Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2007

Er Tollstjórinn í Reykjavík að brjóta landslög?

AIP-ICELAND er handbók flugmanna, með aðflugskortum flugvalla, upplýsingum um þá og reglur sem gilda í Íslenskri lofthelgi. Nýlega var sett í lög að eingöngu fjórir íslenskir flugvellir skyldu bera það sæmdarheiti að vera alþjóðlegir flugvellir í millilandaflugi. Þetta þýðir með öðrum orðum að ekki er heimilt að fljúga til og frá landinu frá öðrum flugvöllum, nema með sérstakri undanþágu.  

Þetta hefur meðal annars það í för með sér að sumir flugmenn minni véla þurfa að leggja lykkju á leið sína til (eða frá) Evrópu og fara um Egilsstaðaflugvöll í stað þess að nýta sér Hornafjarðarflugvöll, sem er þó nær flugleið þeirra. Flestir flugmanna áforma millilendingu í Reykjavík, á leið sinni milli heimsálfa og eru margir hverjir að ferja flugvélar til nýrra eigenda.  


Þessar vélar þarf að tollafgreiða og utan skrifstofutíma tekur Sýslumaðurinn á Seyðisfirði fyrir afgreiðslu eins hreyfils vélar í ferjuflugi á Egilsstaðaflugvelli (23. ágúst sl.) 13.980.-IKR. Sambærilegar tölur fyrir Reykjavík eru 2.000.-IKR en á Akureyri og í Keflavík er rukkað inn 3.900.-IKR.

  • Hvað veldur þessum gríðarlega mun?
  • Er Sýslumaðurinn á Seyðisfirði að fara að lögum eða eru hin embættin að gefa afslátt?
  • Hvar í lögum er getið um slíkan afslátt?
Þetta er fáheyrð mismunun sem á sér stað hjá embætti Tollstjórans í Reykjavík og það er ljóst að á þeim bæ eru einhverjir ekki að vinna vinnuna sína. Öll sýslumannsembættin vinna eftir sömu tollalögunum og reglugerðum, því er þessi meðhöndlun meira en lítið torskilin, svo ekki sé fastar að orði kveðið. Það er útilokað þessi mál eigi vera með þessum hætti, því varla eru Sýslumannsembættin undir hælnum á Samkeppniseftirlitinu um að eiga það yfir höfði sér að verða kærð vegna samráðs.  


Ekki eingöngu lenda flugmenn í auknum kostnaðu við að lengja flugtímann hjá sér, vegna lagabreytinganna, heldur eru þeir ofurseldir embætti sem virðist hafa sjálftöku í að "ræna" saklausa flugmenn þegar þeir álpast austur á Egilsstaðaflugvöll.

 
  • Er þessi mismunun í anda nýsettra laga og í samræmi við þau lög sem eru í gildi um tollgreiðslu á loftförum?
  • Hvernig ganga svona vinnubrögð upp gagnvart jafnréttisákvæði stjórnarskrárinnar?
 

Bloggið mitt!

Velkomin á síðuna mína... hér komið þið til með að sjá helstu hugleiðingar mínar um hin á þessi málefni...

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband