Kaupum af Svíunum??

Margt hefur verið keypt af svíum í gegnum tíðina annað en Saab og Volvo.  Ýmis kerfi í skólakerfinu, sem þeir sænsku gátu ekki tileinkað sér var ekki fullreynt fyrr en íslensku skólabörnin voru búin að fá upp í kok þessari sænskri ítroðslu.

Mengi var eitthvað sem þeir sænsku koksuðu á og því næsta skrefið að reyna það á þeim íslensku.  Merkilegt nokk, það virðist vera sú mengja-kynslóð sem setti Ísland næstu því á hliðina.  Gæti verið eitthvað samhengi í hlutunum. 

Í mengjum er verið að nota sömu töluna sem breytur í ýmsum hringum og minnir óþyrmilega á að nota sama peninginn sem ýmsar breytur í skúffufyrirtækjum, sem eingu skilaði út í samafélagið.  Voru einungis tölulegar stærðir á blaði. 

Nú eru Svíar að tala um að kjósa um það að taka upp Evru.  Við það losnar fullt af verðlausum peningum, - sænskum krónum.

Getum við bara ekki keypt sænsku krónuna á slikk og hún verði gjaldeyririnn okkar í framtíðinni? 
Kom ekki Garðar frá Svíþjóð til Húsavíkur? 
Er ekki rétt að taka bara ekki upp þráðinn þar sem frá var horfið?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband