Það er engin þörf á Sundabraut......

....á meðan fullt af verkefnum bíða á landsbyggðinni.  Reykvíkingar þurfa bara að hafa gjaldfrjálsan strætó og skipuleggja tímann sinn betur svo allir séu ekki á ferðinni á sama tíma. 

Smá skipulag á hlutunum og þá reddast öll umferðin í borginni.

Ráða svo nokkra vaska menn hjá brorgarskipulagi, sem kunna að teikna gatnamót.
mbl.is Vill ekki tjá sig um Sundabraut
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er nú meira bullið hjá þér.  Þú hefur augljóslega hvorki kynnt þér þetta vel né eytt miklum tíma í umferðarþunga Reykjavíkur.

Bjarki (IP-tala skráð) 19.1.2008 kl. 18:21

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Ætlarðu þá að senda öllum skipulagið um hvenær hver má vera á ferðinni, um áramót?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 19.1.2008 kl. 19:35

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Sundabraut í göng er ekkert annað en 101 byggðarstefna og er ekki nema hálfur sannleikurinn um kostnað, það á að byggja önnur göng frá 101 og út í Garðabæ, allt þetta á að gera fyrir óbyggða glerkastala í gamla bænum, síðan eiga borgarbúar að eyða eldsneyti og tíma í að ferðast í gegnum þetta.

Lausnin er innrileið og nýr miðbær við Elliðaárósa, allt annað er fjársóun. 

Sturla Snorrason, 19.1.2008 kl. 19:37

4 Smámynd: B Ewing

Það er alveg kominn tími á að Reykvíkingar fái eina samgöngubót.  Svo er Sundabraut líka hugsuð sem þjóðvegur frá norður- og vesturlandi til Reykjavíkur og það er engin smá samgöngubót fyrir þann hluta landsbyggðarinnar.  Það er hagur allra landsmanna að hætt verði að þræða gegnum annað hvert hverfi á höfuðborgarsvæðinu til að komast í miðborgina.

B Ewing, 19.1.2008 kl. 19:46

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Eins og staðan er í dag, eru flestir Reykvíkingar að fara í vinnu á tímabilinu 7:45 til 8:45, þetta sá ég vel þegar ég bjó í Reykjavík.  Þegar ég lagði af stað ofan úr Grafarvogi og niður í miðbæ rétt rúmlega 7:00 var lítil umferð á götunum og ég komst alla leið á um tólf mínútum. 

Í mörg ár hefur verið talað um sveigjanlegan vinnutíma, sem meira er í orði en borði.  Ef bankarnir opnuð t.d. hálf tíma seinna mundu menn strax verða varir við léttari umferð.  Vaktaskipti á sjúkrahúsunum gætu verið hálf tímanum fyrr.  Þetta er fyrst og fremst spurning um vilja, kjarasamninga og almenna skynsemi.

Þó að umferðin sé nokkuð þung, er hún fyrst og fremst hæg af manna völdum.  Þ.e. hönnuðirnir sem skipulögðu gatnakerfið í Reykjavík, kunna ekki til verka.  Það vantar allt "flæði" í umferðina, allt of margir staðir sem umferð stoppar.

Hvar á öðru byggðu bóli eru menn að krossa mislæg gatnamót og stútfylla þau af umferðarljósum??? 

Hvar á öðru byggðu bóli þarf að loga stöðugt grænt ljós, svo menn aki rétt og átti sig á því að það megi aka áfram þó öll önnur ljós séu rauð í sömu akstursstefnu???.  (Úr Skeifunni á mislægu gatnamótunum yfir Miklubraut, akrein lengst til hægri)

Hvernig væri að gera vegakerfið þannig úr garði, að næstum hver einasti Stór-Reykvíkingur þurfi ekki að fara um gatnamót Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar, til og frá vinnu??

Hvernig væri að gera greiðfæra leið austan við borgina, til að létta á umræddum gatnamótum og aðra frá Hafnarfirði um Bessastaðanes og Löngusker beint inn á Suðurgötu og tengja síðan Ægissíðu til að fá heppilegt flæði þar í gegn út á Nes???

Hvernig væri að gera hægri beygju mögulega þar sem svigrúm er til þess, án þess að beita til þess umferðarljósum???

Hvenig væri að leggja jarðganga-milljarðana í gjaldfrjálsa strætóferðir, sem mundi einnig spara stórlega slit á öðrum götum einnig.

Benedikt V. Warén, 19.1.2008 kl. 23:16

6 identicon

Já besti kostur væri að sleppa Sundabrautinni og minnka bara umferð en það þá þýðir ekki heldur fyrir fólk utanaf landi að koma á jeppunum sínum í bæinn. Þurfa að nýta sér almenningssamgöngur til og frá borginni svo sem rútur og flug.

Sigríður Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 20.1.2008 kl. 13:27

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ég átta mig því miður ekki á hvað Sigríður er að fara í sinni athugasemd, né á B Ewing. 

Það er merkilegt að verða aftur og aftur vitni af málflutningi, þar sem fólk í Reykjavík áttar sig ekki á því, að nær allar samgöngubærur á þjóðvegi eitt koma Reykvíkingum best til góða af öllum landsmönnum.  Það er verið að auðvelda aðkomu til borgarinnar til að eiga viðskipti við fyrirtæki og þjónustuaðila sem eru staðsettir eru innan borgarmarkanna. 

Það nálgast nattúrulögmál að allur innflutningurinn til Íslands þurfi að fara um götur Reykjavíkur.  Nær öll ríkisreknu apparötin eru þar s.s. sjúkrahús, ráðuneyti, aðalstöðvar banka, svo eitthvað sé nefnt og tekjur renna nær óskiptar inn til borgarinnar, þó allir landsmenn leggi sinn skerf til starfanna.  Hverjir ferðast mest með flugfélögunum innanlands og hvert renna tekjurnar?

Það er stöðugt látið líta þannig út, að vegir (jarðgöng), sem eru ekki beinlínis innan borgarmarkanna séu styrkur til landsbyggðarinnar.  Þvílíkt bull.   Keflavíkurvegurinn (Reykjanesbrautin) er ekki innan borgarmarkanna og samt eru það rúmleg helmingur þjóðarinnar sem notar þann veg til að komast af bæ og býr innan borgarmarka í landnámi Ingólfs.

Nú stendur til að tvöfalda veginn austur fyrir fjall og upp í Borgarnes.  Ætlar einhver að halda því fram að það komi borgarbúum ekki til góða?  Hvernig ætla þeir að aka í sína sumarbústaði? 

Í raun er það löngu úrelt að úthluta Reykjavík fjármunum til samgöngubóta.  Þetta fjársterka samfélag á að geta séð um sínar götur af eigin tekjustofnum, í stað þess að sjúga úr fjárvana samfélagssjóðum fé í innanbæjarfamkvæmdir. 

Benedikt V. Warén, 20.1.2008 kl. 20:36

8 Smámynd: Ingólfur

"Í raun er það löngu úrelt að úthluta Reykjavík fjármunum til samgöngubóta."

Hvaða vitleysa er þetta. Reykjavík hefur verið útundan í samgöngumálum siðustu áratugi, enda allir samgönguráðherrar landsbyggðarþingmenn sem eiga sæti sitt að þakka loforðum um jarðgöng milli fámennra sveitarfélaga.

Ég er svo sem ekki að leggjast gegn öllum jarðgöngum á landsbyggðinni, alls ekki. En það er búið að tala um Sundabraut allt frá því að Grafarvogurinn byggðist fyrir meira en 20 árum.

Hins vegar mun Sundabraut, sem nú er verið að tala um, ekki nýtast innanbæjarumferðinni nema að litlu leiti. Það er aðeins nyrsti hluti Grafarvogs sem græðir á því að taka Sundabraut inn í bæinn, og alls ekki ef Eyjaleiðin verður valin. Fyrst og fremst er Sundabraut til þess að greiða fyrir umferð inn og úr bænum og að stytta leiðina vestur og norður. Það eru því flestir landsmenn sem græða á þeim samgöngubótum og fáránlegt að leggja til að Reykvíkingar eigi einir að borga brúsann.

Önnur samgöngubót eru síðan Öskjuhlíðargöng. Þau uppfylla ósk þína um að beina umferð frá gatnamótum Mikklubrautar og Krýnglumýrarbrautar. Og þó að þau séu ekki beinlínis fyrir landsbyggðina að þá væri tilgangur þeirra að auðvelda aðgengi að borginni, og væri aðallega notuð af þeim sem búa í Kópaborgi, Garðabæ, Hafnarfirði og Reykjanesinu og sækja vinnu til Reykjavíkur.

Það kemur öllum landsmönnum vel að höfuðborgin sé vel "funkerandi" og þar skiptir aðgengi máli. Til þess að tryggja gott aðgengi þá þarf bæði að ráðast í samgöngubætur og bæta almenningssamgöngur.

Ingólfur, 21.1.2008 kl. 14:21

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er ótrúlegt að halda því fram að Reyjkjavík sé útundan í samgöngumálum.  Allar samgöngubærur í kringum borgina eru einnig samgöngubætur fyrir borgarbúa. 

Er erfitt að skilja það?

Þar sem tekjurnar mokast inn, ætti ekki að vera erfitt að gera hlutina sjálfir, í stað þess að nýðast á fjárvana sjóðum til samgöngumála.  Framkvæmdasjóðir til að leggja vegi á landsbyggðinni koma öllum landsbyggðarmönnum til góða, - líka þeim sem búa í Reykjavík, þó  ekki sé verið að vinna beinlínis innan borgarmúranna.

Ef menn lesa það sem ég skrifa, er vandmál borgarinnar vitlaus hönnun mannvirkja, ekki fjöldi þeirra.  Það er ekki nóg að hafa góða vegi, ef gatnamótin eru svo illa hönnuð að stöðug er verið að stoppa umferðina.

En það er bara alltaf gamla góða sagan: Mikill vill meira.

Benedikt V. Warén, 21.1.2008 kl. 16:54

10 Smámynd: Ingólfur

Sem sagt, ef samgöngurbætur eru einnig fyrir borgarbúa að þá eiga borgarbúar einir að borga, en ef þær eru á landsbyggðinni að þá eiga allir að borga?

Ingólfur, 21.1.2008 kl. 18:46

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ingólfur.  Þú villt greinilega ekki skilja það sem skrifa, því er vonlaust að halda áfram skrifum um þetta við þig. 

Benedikt V. Warén, 21.1.2008 kl. 19:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband