Stórlega ýkt þörfin á Sundabraut.

 

Þörf á samgöngubótum í Reykjavík er stórlega ýktar, eingöngu þarf að leggjast í skipulag á vinnutíma borgarbúa, svo menn séu ekki allir á ferðinni á sama tíma.

Reykjavík er að verða eins og gamalt úrelt fjós, þar sem mjaltir voru hjá öllum beljunum á sama tíma, - tvisvar á sólahring.

Heppilegustu samgöngubætur er gjaldfrjáls strætó og það minnkar einnig mengunina í Reykjavík, sem er í sögulegu hámarki nú um stundir.  Þetta ætti að vera sumum meira kappsmál, en að hafa stöðugar áhyggjur af því sem er að gerast utan þeirra eigin bæjarmarka. 

Það væri nær að nýta það fjármagn, sem á að fara í Sundabrautarævintýrið, til þess að gera miðlæg jarðgöng á Austurlandi og stórbæta vegakerfið á Vestfjörðum.  Vegagerð í þessum fjórðungum hefur lengi setið á hakanum. 

Þetta er kjörið verkefni til að brúa bilið vegna skerðingar á veiðiheimildum. 

  • Góðar samgöngur, betra mannlíf
  • Aukin vinna á meðan á framkvæmdum stendur
  • Leiðir til betri nýtingar á sameiginlegri þjónustu og verslun 
  • Leiðir til betri nýtingar á heilsugæslustöðvum 
  • Leiðir til betri nýtingar á skólum og barnaheimilum

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband