Reykvíkingar borgi fyrir sig!

Það er athyglivert að enn skuli vera til þeir einstaklingar, sem í skjóli mestu hamfara íslandssögunnar í fjármálageiranum, trúi því í einlægni, að virkjunin við Kárahnjúka hafi valdið óbærilegri þenslu á Íslandi.  Þannig hefur Ómar Ragnarsson verið óþreytandi í tíma og ótíma að benda á þennan “stóra sannleik”.  Sérhver er nú aldeilis barnatrúin.  

Nú hefur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn sett þjóðinni stólinn fyrir dyrnar og ástæðan m.a. að Kárahnjúkavirkjun hafi verið upphafið að þenslunni. Hvernig getur það verið?  Enginn treystir sér til að rökstyðja þar með haldbærum rökum.  Ef sjóðsstjórnin mundu kanna  Kárahnjúkamálið eftir öðrum leiðum, en að lesa skáldsöguna “Draumalandið” væri niðurstaða þeirra klárlega önnur. 

 

Það hentaði einnig vegar málpípum bankanna á sínum tíma, að benda á Kárahnjúkana, sem sökudólg.  Það var einmitt á sama tíma og þeir fóru ránshendi um fjármálaheiminn, ljúgandi og svíkjandi út fé.  Samhliða þessum áróðri undirbjuggu þeir hvert skúffufyrirtæki af öðru til að “gambla” með fé til að geta tekið lán í bönkunum, til þess eins að kaupa í bönkunum sjálfum og hækka verðmæti þeirra.  Veðið? Auðvitað hin gulltryggu hlutabréf. 

Banka- og borgarmaskínan fóru einnig offari í fjárfestingum í Reykjavík.  Þar var byggt sem aldrei fyrr og nú þarf ekki að byggja þar hús næstu 20 árin, svo geyst var farið í bjartsýniskasti góðærisins.  Þar var "gamblað" með þúsundir milljóna.
 
 

Í Reykjavík var það fjármálasukkið sem hélt uppi þenslunni, ekki þessar skitnu rúmu hundrað milljónir sem fóru í arðbæra starfsemi á Austurlandi.  Því er rétt að Reykjavík beri ábyrgð á hruninu og taki á sig þann skaða, sem íbúar borgarinnar komu sér í, ekki við hinir sem borgum okkar skuldir, sem stofnað var til, með veði í fasteign.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

  sammála þér í flestu, en þó má nú ekki alhæfa um íbúa Reykjavíkur, því þetta er ótrúlega lítill hópur þar, sem komst upp með að sukka svona svakalega, en meðvirkni var jú mikil, en það var líka vegna þess  að fólk taldi að rétt væri gefið, og ekki svindlað í framkvæmdinni.

(IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:00

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Silla, - flott umfjöllun á Stöð 2 í gær af þér fjölskyldu þinni.  Þið standið ykkur vel.

Saklausir Reykvíkingar geta bara flutt út á land.  Í okkar sveitarfélagi eru margar vistarverur,  - fyrir góða einstaklinga. 

Benedikt V. Warén, 21.1.2009 kl. 14:18

3 identicon

Takk fyrir það.

Við mundum jú taka vel á móti þeim, já svo sannarlega

(IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband