Verða ósanndi grunnurinn að nýrri ríkisstjórn?

Enn og aftur er farið að japla á því, að hefja aðildarviðræður við ESB, núna á að kjósa um hvort eigi að fara í þá vegferð.

Marg oft hefur það þó komið fram, að við þurfum að sækja um inngöngu, ekki að spjalla um hvað er í boði, ekki kíkja í pakkana.

------------

Því er eingöngu hægt að kjósa um:

Vilt þú að Ísland gangi í ESB

_ Já

_ Nei

----------

Þegar þjóðin hefur svarað þessari spurningu, þarf ekki að fara í þá ógeðfeldu vegferð, að plata kjósendur til að vera með í að kíkja í pakkana, eða ræða málið um inngöngu.

Annað hvort sækir þú um að gerast Frímúrari eða ekki.  Reglur Frímúrara gilda.  Þar er ekki um það að ræða að semja.  

Það sama er upp á teningnum við ESB.  Vilt þú að Ísland gangi í ESB?


mbl.is Þjóðaratkvæði um ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Svar mitt er einfalt...það er

og í guðs bænum ekki blanda Frímúrarareglunni inn í þetta

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 09:06

2 identicon

Svarið auðvitað JÁ.

Snorri (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 10:44

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helgi og Snorri.

Hvað með að ganga í ríkjabandalag við Dani, eins og Færeyjar og Grænland?

Ps Helgi.  

Það er rétt hjá þér, - maður á ekki niðurlægja Frímúrararegluna með að líkja henni við ESB.

Benedikt V. Warén, 2.1.2017 kl. 12:41

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helgi.

Það er engu blandað inn í þetta þó tekið sé dæmi til að sýna fram á staðreyndir. Það væri allt eins hægt að taka dæmi um fótboltafélag sem sækist eftir aðild að Knattspyrnusambandi Íslands. Annaðhvort samþykkir það félag að undirgangast reglur KSÍ og fær þá aðildarumsóknina samþykkta, eða ekki. Hvað klúbburinn heitir er algjört aukaatriði. Vinsamlegast vert þú ekki að láta þetta snúast um Frímúrararegluna, þó svo að Benedikt hafi kosið að vísa til hennar í dæmaskyni. Hann hefði allt eins getað nefnt félag áhugamanna um fluguhnýtingar eða hvaðeina sem dæmi.

Svo er svarmöguleikinn sem þú og Snorri segist vilja, ólöglegur, og á því ekkert erindi á kjörseðil. Aðeins löglegir valmöguleikar geta komið til greina í kosningum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2017 kl. 12:59

5 identicon

Ég sem félagi í samtökum heimilanna fagna því að sjálfsögðu að fá tækifæri á því að kjósa um áframhaldandi aðildarviðræður þar sem ég tel að innganga í ESB væri sennilega stærsta hagsmunamál heimilanna í landinu, lægra vöruverð, lægri vexti, afnám vertryggingar og alvöru gjaldmiðil sem myndi þýða meiri stöðuleika.

Guðmundur, er spurningin um áframhaldandi aðildarviðræður nokkuð meira ólögleg en spurningin um hvort a þú styðjir ICESAVE eða ekki, vegna þess að ICESAVE var jú borgað uppí topp, með vöxtum og vaxtavöxtum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 15:10

6 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Helgi. Sem starfsmaður og fyrrverandi formaður Hagsmunasamtaka heimilanna vil ég biðja þig um að blanda þeim ekki inn í þetta, þar sem þau hafa engin afskipti af utanríkismálum. Jafnframt væri eðlileg virðing sýnd með því að fara rétt með nafn samtakanna og skrifa það með stórum staf í samræmi við íslenskar reglur um málfar og stafsetningu.

Það er rétt sem þú vísar til varðandi Icesave, að þar var aðeins einn löglegur svarmöguleiki, þ.e. sá sem varð fyrir valinu hjá meirihluta kjósenda. Sú staðreynd hefur hins vegar ekkert með það að gera að Landsbankinn skuli hafa endurgreitt öll innlánin, eins og honum var allan tímann skylt að gera, enda var ekki spurt um það í neinni þjóðaratkvæðagreiðslu.

Umræða um mál sem þessi er fyrst og fremst gagnleg ef við höldum okkur við staðreyndir. Afflutningur og afbakanir staðreynda eru hins vegar ekki til neins nema að skemmta skrattanum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2017 kl. 15:41

7 identicon

Svarið er auðvitað NEI.

ESB-já-narnir geta flutt sig til Evrópu.

Jóhannes (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 16:30

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helgi.

Það er ekki hægt að halda áfram með aðildaviðræður.  Þeim var slitið.  

Vilji menn gangi í ESB verður að sækja formlega um það upp á nýtt.  

Að sækja um inngöngu er hins vegar ekki lýðræðislegt að gera, nema þjóðin samþykki það að vilja fara inn í ESB.  

Annað er kjaftæði, engar samningaviðræður og ekki hægt að kíkja í pakkann.  Hvenær verður hægt að skilja það?

Hvað varðar annað í þinni umfjöllun, er það ósannað með öllu.  Venjulegur gjaldmiðill hefur ekkert með lægra vöruverð, lægri vexti né afnám verðtryggingar.  Allir þessir hlutir eru heimatilbúin og hægt að leysa heimafyrir.  Vandamálið er frekar viljaleysi til að leysa hlutina.

Vöruverð getur aldrei lækkað við það eitt að skipta um gjaldeyrir.  Íbúafjöldinn og fjarlægð frá markaði er þar stóra breytan, svo ekki sé nú minnst á verslunarmafíuna, sem hefur verðmyndun í höndum sér.  Hvernig má það vera að hægt er að selja vöru með 70% afslætti á útsölu.  Er ekki eitthvað að upphafsverðinu?

Vaxtastigið er stjórnað af Seðlabanka Íslands.  Heldur þú að þeir sem eiga peninga vilji ekki ávaxta þá með góðum kjörum?  Skildi vera að lífeyrissjóðirnin séu sammála að lækka vexti?

Verðtrygginguna getur Alþingi afnumið, - hvenær sem er.  Hvar er viljinn til þess?  Hvað segja lífeyrissjóðirnir og hvernig fer þá með ellilaunin þín?

Ágætt væri svo að fá svar við spurningu minni.  Viltu lenda undir Dönum, eins og Færeyingar og Grænlendingar?


Benedikt V. Warén, 2.1.2017 kl. 20:18

9 identicon

Helgi, reyndu að hafa staðreyndirnar á hreinu í staðinn fyrir blekkingar. Viðræðurnar sem eðlilega strönduðu voru AÐLÖGUNARVIÐRÆÐUR. Þorirðu að nota það rétta hugtak næst?

Aðeins fábjánar og landráðamenn vilja íslenzka aðild að þessu Evrópusambandi sem er að hruni komið.

Pétur D. (IP-tala skráð) 2.1.2017 kl. 21:32

10 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Sæll Benedikt.

"...aðildaviðræður.  Þeim var slitið." - Hárrétt. Vefsíða Evrópusambandsins var uppfærð til að endurspegla það. Ekki á einum stað, heldur öllum þremur þar sem slíkt var tilgreint.

"...ekki hægt að kíkja í pakkann." - Jú jú það er víst hægt. Hann er hér: Samsteyptar útgáfur sáttmála um Evrópusambandið og sáttmálans um starfshætti Evrópusambandsins

"Verðtrygginguna getur Alþingi afnumið, - hvenær sem er." - Alveg rétt. Meginregla íslenskra laga um verðtryggingu er að hún er ekki heimil nema þar sem hún er sérstaklega leyfð með lögum (sjá t.d. greinaskrif Eyvindar G. Gunnarssonar höfundar laga um vexti og verðtrygging og forseta lagadeildar Háskóla Íslands). Árið 2001 var verðtrygging miðað við gengi erlendra gjaldmiðla felld brott úr lögum. Frá hruni hefur tvisvar verið lagt fram frumvarp til laga um afnám verðtryggingar miðað við vísitölu neysluverðs. Á nýafstöðnu kjörtímabili lagði fjármálaráðherra tvisvar fram frumvarp sem innihélt m.a. tillögu um afnám verðtryggingar miðað við hlutabréfavísitölur. Þetta eru bara nokkur dæmi. Það eina sem þarf er 32 þingmenn sem segja já.

"Hvar er viljinn til þess?" - Allavega hjá 63,8% landsmanna samkvæmt nýlegri Gallup könnun, sem er hærra hlutfall en þeirra sem greiddu atkvæði gegn Icesave samningunum.

Guðmundur Ásgeirsson, 2.1.2017 kl. 21:53

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Guðmundur og þakka þér fyrir málefnalega umræðu.

Þú bendir réttilega á að kíkja í pakkann, sé ekki rétt hjá mér.  Betra væri að segja að kíkja í kassann (sbr. konfektkassann) og velja bestu bitana.  

Það er ljóst, að reglugerðafarganið er opið og öllum aðgengilegt sem vilja kynna sér það.  Eina sem er umsemjanlegt er hve langan tíma hvert land þarf til að fullgilda inntökuskilyrðin.  Það vefst hins vegar fyrir ótal mörgum að skilja muninn á að semja og inntökuskilyrði.

Hvað varðar viljann til að afnema verðtrygginguna, þá nægir því miður ekki 63,8% landsmanna til þess, ef Alþingi er botnfrosið í þeirri aðgerð.

Lobbi (Guðmundur Ólafsson hagfræðingur) sagði hins vegar í þætti sem ég horfði á fyrir margt löngu, ef ég man það rétt, að lækkun vaxtaprósentu væri mun vænlegri fyrir lántakandann, en afnám verðtryggingarinnar.

Hitt er svo annað mál, að það er í meira lagi einkennilegt að vera með á Íslandi verðtryggingu og klína ofan á það hæðstu vöxtum, sem þekkjast á byggðu bóli.   

Benedikt V. Warén, 2.1.2017 kl. 22:37

12 identicon

Benedikt, viðræðunum var aldrei slitið, þau voru sett á ís. Það hefði þurft að leggja viðræðuslit fyrir alþingi en það var aldrei gert. ESB hefur mörgum sinnum líst því yfir að þau séu tilbúin að hefja viðræður að nýju hvenær sem er.

Pétur, athugasemd þín lýsir þínum innri manni.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 09:25

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helgi, kallaðu það eins og þú villt.  Á einhverjum tímapunkti hlítur umsókn að ljúka, sér í lagi þegar stjórnarskráin heimilar ekki það valdaafsal sem í þessu ferli felst.

Hvers vegna heldur þú að Samfylkingunni hafi verið svona mikið í mun að breyta stjórnarskránni?

Var það ekki markmiðið að lauma inn grein um valdaafsal?

Hver er afstaða þín til spurningar minnar um að skríða uppí hjá Dönum, að því gefnu að það verði hægt?  Hefur þú enga skoðun á því? 

Benedikt V. Warén, 3.1.2017 kl. 12:39

14 identicon

Benedikt,

ég tel það hafa verið mikil mistök að hafa slitið sambandinu við Dani, ekki vegna þess að Danir hafi eitthvað reynst okkur vel, þvert á móti, heldur vegna þess að við erum sjálfum okkur verst.

Ef ekki hefði verið fyrir Bandaríkjamenn sem dældu peningum inn í þetta land rétt eftir stríð og út allan þann tíma sem herstöð var hér, þá stæðum við berstrípuð á einhverjum öskuhaugi, leitandi að einhverju ætilegu.

Okkar eina von, er að gangast á hönd ESB og það strax, annars blasa öskuhaugarnir við okkur öllum.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 3.1.2017 kl. 15:27

15 Smámynd: Benedikt V. Warén

Já Helgi, þakka þér heiðarlegt svar.  

Öskuhaugarnir það er nú það.  

Hver lítur á þá á sinn hátt og hvað er hvað.  

Ég tel þá vera ESB, ein rjúkandi rúst með fallandi gengi EURO og bullandi atvinnuleysi.

Kveðja

Benedikt V. Warén, 3.1.2017 kl. 16:16

16 identicon

Gleðilegt ár!

Snjöll athugasemdin hans Helga hér að framan!

Umhugsunarefni þessi eilífðar þráhyggja um ESB
að ekki sé minnst á stjórnarskrármaníuna.

Menn hljóta að sjá að ESB er á fallanda fæti og
Merkel fýkur í næstu kosningum svo Þjóðverjar gætu
hugsanlega reynt að finna leiðir til að koma sér útúr
þessu óláns sambandi.
Sér einhver fyrir sér að AfD hafi áhuga á þessu draugasambandi?

Þá eru reyndar ekkert minni líkur á að breytingar gætu orðið
í Frakklandi á sömu leið.
ESB bar dauðann í sjálfu sér strax frá byrjun og þau verða aldrei
fleiri ríkin en einmitt í ár sem munu vilja yfirgefa þetta
sökkvandi skip.

Hætt við að stormasöm sambúð bíði verðandi stjórnarflokka.
Langtum betri samsetning hefði verið: D+VG+B.
Katrín hefði mátt vera ákveðnari og þá hefði hið síðara
orðið og miklum mun farsælla.

Ætli verði myndaður nýr flokkur á árinu?!

m.f.g,

Húsari. (IP-tala skráð) 5.1.2017 kl. 09:32

17 identicon

Ég hef sjaldan lesið eins mikla endemis dellu eins og frá þessum Helga Jónssyni. Hann er alvarlega veruleikafirrtur.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 02:42

18 identicon

Helgi Jónsson, þú veizt greinilega ekki neitt um ESB. Núll.

Pétur D. (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 02:55

19 identicon

Þetta er að hluta til rétt hjá þér Pétur en vil samt leiðrétta þig, því ég veit eitthvað um ESB en einmitt þess vegna vil ég klára aðildarviðræðurnar, til að vita meira.

Helgi Jónsson (IP-tala skráð) 6.1.2017 kl. 13:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband