Ekki allt sem sýnist.

Fyrir nokkrum árum lenti einshreyfils Cessna 172 á flugvelli í Bandaríkjunum og ók þar beint að bensíntanknum.   Þegar afgreiðslumaðurinn kom á staðinn stóðu við vélina ung hjón og gömul amma var með í för.

“Fylla??.....” spurði afgreiðslumaðurinn karlinn í hópnum.

“Ég er ekki flugmaðurinn”…..svaraði hann vandræðalega

“Það er náttúruleg jafnréttið í þessu sem annarsstað í þjóðfélaginu” sagði afgreiðslumaðurinn glottandi

“Jæja….??” sagði hann og snéri sig að ungu frúnni

“Ég veit ekkert um flug” sagði hún “Það var hún amma sem bauð okkur með í þennan flugtúr”


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband