráða svo nokkra vaska menn hjá brorgarskipulagi, sem kunna að teikna gatnamót.
mbl.is Vill ekki tjá sig um Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stórlega ýkt þörfin á Sundabraut.

 

Þörf á samgöngubótum í Reykjavík er stórlega ýktar, eingöngu þarf að leggjast í skipulag á vinnutíma borgarbúa, svo menn séu ekki allir á ferðinni á sama tíma.

Reykjavík er að verða eins og gamalt úrelt fjós, þar sem mjaltir voru hjá öllum beljunum á sama tíma, - tvisvar á sólahring.

Heppilegustu samgöngubætur er gjaldfrjáls strætó og það minnkar einnig mengunina í Reykjavík, sem er í sögulegu hámarki nú um stundir.  Þetta ætti að vera sumum meira kappsmál, en að hafa stöðugar áhyggjur af því sem er að gerast utan þeirra eigin bæjarmarka. 

Það væri nær að nýta það fjármagn, sem á að fara í Sundabrautarævintýrið, til þess að gera miðlæg jarðgöng á Austurlandi og stórbæta vegakerfið á Vestfjörðum.  Vegagerð í þessum fjórðungum hefur lengi setið á hakanum. 

Þetta er kjörið verkefni til að brúa bilið vegna skerðingar á veiðiheimildum. 

  • Góðar samgöngur, betra mannlíf
  • Aukin vinna á meðan á framkvæmdum stendur
  • Leiðir til betri nýtingar á sameiginlegri þjónustu og verslun 
  • Leiðir til betri nýtingar á heilsugæslustöðvum 
  • Leiðir til betri nýtingar á skólum og barnaheimilum

 


Björgunarþyrlur í Egilsstaði strax.

Læknar hafa enn og aftur hvatt til þess að þyrlur verði staðsettar á landsbyggðinni og ekki er hægt að vera meira sammála þeim samþykktum.  Þeir eru hins vegar fastir í að staðsetja fyrstu þyrluna á Akureyri, sem er illskiljanlegt. 

Björgunarþyrlur eru og verða alltaf staðsettar í næsta nágrenni við Reykjavík og með þyrlu staðsetta á Egilsstaðaflugvelli, verður til stærra svæði svæði sem hægt er að “dekka” með þyrlum á svæðinu suð-austur af landinu, en að staðsetja þær á Akureyri.  Á því svæði eru einnig helstu siglingaleiðir fraktskipa og megnið af flugleiðum til og frá Íslandi liggja um það svæði einnig.  Nörræna siglir þessa leið og þetta er það svæði sem flest skemmtiferðaskip eiga leið um ár hvert.

Ég bendi enn og aftur á það, að um Egilsstaðaflugvöll er mikil flugumferð og í ljósi atburða þegar Fokker flugvél Flugfélagsins varð að lenda þar með annan hreyfilinn dauðan, þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að sjá að þá má á ekki mikið út af bera  til þess að flugvöllurinn lokist. 

Ef flugvél brotlendir á flugvellinum þá er líklegast að vellinum verði lokað og þar með er ekki hægt að lenda venjulegum flugvélum á vellinum til  ná í sjúklinga.  Þyrlur geta þrátt fyrir það athafnað sig á svæðinu. 

Næsta aðgerðasjúkrahús er á Norðfirði og það tekur þyrlu um 15 mínútur að fara þangað með slasaða  en um klukkustund tekur að fara þessa leið í sjúkrabíl.  Þar er einnig flugvöllur til að ná í sjúklinga, ef flytja þarf þá annað, t.d. til Reykjavíkur. 

Þyrlur eru fyrst og fremst heppilegar til björgunarstarfa við erfiðar aðstæður og geta nýst ágætlega til flutninga á sjúklingum um styttri veg.

Verði óhapp á Akureyrarflugvelli, er einungis um fimm mínútna akstur á mun betra og fullkomnara sjúkrahús en hægt er að státa af, - í öllum austurlandsfjórungi.

Þarf að rökstyðja þetta frekar?


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband