Aðþrengd umhverfiskona

Umverfisráðherra var í RÚV-aust í gær og upplýsiti enn eina ferðina hversu þrönga sýn hún hefur á verkefni líðandi stundar og umhvefislepparnir, sem hún hefur við augun, þrengdu sjóndeildarhringinn eins og vanalega.  Þannig var henni ekki ljóst hvað hafði áunnist hér eystra við virkjun og álver. 

Í svo stóru verkefni, er ekki hægt að sjá allt fyrir, og fráleitt er að halda því fram að verkefnið hafi ekki bjargað fjórðungnum frá því að blæða út.  Í aðdraganda þessa stóra verkefnis fjölgaði fólk ekki eins og ítrustu áætlanir gerður ráð fyrir.  En þar kemur eitt og annað til sem ekki var fyrir séð, en ráðherra kýs að nefna ekki. Eða það sem verra er, að hún kýs að vera enn í skotgröfum Vinstri Grænna gegn atvinnuuppbyggingu í landinu.  Hugsanlega hefur hún ekki haft dug í sér að kafa ofan í málefnin, áður hún kemur fram og opinberar fávisku sína á mannlífinu á Mið-Austurlandi. 

Þar er hægt að nefna að sjávarafli minnkaði verulega milli ára við upphaf framkvæmda á Austurlandi. Núna er glímt við mesta efnahagshrun heimsins, eru menn þar af leiðandi í atthagfjötrum og geta ekki flutt austur, - líka þeir sem búa í Reykjavík og vildu gjarnan flytja. Eignir seljast ekki.  Eitthvað sem hefur greinilega farið fram hjá ráðherranum??

Annað, sem ekki var nægjanlega vitað, hvað mundi losna mikið af eldra húsnæði á svæðinu við verkefnið.  Það húsnæði losnaði í meira mæli en reiknað var með, og eldri borgarar á Austurlandi nýttu tækifærið með hækkandi fasteignaverði og minnkuðu við sig og/eða seldu til þess að flytjast búferlun og vera nær sínu fólki utan fjórðungs.

Furðulegt er einnig að hlusta á umhverfisráðherrann tala um að jaðarsvæðunum hefði blætt fyrir þessa framkvæmd.  Hvernig ætlar þessi ágæti ráðherra þá að skýra fólksflutninga til Hafnar í Hornafirði?

Oftast gerir maður kröfu til þess að ráðamenn þjóðarinnar fjalli um hlutina á þann veg, að það líti a.m.k. þannig út að þeir viti um hvað þeir eru að fjalla.  Í þessu tilfelli gerir maður ekki kröfu til þess.  Rétt er þó í litlu, að andmæla hluta af þeim ambögum sem komu fram í svæðisútvarpinu úr munni aðþrengdum ráðherra umhverfismála.

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir þetta heilshugar.

(IP-tala skráð) 13.2.2009 kl. 13:19

2 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Sæll Pelli. Þú virðist ekki hafa áttað þig á því að þetta Kárahnjúkaævitýri misheppnaðist. En ég svaraði athugasemdinni þinni á minni síðu núna rétt áðan en hafði ekki tekið eftir henni fyrr eða farið á síðuna. Biðst velvirðingar á því.

Jón Kristófer Arnarson, 14.2.2009 kl. 01:04

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er hastarlegt Jón, að enginn nenni að líta inn á síðuna þína, ekki einu sinni þú sjálfur.  Hvernig var með þær fyrri sem þú varst með?  Af hverju var einni lokað? 

Haltu svo bara áfram að berja hausnum við steininn.  Kárahnjúkar björguðu því sem bjargað varð hér fyrir austan, hvað sem því líður hjá ykkur í VG, að reyna að ljúga öðru í almenning. 

En það fennti fljótt í sporin þín í atvinnuuppbyggingunni á Héraði, enda voru þau hvorki mörg né djúp, á meðan þú varst í bæjarstjórninni hér.

Benedikt V. Warén, 14.2.2009 kl. 01:18

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þessi Bullu-Kolla sem þið VG eruð með í Umhverfisráðuneytinu, staldrar sem betur stutt við núna, þannig að hún ætti að vera skaðlaus atvinnulífinu í landinu, - a.m.k um sinn.

Benedikt V. Warén, 14.2.2009 kl. 01:20

5 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Þú átt bara eftir að skilja þetta betur Pelli minn. Þessi atvinnustefna sem byggist á þröngum skammtímasjónarmiðum er ekki til góðs því að það þarf að horfa á heildamyndina þegar stórar ákvarðanir eru teknar. Horfa lengur en til þensluáhrifa framkvæmdatímans og reyna að velja skynskamegar leiðir út frá því hvað kemur okkur best til langrar framtíðar. Kárahnjúkavirkjun, svo dæmi sé tekið, virkaði þanig að hún a) fækkar langtímastörfum, b) minnkar tekjur þjóðarbúsins af útflutningi og c) veikir byggð á Austurlandi. Sem sagt, allt sem þessar framkvæmdir áttu að standa fyrir hefur því miður reynst tóm þvæla og vitleysa.

Reyndar gengur AGS það langt, í sinni skýrslu um íslensk efnahagamál og orsakir bankahrunsins, að tala um þessar framkvæmdir sem eina af megin orsökum þeirrar atburðarrásar sem leiddi til djúprar kreppu hér á landi. Aðrir, svo sem Indriði Þorláksson, haf sýnt fram á að ávinningurinn af þessum framkvæmdum er í besta falli enginn.

Vissulega hefur fennt í mína slóð þarna fyrir Austan, en það er ekki það að mig hafi skort hugsjónir eða framtíðarsýn fyrir þetta sveitarfélag heldur hitt að á stundum talaði ég fyrir heldur daufum eyrum. En auðvitað fann ég líka fyrir miklum og góðum persónulegum stuðningi og ekki síður kynntist ég ágætu fólki og sjónarmiðum sem þroskuðu mig. Fyrir það er ég og verð alltaf þakklátur.

Jafnvel gamaldags karlfauskar áttu það til að vera skemmtilegir og auðvitað er nauðsynlegt að kynnast svona undarlegum sjónarmiðum þröngsýnna manna sem héldu að Austurland hefði þá sérstöðu meðal afskektra byggðalaga heimsins að stóriðjuálver gæti þar orðið einhver upphaf og endir alls góðs. Að Austurland eitt byggðarlaga gæti komið vel út úr ójafnvægi og ofurþenslu stórframkvæmda af þeirri stæræargráðu sem Kárahnjúkavirkjun og bygging álvers á Reyðarfirði var. Enn merkilegra er þó að sjá hvernig mannlegur breiskleiki getur brotist út sem alger afneitun gagnvart þeim staðreyndum sem blasa við hverjum manni sem vill sjá og heyra.

Jón Kristófer Arnarson, 14.2.2009 kl. 12:45

6 identicon

Kæri Pelli, alltaf gaman að sjá hvað þú ert málefnalegur...hvernig væri nú einu sinni að setja "mér finnst" fyrir framan setningarnar hjá þér, það er alveg merkilegt hvernig þér tekst alltaf að setja mál þitt þannig fram að það er eins og þú hafi ekki skoðanir - heldur aðeins rétt fyrir þér.  Svo eru ekki allir "fávísir" þó þeir séu ósammála þér.

Í fyrsta lagi:  Fólki hefur fækkað stórlega á Austurlandi - ath. Hafnarsvæðið er ekki með í þessu samhengi að sjálfsögðu - þrátt fyrir Kárahnjúkavirkjun, taktu eftir þrátt fyrir..."Stórlega" á hér klárlega rétt á sér vegna þess að Kárahnjúkavirkjun átti einmitt að koma í veg fyrir þetta - en gerði ekki.  Ef fjölgað hefur raunverulega á Mið-Austurlandi þá hefur svo sannarlega snarfækkað í jaðarbyggðum - og Pelli, Hornafjörður er ekki jaðarbyggð í þessu sambandi, það veistu vel.

Í öðru lagi: Það er ekki þröngur sjóndeildarhringur að velta því fyrir sér að þið framsóknarmenn gætuð annað slagið haft rangt fyrir ykkur - það er frekar dæmi um örlítinn þroska - já, og beinlínis víðsýni. Það sem gerðist einmitt við allt þetta "ævintýri" í samfélaginu síðasta áratuginn (ekki bara Kárahjúkavirkjun) er að fólk notaði einmitt tækifærið, seldi og flutti burt.  Við það réði ekki gamalgróið samfélagið og ekki heldur fjölbreyttara atvinnuumhverfi sem átti að sigla í kjölfarið af virkjun og álveri - en gerði ekki.

Í þriðja lagi: Það væri gaman, ef það mætti einhvern tímann velta fyrir sér öðrum flötum en ykkar þröngsýnu heimssýn, að velta fyrir sér hvort bæði Malarvinnslan og Kaupfélagið væru ekki einmitt í rekstri enn ef ekki hefði verið farið af jafnmiklu offorsi í "ævintýrið" og froðupeninga bankakerfisins.  Allt byrjaði það hér fyrir austan með Kárahnjúkavirkjun.

Í fjórða lagi: Hornafjörður er vissulega dæmi um hið gagnstæða í þessu sambandi, þar voru stórframkvæmdirnar ekki að tefja fyrir þeim; þar er byggt á sjávarútvegi, háskólasamfélagi og vísindastarfsem tengdri því og ferðaþjónustu - eitthvað sem þið framsóknarmenn margir hverjir virðist alltaf hafa skömm á. Þetta er hins vegar einmitt það sem við Íslendingar eigum að gera nú um stundir.

Hins vegar er það ekki Kárahnjúkavirkjun og álveri að kenna að landið er gjaldþrota, hvað þá mér eða þér, en þessi stórfyrirtæki virðast ekki gera varnarbaráttuna neitt auðveldari.

Góðar stundir,

Erlendur.

Erlendur Steinþórsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 13:03

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Erlendur.  Gaman að fá þitt komment hér.  Hins vegar er þetta mín síða, ef það hefur farið fram hjá þér og þar af leiðandi þarf ég ekki að setja fyrir framan hverja setningu "mér finnst".  Þetta hélt ég að væri morgunljóst.

Það er á tæru, að bjartsýnustu spár um mannfjölda gengu ekki eftir, en það var m.a. vegna þess að það varð verulegur brestur í sjávarútvegi, það muna flestir sem ekki eru blindaðir af neikvæðum straumum út í virkjanir og álver. 

Kaupfélagið var komið með slagsíðu áður en var farið að virkja og stjórnendur Malarvinnslunnar spiluðu nokkuð djarft.  Það held að sé orðið ljóst núna. Þensla er ekki auðveld, það hefur allstaðar komið í ljós, en mikið er nú meira gaman að fást við vandamál sem fylgja þenslu, en hruni.  Það er flestum ljóst í dag, sem fylgjast með heimsgjaldþrotastefnu einkageirans.

Það er hins vegar að æra óstöðugan að vera að rökræða við ykkur félaga um nokkur mál í þessu samhengi, því stundum hentar að nota Hornafjórð sem jaðarbyggð og stundum ekki.   Þegar þetta verkefni var að komast á koppinn þá var Hornafjörður sannarlega í kjördæminu. 

Ég hef nákvæmlega sama rétt að hafa "rétt" fyrir mér eins og þið, a.m.k. á minni síðu sem ég ber ábyrgð á.  Þið hafið fullan rétt að vera á annarri skoðun,  - líka á minni síðu.

Eitt annað, það er merkilegt þegar gallharðir kommar eru farnir að nota Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem einhvern stórasannleik, sjóð sem er að koma heimilum á Íslandi og fyrirtækjum á hausinn með kröfu um háa stýrivexti.

Indriði Þórláksson er góður karl, þekkti hann einu sinni ágætlega, fínn kennari.  Sérfræðingar hafa flestir, því miður þann áskapaða galla, að víkja til hliðar óþægilegum staðreyndum sem ríma illa við þeirra pólitísku skoðanir.

Benedikt V. Warén, 14.2.2009 kl. 14:31

8 identicon

Kæri Pelli,

(Þetta hljómar nú eins og í gamla daga í Austra þegar Maggi Þorsteins var að skrifa Jóni Kristjánssyni bréf úr gamla ullarvinnslusamvinnuskólanum á Englandi - nú er Austri dauður, samvinnuhreyfingin líka og Maggi skulda milljarð í skatt.)

En þetta er nú önnur saga.

Þú getur nú samt annað slagið sagt "mér finnst" utan síðunnar... svona skemmtilegra stundum! Því ég á það nefnilega stundum til að taka mark á þér.

Verulegur brestur í sjávarútvegi hefur bara ekkert með þetta að gera, verulegur brestur í heimildum heimamanna til að stunda veiðar og vinnslu þar sem það er hagstæðast er vandamálið - þ.e. kvótakerfið sem þið framsóknarmenn eruð aðalhöfundarnir að og hefur lagt byggðir í rúst hringinn í kringum landið, en styrkt verslunarvaldið í Rvík til mikilla muna - og lamað allt frumkvæði dugmikilla einstaklinga til að afla sér og sínum lífsviðurværis.

Kaupfélagið hefur alltaf verið með slagsíðu, síðan 1909, kannski - en hvernig gat það staðið fyrir vinnslu í mjólkurstöð, bakstri í bakaríi, bílaútgerð, fiskvinnslu, spýtu- og naglasölu og sauðfjárslátrun allt frá því við vorum barnungir þar til helv. góðærið ykkar Davíðs Oddssonar hófst? Ekki hafa meint umskipti sl. fjögurra ára bjargað nokkrum sköpuðum hlut. Ég get ekki betur séð en að ekki sé bara kommúnisminn í austri dauður (sem betur fer), heldur líka "heimsgjaldþrotastefna einkageirans" - og svo samvinnufélögin, vegna þess að þar er enginn ærlegur framsóknarmaður til lengur - heldur aðeins þið jarðvöðlar og aftaníossar íhaldsins.

Ekki gera mér upp skoðanir - Hornafjörður hefur aldrei tilheyrt þessu svæði, hvorki landfræðilega né félagslega, hvorki samgöngulega né veðurfarslega, það veistu vel. ÉG hef aldrei haldið öðru fram - vertu einu sinni málefnalegur. Kjördæmaskipting byggð á mannfjöldadreifingu í landinu/landshlutum kemur þessu bara ekkert við - enda kusu þeir sjálfir Hornfirðingar, þegar þeir fengu að ráða, að fara suður á bóginn.

Ég minntist aldrei neitt á alþjóðagjaldeyrissjóðinn, sé ekki hvað hann kemur þessu við, en kannski erum við tveir meira sammála um hann en okkur grunar. Vandamálið er bara að mig skortir hagfræðiþekkingu til að geta almennilega tjáð mig um það.

Síðan er það þín ástkæra Valgerður - hvað getur maður sagt? Nenni ekki að svara þessu á réttum stað, vona að þú fyrirgefir það.

Mér finnst að hún og þú og þið framsóknarmenn allir verðið að muna að hún var bankamálaráðherra landsins þegar þær leikreglur og aðstæður voru skapaðar í samfélaginu sem hafa nú gert okkur gjaldþrota.  Alveg var það merkileg upplifun sjálfhverfrar upphafningar að heyra haft eftir henni að hún eða framsóknarmenn almennt bæru enga ábyrgð á bankakreppu landsins. Hún er auðvitað ekki ykkur alfarið að kenna en fyrr má nú vera - hvenær ber stjórnmálamaður ábyrgð og hvenær ekki?  Henni væri auðvitað nær að biðja þjóðina afsökunar á axarsköftum sínum í gegnum tíðina - og þetta hefur ekkert með Kárahnjúkavirkjun að gera.

"Þeir eru enn í fjallagrösunum." Mikið rosalega væri gaman ef þú gætir einu sinni rætt atvinnumál á skynsamlegum grunni. Frábært; útúrsnúningar, fordómar, skítkast og þröngsýni leysir alltaf málin.

Að lokum, ég er ekki kommi, aðeins stundum ósammála framsóknarmönnum.  Það gengur ekki alltaf upp að nota eilíf gífuryrði þegar einhver er ósammála þér. Staðreyndin er auðvitað sú að eitthvað af þessum hörmungum er ykkur framsóknarmönnum að kenna, þið hafið hvergi staðið vaktina til að koma í veg fyrir þá kreppu sem nú er skollin á, létuð íhaldið fara með ykkur eins og gólftuskur.

Þar til næst...

Erlendur.

Erlendur Steinþórsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 17:40

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Erlendur.  Ég biðst forláts að rugla þig svona í ríminu.  Ég var í bland að svara þér og Jóni K.A (Hornafj og AGS).  Sé að það hefur komið þér úr jafnvægi.  Bendi þér á að lesa í rólegheitum það sem þú sjálfur hefur skrifar hér að ofan og taka mig síðan í létta kennslustund í öfgalausri umræðu.

Valgerður og Halldór voru að framkvæma sín hvor lögin í landinu, sem voru sett í góðri trú.  Úrvinnslan var síðan út úr kú, og í kvótakerfinu hafa margir sjávarútvegsráðherrar komið að, án þess að breyta neinu.

Sleggjudómar þínir eru þannig, að þú mundir dæma vegagerðin fyrir að endurbæta vegi þannig að hægt sé að keyra hraðar, og gera þá síðan ábyrga fyrir hraðakstri lögráða einstaklinga. 

Skoðaðu málið betur og þá sérðu að samsæriskenningar þínar ganga ekki upp.

Benedikt V. Warén, 14.2.2009 kl. 19:26

10 identicon

Ha?

Erlendur.

Erlendur Steinþórsson (IP-tala skráð) 14.2.2009 kl. 23:59

11 Smámynd: Jón Kristófer Arnarson

Skil ég þig rétt Pelli að þú teljir að þó allt sé með örðum og verri hætti en þið virkjanabrjálæðingar spáðuð og hrakspár verið að rætast, þá hafi framkvæmdirnar þó haft góð áhrif á Hornafirði?

Þetta Hornarfjarðartal rifjar reyndar upp eitt atvik úr bæjarstórnartíð minni.  Ég barðist fyrir því að Egilsstaðir stigu fram og tækju á skarið sem höfuðstaður Austurlands.  Fékk það t.d. fram að Bæjarstjórn keypti könnun Gallup þar sem staða og ímynd sveitarfélagsins sem höfuðsstað Austurlands var metin.  Þetta var gert í anda þeirra byggðakjarnahugmynda sem þá voru mjög uppi á borðinu hjá stjórnvöldum byggðamála. 

Ég fylgdi þessu reyndar einnig eftir með ýmsum hætti sem formaður bæjarráðs, til dæmis með því að fara í viðræður við HÍ um aðkomu þeirra að hugsanlegu háskólasamfélagi, talaði við einhvern Rögnvald ef ég man nafnið rétt en sá maður var svo í framhaldinu aðal sprautan í samstarfi HÍ við Hornfirðinga.

Þetta var svo allt barið niður því það þótti skipta mestu máli að Austfirðingar stæðu saman um álverið og ættu sem minnst að hugsa um aðra hluti á meðan.  Þá þótti mikilvægt að koma fólki sem leit ekki á álver sem alfa og omega alls á Austurlandi úr meirihlutasamstarfi (helst úr fjórðungnum reyndar), og slíkir úthrópaðir sem óvinir Austurlands.  Svo var gert samkomulag um einhverskonar skiptingu milli Norðurs og Suðurs þar sem Hornafjörður átti að fá háskólauppbygginguna en við hin álver.

Í þessu ljósi er reyndar merkilegt að hugsa til þess nú að Hornfirðingar hafi staðið sig betur í álversleysinu en Mið-Austurland með hið alltumlykjandi álver.

Varðandi AGS þá höfðu hagfræðingar þar einfaldlega rétt fyrir sér hvað varðar þátt Kárahnjúkaframkvæmda í hruninu hér, en ekki Valgerður og Pelli, svo ótrúlegt sem það kann að virðast.  En þó ég bendi á það þá er óþarfi að telja mig sem einhvern sérfræðing í þeirra peningamálastefnu eða í hópi hörðustu aðdáenda sjóðsins.

Jón Kristófer Arnarson, 15.2.2009 kl. 15:21

12 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jón Kristofer.  Hvar er bloggsíðan þín sem hvarf svona skyndilega??  Hvernig værir að þú svaraðir mér, búinn að þráspyrja þig um það.  Þar var ég búinn að fara yfir þetta lið fyrir lið, - þú mannst.

Gott að sjá háleitar hugmyndir þínar til atvinnuuppbyggingar, með því að leggja til að Egilsstaðir verði höfuðstaður Austurlands.  Hverjar eru útflutningstekjurnar af þeirri aðgerð og efnahagslegur ávinningur og hvað fá margir vinnu vegna þeirrar aðgerðar?

Einhversstaðar varst þú að fjalla um æðri skóla á Höfn og fleira.  Veit ekki betur en að á Héraði séu sambærilegt framboð og þú nefnir, nema í sjávarútvegi.  En það á sínar eðlilegu skýringar, sem þú væntanlega ert meðvitaður um.

Færsla þín númer 5 hér að ofan er mér ill skiljanleg.   "...a) fækkar langtímastörfum, b) minnkar tekjur þjóðarbúsins af útflutningi og c) veikir byggð á Austurlandi."  

Nefni það svona sem dæmi, ef bornar eru saman íbúatölur hjá Hagstofunni á mannfjöldaþróun á öllu Austurlandi frá 2000 til 2008, þá hefur fjölgað um 2.287, samkv. því sem ég fæ best séð.  Þá er verið að bera saman tímabil áður en hafist var handa og síðasta tímabil, þegar hlutirnir eru u.m.þ.b. að komast í jafnvægi. Annar samanburður er ekki marktækur, vegna þess að farandverkafólkið ruglar allar tölur hinna áranna í þessum samanburði.  Ljóst er að miðsvæðið græðir mest, en það rímar ágætlega við það sem flestir spáðu.

Nenni hins vegar ekki að þrasa við þig frekar um þetta, það er tilgangslaust þú villt bara sjá þína hlið og eignar mér ítrekað eitthvað sem á ekki við, eins og ég sé einhver "virkjanabrjálæðingur" og að ég sjái ekkert annað en álver og virkjanir.  Mun fjalla um það annarsstaðar.  Við svona "málefnalega" umræðu er ekkert svar.

Enn eins og þú segir hér að ofan og er eitt það viturlegasta sem hefur komið frá þér, og hittir þig einan fyrir er: "Enn merkilegra er þó að sjá hvernig mannlegur breiskleiki getur brotist út sem alger afneitun gagnvart þeim staðreyndum sem blasa við hverjum manni sem vill sjá og heyra."

Benedikt V. Warén, 16.2.2009 kl. 09:41

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Erlendur. Þú ert kominn í gamla gírinn og vænir mig um skort á málefnalegum skrifum, en fellur svo sjálfur marflatur í þann djúpa drullupoll. Þú segir “Fólki hefur fækkað stórlega á Austurlandi“ Hvaða tímabil ert þú með í huga. Vertu nú sjálfur málefnanlegur og vitnaðu í Hagstofuna og samanburð milli ára.

Það er sama hvað þú skrifar það oft, Hornafjörður var talin upp sem jaðarbyggð í þessu samhengi.  Það hvað svo rammt að þessu jaðarbyggðakjaftæði að é man ekki betur en að Steingrímur J Sigfússon hefði talað um Vestfirði sem jaðarbyggð af þessum framkvæmdum og hafi spurt hvað græða þeir á þessum framkvæmdum?

Þú skrifar “Það er ekki þröngur sjóndeildarhringur að velta því fyrir sér að þið framsóknarmenn gætuð annað slagið haft rangt fyrir ykkur - það er frekar dæmi um örlítinn þroska - já, og beinlínis víðsýni”  Ég veit ekki betur en að ég hafi oft fjallað um að Framsóknarflokkurinn hafi ekki alltaf haft rétt fyrir sér.  Hvers vegna heldur þú annars að ég hafi lítið starfað þar innandyra á árabili og sleppt því að kjósa þann flokk tímabundið?

Þú skrifar. "Við það réði ekki gamalgróið samfélagið og ekki heldur fjölbreyttara atvinnuumhverfi sem átti að sigla í kjölfarið af virkjun og álveri - en gerði ekki."  Veit ekki betur en það hafi verið tekið á ýmsum málum, m.a. á flugvellinum á Egilsstöðum þar sem við höfum fengið sérstakar þakkir fyrir okkar framlag, við vægast sagt erfiðar aðstæður.  Sé ekki betur en að aðrir höndli hlutina ágætlega, þó sumstaðar hafi hlutirnir ekki gengið nákvæmlega eins og væntingar stóu til.

Þú skrifar. “Það væri gaman, ef það mætti einhvern tímann velta fyrir sér öðrum flötum en ykkar þröngsýnu heimssýn….”.  Ég veit ekki hvað þú ert að fara með þessari setningu, en hún hljómar eins og frá manni með talsverðan minnisbrest. Ég get nefnt nokkur dæmi um hvað hefur verið skoðað.  Þegar þú varst í atvinnumálanefns var lagt upp í verkefni um hreinsitæki, sem kostaði um 24 milljónir úr bæjarsjóði, án þess að frekar yrði úr verkefninu.  Sjálfur benti ég á þegar ég var í hreppsnefnd, lagði ég til að stofna iðngarða (lengjan undir bæjarskrifstofunum) og var það rekið til margra ára og nokkur sprotafyrirtæki hófu þar starfsemi sína.  Á sama tíma lagði ég til að breyta Eiðum í Lýðskóla, á þeim árum sem skólastarf þar var að fjara út.  Engin viðbrögð.  Seinna benti ég á að setja þar upp flugskóla, það var enginn hljómgrunnur fyrir því, skólinn gefinn í framhaldinu.  Nú er sambærilegt verkefni komið upp í Keflavík.  Ég hef lagt til ákveðna breytingu á skólunum Hallormsstað, en félagar þínir í bæjarstjórn, semí nokkur ár eru búnir að hanga aftan í íhaldinu, hafa ekki enn skoðað það mál.

Rak hér til nokkurra ára siglingaklubb fyrir börn og unglinga, það lognaðist útaf vegna áhugaleysis bæjarfulltrúa og lítils stuðnings.  Setti upp bíla- og flugvélasafn í íþróttahúsinu tvö sumur, á meðan það stóð autt sumarlangt.  Safngestir voru fleiri þar en samanlagt í öllum byggðarsöfnum á Austurlandi hvort sumar fyrir sig.  Stuðningurinn? Góður hjá bæjaryfirvöldum og safnagestum en þáverandi safnvörður Minjasafnsins sá ofsjónum yfir þessu framtaki og vann að því öllum arum að þetta legðist af. 

Rétt að minna á nokkur önnur atriði, bíó í Valaskjálf í níu ár, þar til þínir menn “seldu” það hús. Rak rafeindaverkstæði í mörg ár eða þar til það stóð ekki undir sér lengur. Síðast en ekki síst vil ég nefna það verkefni að koma Lagarfljótsorminum frá Svíþjóð upp á Lagarfljótið, með alla helstu eftirlitsstofnanir landsins nagandi hælana á mér, en marga góða íbúa svæðisins stóðu þétt að baki mér. Því góða fólki er ég ævarandi þakklátur fyrir stuðninginn. Þetta er einungis brot af því sem ég hef verið að reyna að kynna fyrir fólki eins og þér, en oft gegn litlum skilningi og nánasgt engu fjárframlagi.

Þú heldur áfram. “Verulegur brestur í sjávarútvegi hefur bara ekkert með þetta að gera….” Nei auðvitað ekki, það hentar þér ekki í þínum skrifum.  Það er nú bara einu sinni þannig, hvort sem þér líkar betur eða verr, að þessi þáttur hefur veruleg áhrif á búsetu folks og kom á sama tíma og framkvæmsir hófust við virkjun og álver.  Það hefur áhrif á íbúatölu kjördæmisins.

Þú fjallar m.a. um. …” - þ.e. kvótakerfið sem þið framsóknarmenn eruð aðalhöfundarnir að og hefur lagt byggðir í rúst hringinn í kringum landið….” Kvótakerfið var verk Halldórs Ásgrímssonar sem var sjávarútvegsráðherra frá 1983 til 1991.  Þeir sem muna þá tíð vissu að við svo búið mátti ekki standa lengur á fiskimiðunum.  Lögin voru sett í góðri trú til að stjórna veiðum og vinnslu, ekki til að braska.  Það var seinni tíma aðgerð og nær að kenna útgerðarmönnum og lögfræðingum um þann óskapnað, við að finna glufur í kerfinu.  Sjálfsagt er að gagnrýna þessi lög, en þá ber að hafa það í huga að enginn eftirtalinna sjávarútvegsráðherra hafa séð ástæðu til þess.  Þorsteinn Pálsson, Davíð Oddsson, Árni M. Mathiesen né Einar K. Guðfinnsson.  Steingrímur J er óskrifað blað enn. 

Þú endar svo. “Að lokum, ég er ekki kommi, aðeins stundum ósammála framsóknarmönnum. Það gengur ekki alltaf upp að nota eilíf gífuryrði þegar einhver er ósammála þér….” 

Erlendur.  Hvernig væri að líta í eigin barm af og til?? 

Benedikt V. Warén, 16.2.2009 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband