Var það bara til góðs að, færa út landhelgina?

Oft hefur þessi spurning angrað mig.  Þegar ég var barn bjó ég í Neskaupstað og var áhorfandi á það mannlíf sem tengdist sjónum og upplifiði asa síldaráranna.  Inn á firði lágu mörg skip, stór og smá, frá fjölmörgum löndum, sem voru hér á norðurslóð til að sækja björg í bú.  Sum þessara skipa voru að elta síldina á meðan aðrar útgerðir voru uppteknar að botnsjávarafla.

Á þessu árum þurfti að brauðfæða stóran hóp sjómanna, sem kom í land til að sækja vistir og þjónustu.  Kjöt og annað ferskmeti rann út, “eins og heitar lummur” og ekki þurfti að greiða niður íslenska lambakjötið í þessa erlendu “íbúa” landsbyggðarinnar.  Verslanir þurftu að hafa tiltækar vörur í búðum sínum, langt umfram þarfir íbúanna.  Í landlegum gat “íbúatalan” hækkað margfalt og þá þurfti eitthvað til að bíta og brenna.  Þetta voru uppgangstímar hjá verslunarmönnum, ekki síst af framangreindum ástæðum, en einnig vegna fjölda innlendra sjómanna.

Þá kemur að efanum.  Höndluðum við rétt útfærsluna?  Rétt til að halda því til haga, þá er ég þeirri aðgerð sammála, að hafa yfirráðarétt á auðæfum okkar og landgrunni.  En, - hefði ekki verið réttara að stjórna veiðum erlendra fiskiskipa og leyfa þeim að veiða hér áfram, - gegn gjaldi? 

Þeir hefðu þá haldið áfram að koma í land og sækja vistir og þjónustu.  Þeir höfðu áhættuna vegna veiðanna, bæði hvort fiskaðist og á heimsmarkaðsverði olíu á hverjum tíma.  Þeirra var einnig að afla markaða og selja.  Var ekki ástæðulaust að hreinsa flotnn út á einu bretti?  Innlendir útgerðamenn hefðu haft samkeppni, því ekki er ég að fjalla um að þeir fengu ekki "sína sneið af kökunni". 

Er ekki samhengi í þessari aðgerð og því að landsbyggðinni fór að blæða út?  Fyrir útfærslu var verið að selja landbúnaðarafurðir "úr landi" gegn gjaldeyri, án niðurgreiðslu, sem seinna tíðkaðist til að koma þessum afurðum á markað. 

Var ekki verið að færa útgerðarmönnum tækifæri á kostnað bænda?  Var réttur bænda fyrir borð borinn og ekki hugsað á hvern hátt átti að koma á mlóts við þá?

Maður spyr sig.  Blush


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ansi djúpt,   en kannski eitthvað til í því, en spurning hvort eitthvað þýðir að hugsa um það nú. Ja nema við getum auðvitað lært af reynslunni, og þá bara spurning hvar sú reynsla nýtist við núverandi aðstæður.

(IP-tala skráð) 16.2.2009 kl. 19:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband