Flugvöllur á Hólmsheiði.

Löng og þreytandi umræða hefur verið um Reykjavíkurflugvöll og sýnist þar sitt hverjum. Viglínan virðist liggja milli landsbyggðarfólksins og þeirra sem búa hvað næst 101 Reykjavík og vilja lifa og hrærast í frið og ró í sínum vernduðu kaffihúsum. Mörgum Reykvíkingi, sem tjáir sig á síðum blaða, hugnast það best að leggja af flugbrautir í Vatnsmýrinni og byggja nýjar á Hólmsheiði.

Til þess að eitthvað vit sé í þessari útfærslu, er það hér með lagt til að á Hólmsheiði verði nú þegar ráðist í að hanna og í framhaldi af því, að leggja þar 1200 x 25m flugbraut auk flughlaðs, sem væru malbikuð. Einnig er lagt til að byggja aðstöðu fyrir starfsmenn auk skemmu fyrir tæki og búnað. Kaupa þarf öflugt tæki til að skafa brautir, sóp, sanddreyfara, búnað til að afísa braut og bremsumælingarbifreið. Þessi braut yrði opin 24 tíma á sólahring til þess að marktækar niðurstöður fengjust um ágæti þess að byggja þarna varanlegt mannvirki eður ei.

Veðurathugun verði þar gerð á klukkustunda fresti allan sólahringinn og fjórir menn gangi þær. Aðrir fjórir gangi vaktir til að hreinsa braut og bremsumæla. Þetta er gert til að fá marktækar niðurstöður um vinda, skyggni, veður, skýjafar, ísingu á brautum og snjóalög á svæðinu. Að þrem árum liðnum og að fengnum niðurstöðum af þessu verkefni, yrði síðan tekin ákvörðun um framhaldið.

Það er lítil glóra í að fara að byggja allt innanlandsflug á getgátum um svæði og leggja stórar upphæðir í flugvöll, ef aðstæður til flugs eru ekki fullnægjandi. Það er því nauðsynlegt að nálgast svæðið á þennan hátt. Vegna ríks ávinnings Reykjavíkurborgar af þessu verkefni, er lagt til að borgarsjóður standi straum af kostnaði við þessa framkvæmd. Kostnaður við þetta verkefni er ekki nema hálfur annar milljarður fyrir utan launakostnað. Til að gæta hlutleysis sjái erlend flugmálayfirvöld, t.d. í Noregi um framkvæmdina í samvinnu við þarlenda veðurstofu.

Á meðan á þessu tilraunaverkefni stæði, væri þessi flugbraut til afnota fyrir einka- og kennsluflug og eftir atvikum annað atvinnuflug þegar Reykjavíkurflugvöllur er lokaður. Við flugvöllin væri auk þess byggt flugskýli svo hægt væri að hýsa ört stækkandi flugflot Reykvíkinga og gæti flugvöllurinn og húsnæði nýst til frambúðar fyrir einkaflugmenn og aðra þá sem vilja nýta þessa aðstöðu, - gegn sanngjörnu gjaldi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valur Stefánsson

Þó svo ég sé ekki hlynntur því að byggja flugvöll á Hólmsheiðinni þá er þetta ekki vitlaus hugmynd, þarna væri þá komin ágætis völlur fyrir okkur smá fuglana þó svo ég geti sagt með sanni að þarna verði ALDREI innanlandsflug. 

Benedikt, ég hef haldið úti www.flugrettir.is undanfarin ár en er að setja upp nýja síðu, kíktu á hana og gefðu mér comment hvað þér finnst og einnig hvort þú vilt sjá eitthvað meira, slóðin á nýju síðuna sem ekki er enn komin í loftið er www.flugfrettir.is/10  Sendu commentið á valur att islandia.is

Kv. Valur

Valur Stefánsson, 23.1.2008 kl. 19:24

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Valur og Benidikt það mætti alveg eins gera Sandskeiðið af góðum æfingar velli og minnka Reykjavíkurflugvöllinn. Gleyma Hólmsheiðinni en það er oft talað um eins og þessar framkvæmdir allar séu lífsins spursmál.

Valdimar Samúelsson, 24.1.2008 kl. 12:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband