Er búið að fara með fóður í Möppudýragarðinn?

Öll svona verkefni, sem fara út fyrir kassalaga rammann hjá möppudýrunum, kallar á tóm vandræði.

Þegar ferjan á Lagarfljóti var keypt, var hún með leyfi til siglinga í Svíjóð með þeim björgunarbúnaði sem skipinu fylgdi.  Á Íslandi var það ekki nóg.  Um borð þurfti að vera björgunarbúnaður fyrir 50% fleiri farþega en skipið mátti sigla með og vistir og vatn til þriggja vikna.  Rekakkeri þurfti einnig að vera að viðurkenndri gerð, en eftir talsvert þref fékkst undaþága frá því.

Nú er búið að stoppa skipið.  Ekki fæst viðurkennt hér, að til eru vatnaleiðir, sem ekki eru jafn svakalegar og Barentshafið í vetrarham.  Það virðist engu skipta í okkar kerfislæga heimi, skip er skip og þarf að uppfylla staðla úthafssiglingar, þó færi sé gefið á öðru í Evrópusamþykktum, hefur það ekki fengist tekið upp hér.

Ekki mátti reka veitingastað í skipinu bundið við bryggju, nema með gildu haffærnisskírteini, jafnvel þó svo grunnt væri undir skipinu, að ef svo ólíklega vildi til að það sykki, mundi það aldrei fara það þjúpt að flyti upp á neðsta dekk, hvað þá meira.

Þá datt mönnum í hug að stilla því upp á land og reka í því veitingastað.  Nei aldeilis ekki, það var ekki næg lofthæð að drekka bjór í fasteign.  

EKKI NÆG LOFTHÆÐ AÐ DREKKA BJÓR.

Þetta er möppudýragarðurinn á Íslandi í dag. 


mbl.is Togari verði að hóteli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þetta væri fyndið ef það væri ekki svona sorgleg euðsla á almannafé og eins og þú segir möppudýragarður. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 15.3.2016 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband