Ultra-light í Egilsstaði

Þann 20 apríl s.l. var tekin í notkun fis-flugvél (ultra-light) af gerðinni Zenith CH-701, sem keypt var notuð frá Svíaríki.  Nokkrir ofurhugar á Egilsstöðum, með fulltingi íbúa á Seyðisfirði og í Fjarðarbyggð stóðu fyrir kaupunum og innflutningi á þessari græju. 

Nokkur fis hafa verið flutt til Austurlands á umliðnum árum, en þau hafa ekki almennilega náð "flugi", en ef til verður nú breyting á.  Á Norðfirði eru tvö flughæf fis og hefur annað þeirra verið "gert þar út" í nokkur ár af áhugamanni um fis-flug.

Nokkuð hefur færst í vöxt að kaupa fis til landsins, vegna hertra krafna í einkaflugi og auknum kostnaði sem því áhugamáli fylgir og kröfur um rekjanleika allra hluta, sem kallar á mikla pappírsvínnu og eftirlit. 

Nú er talað um að lögmál í flugi hafi breyst þannig, að í stað þess að flugvélar fljúgi á lyftikraftinum (oft skilgreint CL) þá komist þær ekki með nokkru móti í loftið lengur án A4 (standard stærð á eyðublaði).  Reglugerðarfarganið fer að verða óbærilegt í flugi ekki síður en víða annarsstaðar í þjóðfélagi okkar.

CL = Lyft-stuðull vængs, háður prófíl, áfallshorni o.fl. Hefur áhrif á flugeiginleika vélar.

A4 = Nauðsynlegt efni (blað) fyrir bírókrata til að komast í gegnum venjulegan vinnudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Áhugaverðar pælingar, tek undir hvert orð hjá þér. Það er ekki langt síðan að það voru ekki nein lög eða reglur um fisflug á Íslandi en því miður, þá stefnir í sama A4 ruglið fyrir fisflug eins og annað flug.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.4.2008 kl. 08:49

2 identicon

Það er rétt Kjartan mér finnst það líka vera stutt síðan engar reglur voru um fis.  En fyrir hina sem ekki þekkja, þá eru rúm 20 ár síðan sérstakar reglur voru settar um fis, en maður er orðinn svo gamall að mér finnst það stutt síðan ´

Í eldri reglum þá gilti að fis mátti mest vera 120kg, aðeins eins manns, mest 20lítra eldsneyti og hámarkshraði 100km/klst.

Árið 2001 rýmkuðust reglurnar verulega: hámarksþyngd 450kg, tveggja manna, ekkert hámark á eldsneyti eða flughraða. Á síðustu 2 árum hefur auk þess verið rýmkun á flugheimildum og vegna þyngdar öryggisbúnaðar.

Einhvernveginn lítur þetta meira út eins og rýmkun á reglun frekar en þrenging.

Ég óska félögunum á Egilsstöðum til hamingju með nýju vélina. Hún er flott græja með mjög skemmtilega flugeiginleika. Smíði og frágangur mjög góður. Njótið sumarsins.

Kveðja

Ágúst

AG (IP-tala skráð) 21.4.2008 kl. 09:36

3 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Ekki má gleyma að þessi rýmkun á reglum sem þér láðist að benda á Ágúst hafi eitthvað með útgáfu á flugskýrteinum að gera, læknisskoðun svipuð og atvinnuflugmenn þurfa að gangast undir, takmörkun á flugi að ýmsum toga eins og nálægt byggð og fl. atriði sem mætti nefna :)

Kjartan Pétur Sigurðsson, 21.4.2008 kl. 10:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband