Þú tryggir ekki eftir á.....

... var slagorð tryggingafélags.  Hjá þeim sem vilja láta taka sig alvarlega, er ekki skattlagt eftirá, það er heldur ekki farið í mat á umhverfisáhrifum eftirá.   Það eru hins vegar vinnubrögð, sem Vinstri Grænir eru að gera að aðalsmerki flokksins. 

Við það eitt að skipta um menn í ríkisstjórn, er hvorki heiðarlegt nné stórmannlegt, að breyta löngu gerðum samningum í veigamiklum atriðum.  Þá verður ekki lengur hægt að treysta því sem er sagt og samið um.  Á þessum umbrotatímum er fátt eitt dýrmætara, en að byggja upp traust og berja í brestina sem nokkrir einstaklingar eru búnir að koma þjóinni í. 

Að fara á svig við samningar og breyta áherslum, er til þess eins fallið, að framlegnja þá vantrú, sem flestar erlendar þjóðir og fjárfestar hafa á íslensku þjóðinni.
mbl.is Svandís veruleikafirrt eða vanhæf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karl Ingólfsson

Þar sem ég er nú gamall línumaður, þá hef ég mikið velt fyrir mér hvað raforka það er sem á að flæða um þessa stóru raflínu. Það er ekki vitað hvar hægt er framleiða orkuna.

Í dag er SV lína 130KV og hún er ylvolg við að flytja 150MW FRÁ Suðurnesjum og TIL Straumsvíkur!

Eina raforkan sem er nokkuð viss í hendi á SV landi er stækkun Hellisheiðarvirkjunar og Hverahlíðarvirkjun sem geta gefið ca 150+MW. Það verður aldrei samþykkt að fórna Bitru og Brennisteinsfjöllum.  Svartsengi er komið á tamp og þrýstingur undir Reykjanesvirkjun fellur það hratt að menn eru uggandi að hægt sé að borga sjoppuna niður áður en drepst á vélunum.

Ekkert fannst af gufu við Trölladyngju sem heyrir undir Hafnarfjörð ásamt Krísuvík þar sem orkugeta og umhverfismál eru í mikilli óvissu.  Auk þess eru Hafnfirðingar margbúnir að lýsa því yfir að orka af þeirra svæði verði ekki flutt í aðra hreppa. Ef virkjað verður í Krís./Tröll þá er einfaldast að flytja þá orku stystu leið til Straumsvíkur

OR og HS eru því sam næst fallít og hafa kostað miklu til að selja orku á óþekktu verði sem greinilega er ekki mjög arðbær starfsemi.

Réttast væri að koma á koppinn ca 150MW notkun á Suðurnesjum (það er þá ekki álver), tvöfalda núverandi 130KV SV línu til að tryggja afhendingaröryggi (það væri því að jafnaði enginn orkuflutningur á milli Straumsvíkur og Suðurnesja) og láta Straumsvík hafa það sem þá hættir að flæða vestanað, ofan af Hellisheiði.

Pelli, - þú mátt ekki verða það mikill framsóknarfrömuður að þú tapir bæði raffræðinni og verksvitinu! 

Karl Ingólfsson, 26.11.2009 kl. 14:03

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skrítið hvað fyrrverandi línumaður telur sig vita miklu meira um orkuöflun, en sérfæðingar í þeim geira.  Rakarar og leigubílstjórar vita líka manna best, hvernig á að leysa hin ólýklegustu mál.  Verst að ekki skuli meira vera leitað til þeirra. 

Ég var hins vegar ekki að fjalla um það í færslu minni, heldur trúverðuleika þeirra sem stjórna.  Það gleymist gjarna, að við það eitt að skipta um menn á Alþingi, er ekki hægt að snú út úr því sem áður var gert, sama hversu vitlaust mönnum kann að virðast það.  Leikreglum ber að fylgja, sama gildir um samninga.  Það má síðan sníða agnúa af leikreglum fyrir komandi samninga.  Það er allt önnur Ella.

Hvað varðar orkuna, blessaður vertu ekki að hafa áhyggjur af því.  Það finnast alltaf nýjar leiðir til að framleiða orku, og nóg af henni.  Sjáðu hvað er í pípunum hjá Norðmönnum.

Kalli, þú mátt ekki vera það mikill einfeldningur, að sjáir ekki tækifærin, - líka í orku- og álframleiðslunni.

Benedikt V. Warén, 26.11.2009 kl. 14:35

3 Smámynd: Karl Ingólfsson

Ef menn telja Svandísi hafa brotið lög þá á að kæra en ekki væla!

Þessir uppskrúfuð orkusérfræðingar er svo ljómandi klárir að þeir eru því sem næst búnir að setja sjoppurnar á hausinn!

Ég tel líklegt að þessum orkufyrirtækjum hefði farnast betur undir stjórn manna sem valdir hefðu verið af handahófi úr þjóðskrá, þmt rakarar og leigubílsstjórar.

Ef við bindum alla hugsanlega orku SV lands í einu álveri þá er ekki einu sinni borð fyriri báru til að mæta aukningu á almennum raforkumarkaði með hefðbundnum virkjunum. -kanski eigum við Íslendingar þá að kaupa rándýrt vind og osmósu rafmagn? Eða vona það besta að e-h tíman takist mönnum að vinna háþrýstigufu með djúpborunum. Vonuðu menn ekki líka að fjármálabólan héldist uppblásin um alla framtíð?

Það eru engir skuldbindandi samningar til um raforku til Century og Rio Tinto.

Century má byggja sitt álver í Helguvík ef þeir vilja, hvort sem þeir fá þangað raforku eða ekki. Það gefur þeim engan rétt til raforkunnar að hafa farið af stað með húsgrunn.

Það er einfaldlega fráleitt að veðsetja almenningfrekar en orðið er vegna raforkumannvirkja þar sem orka er seld á leyniverði af mönnum sem enginn treystir og hafa staðið sig illa við þennan rekstur á undanförnum árum.

Karl Ingólfsson, 26.11.2009 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband