Er ekki rétt að Sigurður fari að íhuga að taka pokann sinn?

Þetta er náttúrulega bara hamfarir af mannavöldum i Framsóknarflokknum.  

Með bolabrögðum á síðasta flokksþingi í Háskólabíói, kom berlega í ljós að Flokkseigendaklikan kann ekki að meta að grasrótin segi sína skoðun né hafi málfrelsi og tillögurétt.  Fráleitt er að mati þessara Svarstakka að almennur flokksmaður megi nýta lýðræislegan rétt sinn og kjósa að eigin sannfæringu.

Sagan frá kosningu í Rússlandi á væntanlega vel við hér.  

Þegar kjósandi kom á kjörstað fékk hann í hendurnar lokað umslag.  Hann tók við umslaginu og gerði sig líklegan til að opna það.

"Hvað ertu að gera maður" sagði fulltrúinn bystur.

"Ég ætlaði bara að skoða hvað ég væri að kjósa" sagði kjósandinn niðurlúpur.

"Ertu vitlaus maður" gargaði fulltrúinn foxillur, "-veistu ekki að þetta er leynileg kosning!"


mbl.is Segir eftirsjá að Gunnari Braga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæll Benedikt.

Nú þyrfti að fullkomna þetta með því 
að Lílja Dögg Alfreðsdóttir gengi til liðs við þá félaga
ásamt þeirri breiðfylkingu sem siglir seglum þöndum 
inní íslensk stjórnmál og ekki vanþörf á.

Húsari. (IP-tala skráð) 29.9.2017 kl. 23:01

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Góður þessi Benedikt, kanski verða það þrír flokkar sem koma ekki manni á þing af þeim sem voru á þingi síðasta þings.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 30.9.2017 kl. 19:37

3 identicon

Jóhann! Mér hefur alltaf fundist Benedikt
        eldklár og skemmtilegur penni!
       

Húsari. (IP-tala skráð) 30.9.2017 kl. 21:48

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Húsari.  Ekki veit ég um Lilju, ég efast um að hún hugsi sér til hreyfings, en vissulega væri akkur fyrir Sigmund að fá að nýta krafta hennar aftur.  

Þakka svo hlý orð í minn garð.

Benedikt V. Warén, 1.10.2017 kl. 12:47

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Jóhann.  Þakka innlitið.

Talsvert er í kosningar enn og viðsnúningar geta orðið nokkrir áður en kjörstaðir opna í lok mánaðarins. 

Verst af öllu er að þetta ástand er ekki frambjóðendu einum að kenna, svo oft hefur þeim verið skipt útán þess að ástandið breytist hætis hót. 

Spurningi hlítur því að vera, er ekki komið að því að skipta út kjósendum?  tongue-out

Benedikt V. Warén, 1.10.2017 kl. 12:56

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Ég væri fylgjandi því að kjósandi borgi kr.10.000 til að fá að kjósa. Það mundi verða til þess að kjósandi mundi kynna sér helstu málefni flokkana og hvað þeir hafa hugsað sér að gera í þeim.

Það yrði lítið um að skilað væri auðum kjörseðlum og kjósendur mundu hugsa sig um tvisvar, áður en þeir beita atkvæði sínu á grínframboð ef þeir greiða kr.10.000 fyrir að kjósa.

Þar fyrir utan þá væru það þeir sem kjósa sem stæðu undir kostnaði á kosningum en ekki þeir sem kjósa ekki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 1.10.2017 kl. 18:11

7 identicon

Fun Claw - Funny Cats, Funny Dogs, Funny Animals: Funny Pictures Of Cats - 17 Pics

Húsari. (IP-tala skráð) 3.10.2017 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband