Þjóðvegur eitt. Hver er í skotgrafahernaði?

Íbúar í Fjarðabyggð hafa farið mikinn undanfarið og krafist færslu á þjóðvegi eitt, án þess að nokkur haldbær rök fylgi.  Helst er að skilja að lægra vegnúmer skili fleiri ferðamönnum.

Hvernig má það þá vera, að þjóðleið 939 um Öxi er með umtalsvert meiri umferð en Þjóðvegur eitt um Breiðdalsheiði (www.vegagerdin.is) og skv. heimasíðu Steinasafns Petru á Stöðvarfirði eru gestir þar um og yfir 20.000 árlega.  

Um daginn var ég á ferðinni eftir Fagradalsbrautinni (þjóðleið 92) frá Egilsstöðum til Reyðarfjarðar.  Þar sem ég kem af þjóðleið 92 (merki F16.11) og ætla eftir þeirri sömu út úr hringtorginu á Reyarfirði, uppgötva ég að það vor þrjár, af fjórum, leiðir út úr hringtorginu merktar 92. Leiðin sem ég kom frá Egilsstöðum, leiðin um hafnarsvæðið á Reyðarfirði og leiðin framhjá andapollinum.  Augnabliks valkviða varð vart. 

Í næsta hring veitti ég því eftirtekt, að ramminn umhverfis 92 hafnarleið var punktalína (merki F16.21), sem þýðir að athuguðu máli leið inn á þjóðveg 92 . (http://www.vegagerdin.is/photosrv/photosrv.nsf/vgPage/signsF%3Fopendocument&sel=r2c2.html) Hvers vegna þetta er með þessum hætti skal ég ekki fullyrða um, en auðvita hentar betur að hafa tvo fyrir einn, ef komist er upp með það.

Í aðdraganda alþingiskonsinganna 2006 hélt Kristján Þór úti heimasíðu og þar kom fram aldeilis metnaðarfull greining hans á samgöngumálum kjördæmisins.

"Samgöngumál
Ég tel bráðnauðsynlegt að halda áfram að bæta samgöngur innan kjördæmisins og ekki síður milli þess og annarra landshluta. Hér bíða fjölmörg brýn verkefni sem ég mun fjalla sérstaklega um annars staðar hér á vefsíðu minni en margir munu kannast við baráttu mína fyrir hálendisvegi milli Akureyrar og Reykjavíkur, Vaðlaheiðargöngum og flugsamgöngum milli Akureyrar og Reykjavíkur og fyrir beinu flugi til útlanda frá Akureyri."  

Eftir nokkur skeyti okkar í milli á netinu hvarf þessi kafli og áherslur í samgöngukaflanum náðu þar eftir örlítið út fyrir Eyjafjarðasvæðið.  Sérstaka athygli vakti að þingmaðurinn tók sérstaklega fram bættar samgöngur.  Ekki var hægt að skilja að í því fælist að lengja leiðir, heldur þvert á móti, að bættar samgöngur og stytting sé keppikeflið, - a.m.k. í tíma, eða átti þingmaðurinn eingöngu við samgöngur til og frá Akureyri?  

Það vakti ekki síður furðu, þegar Kristján Þór opinberar skoðun sína á fundi í Fjarðabyggð, haustið 2010, að heppilegt væri að færa Þjóðveg eitt á Austurlandi um firði með tilheyrandi lengingu.  Oftast er rætt um að bæta og stytta leiðir.  Í þessu tilfelli hefði verið nær að fjalla um að færa Þjóðveg eitt í fyllingu tímans, þannig að hann mundi liggja um Öxi og stytta þar með hringveginn umtalsvert.  Þessar nýju áherslur þingmannsins hljóta að vekja menn til umhugsunar um legu Þjóðvegar eitt í víðara samhengi.

Á t.d. með bættum samgöngum út Eyjafjörð, að færa Þjóðveg eitt þannig að hann verði skilgreindur um Siglufjörð, en ekki um Öxnadalsheiði, sem þó liggur nokkrum metrum hærra en vegur um Öxi og liggur þar að auki hjá garði nokkurra stórra bæjarfélaga á Tröllaskaganum. Hvað með Vopnafjörð, Bakkafjörð, Þórshöfn og Raufarhöfn?  Á þjóðvegur eitt að liggja þar um í framtíðinni og sleppa vetrarviðhaldi yfir fjöllin?  Verður ekki að vera samræmi í hlutunum?

Nú hefur Ólöf Nordal tekið við keflinu af Kristjáni Þór og fest á það fána Sjálfstæðismanna í Fjarðabyggð. Hvert er svar Sjalla á Héraði?

Aftur að punktalínunni á skilti utan um "92" til Reyðarfjarðar/Hafnarsvæði.  Er ekki hægt að nota sömu aðferð og gefst vel á Reyðarfirði?  Að hafa þjóðleið 96 Suðurfjarðaleið með aukamerkingu "1", þ.e. að merkja fjarðarleiðina, sem aðliggjandi veg að Þjóðvegi eitt.  Það kostar ekkert nema fáeinar álímingar með punktalínum utan um, "1"(merki F16.21), á nokkur skilti hér fyrir austan og málið dautt. 




« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband