Krossfestingin afstaðin. Nýr kafli " Upprisan"

Eitt það dapurlegasta sem maður hefur orðið vitni að, undndanfarin missiri, er aðförin að Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, sem ekki er hægt annað en að flokka sem einelti.  

Þar hafa fréttamenn RÚV farið fyrir hópi hrópenda, gegn fyrrverandi forsætisráðherra og endaði sú aðför með því að Sigmundur varð að láta í minni pokann fyrir Svartstökkum Framsóknarflokksins, sem aldrei gátu sætt sig við að almennur framsóknarmaður gæti haft skoðun í flokknum, hvað þá að ráða einhverju hvað þar fer fram.  

Svartstakkar Framsóknarflokksins fylgja ekkert frekar hugsjónum eða lögmálum samvinnustefnunnar eða Framsóknarflokksins.  Þeir flögra út og suður og teygja stefnu flokksins í þær áttir sem hentar þeim í hvert sinn.  

Þá skiptir engu hverjum blæðir, þar helgar meðalið eingöngu tilganginn og greinilegt að aðförin að SDG hefur ekki verið þeim sérstaklega þungbær né markmiðum þeirra sérlega andsnúin.

Sárast er hins vegar að sjá samherja hans í pólitík, leggjast eins lágt og þeir gerðu, í Háskólabíó á sunnudaginn, með og fylkja sér í flokk þeirra, sem af mestri óbilgirni hafa barið á SDG.

Svo hljóta stóru spurningingarnar að vera:

Af hverju er RÚV svona í nöp við Sigmund Davíð?

Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Bjarna Benediktsson og eignir hans í útlöndum?

Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Ólöfu  Nordal og eignir hennar í útlöndum?

Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Steingrím J Sigfússon og viðsnúning VG í máli ESB?

Af hverju fjallaði RÚV ekki meira um Katrínu Jakobsdóttur og að "kíkja í pakkann" hjá ESB?

RÚV biðst afsökunar þegar fréttastofan fer rangt með nafn einhvers viðmælenda, sem er rétt og sanngjarnt að gera, þegar farið er með rangt mál.

Hefur RÚV, svo mikið sem íhugað, að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson afsökunar á að hafa ítrekað farið rangt með staðreyndir í hans tilfelli?

Nú er bara að vona að sárin grói fljótt og að Sigmundur rísi tvíefldur upp og sýni Svartstökkum Framsóknarflokksins, - hvar Davíð keypti ölið

 

 


mbl.is Sigmundur áfram oddviti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur augljóslega enga hugmynd um hvað einelti er. Það er ekki hægt að kenna öðrum um fall Sigmundar, hann sá um það sjálfur. Þetta sjá allir nema Tortólaarmur Framsóknarflokksins.

Sigurður Helgi Magnússon (IP-tala skráð) 4.10.2016 kl. 11:15

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurður Helgi Magnússon.

Þakka þér innlitið og málefnalegt innlegg.  Auðvita hefur maður ekkert svar við svo þjúpri speki, sem birtist í færslu þinni.

Benedikt V. Warén, 4.10.2016 kl. 11:40

3 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Samkvæmt skilgreiningu Sigurðar Helga Magnússonar telst ég víst til "Tortólaarms Framsóknarflokks". Ekki slæmur titill það!

Reyndar hef ég aldrei átt peninga á Tortóla, né annarstaðar erlendis, nema auðvitað í gegnum lífeyrissjóðinn minn. Þar í gegn á ég víst víða peninga, reyndar ekki vitað nákvæmlega hvar, en miklar líkur á að eitthvað af þeim leynist á Tortóla. Því má víst með sanni segja að allt launafólk í landinu sé í einhverskonar Tortólaarmi. Hver og einn getur síðan haft gaman af því að bæta nafni einhvers stjórnmálaflokks eða annarra samtaka aftan við titil síns andstæðings, svona til að hnykkja á skítkastinu.

Annars ætlaði ég nú bara að þakka fyrir góð skrif hjá þér, Benedikt.

Gunnar Heiðarsson, 4.10.2016 kl. 12:10

4 Smámynd: Steindór Sigurðsson

Góðan daginn. Það var að renna upp fyrir mér ljós. Ég held Benedikt að svarið við þínum spurningum sé að nú á að djöfla þjóðinni inní EVRÓPUSAMBANDIÐ alveg sama hvað. Þess vegna þarf að vængstífa alla sem eru á móti.

Steindór Sigurðsson, 4.10.2016 kl. 13:08

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gunnar Heiðarsson.

Þakka innlitið og kveðjuna.

Það er nú einu sinni svo, að manni svíður undan bloggurum, sem virðast forritaðir hjá einhverjum öðrum, sneyddir allri sjálfsæðri hugsun.  

Þessir bloggarar fjalla oft um hluti sem þeir hafa ekki kynnt sér, lesið sér rangt til eða það sem verst er, að lepja bull upp frá einhverjum öðrum.  

En eins og sagt er, -þegar ein beljan mígur....

Benedikt V. Warén, 4.10.2016 kl. 13:21

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steindór Sigurðsson.

Rétt greining hjá þér.  

Benedikt V. Warén, 4.10.2016 kl. 13:23

7 Smámynd: Haukur Árnason

Er sammála þér Benedikt, en ekki kann ég svör við stóru spurningunum, og seint held ég að RUF komi með einhverjar afsökunarbeyðni.

Haukur Árnason, 4.10.2016 kl. 20:26

8 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Benedikt. Ekki kann ég svörin við öllum þínum réttmætu spurningum.

En vil bæta einni og hálfri spurningu til viðbótar, við spurningarlistann þinn ef ég má gerast svo djörf og heimtufrek við faldavaldið andlits og ábyrgðarlausa á fjölmiðabatjaldanna vöktum.

Hvers vegna fær DV-slúðurblaðið rannsóknablaðamennsku-auglýsta að mannorðsmyrða og krossfesta fólk án hæstaréttarlögmannsverjenda með tilheyrandi siðmenntuðum dómstólanna verklagsleglum, siðmenntaðra réttarríkja?

DV-rannsóknar-slúðurblaðað mannorðsmyrðandi og hótandi, hæstaréttarlögmannsins hringborðs-svikalögmanna-lagareglu-svíkjandi: Sigurðar G.Guðjónssonar? Og Framsóknarsvika-fjölmiðlandi DV-svikaeigandinn svartipéturinn Björn Ingi Hrafnsson (óútskýranlega dópsöluhagnaðar-auðugi), dílerinn undiheimadómstólavarði fjölmiðla-kaupmaðurinn?

Það þarf að kafa aðeins dýpra í kaffæringa-pyntinga-réttarkerfið á dómstólanna og réttarríkisins svikula Íslandi, hefði maður haldið.

Alla vega ef traust og trúverðugleiki réttar-verndar-siðmenntaðs dómskerfisins á Íslandi, á að standast alþjóðlegar siðmenntaðar samfélags-samninganna viðmiðunarkröfur.

Það virkar víst ekki rétt að hafa einræðis-tilburði að Tyrkneskum mannréttindabrotasið, í svokölluðum siðmenntum mannréttandasáttmála-skuldbundnum réttar-ríkjum.

M.b.kv. 

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 4.10.2016 kl. 20:31

9 Smámynd: Jón Valur Jensson

Reyndin er sú til róta, 

að rán og svindl og prettir

bregðast, er lögin brjóta

bráðlyndir villikettir.

Þótt svika þeir sæki´ í að njóta,

þeir seint verða´ af þessu mettir.

  

Jón Valur Jensson, 6.10.2016 kl. 02:59

10 identicon

Jesú Kristur mættur á svæðið.  Það er ekkert annað.  Ég á soldið erfitt með að sjá fyrir mér Jesú Krist á Nató fundi en Sigmundur Davíð fór létt með það.  Hann er rosalegur.

http://www.ruv.is/frett/forsaetis-og-utanrikisradherra-a-nato-fund

Elín Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 7.10.2016 kl. 09:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband