Einn mesti fiflagangur ESB þingmanna þegar þeir.....

....samþykktu að banna glóperuna, áður enn annar sambærilegur ljósgjafi kom til sögunnar.

Þetta er skólabókadæmi um að skoða aðeins eina hlið á málinu, - orkusparnaðinn.  Markmiðið er göfugt, en hugsunin nær ekki alla leið.

Hverjir eru kostir glóperu?
- Hún er einföld
- Húrn er létt
- Hún er ódýr
- Hún lýsir
- Hún vermir
- Hún er einföld í endurvinnslu

Gallar:
- Hún endist frekar illa
- Hún skilar miklum varma frá sér (þar sem það er galli)

Það sem er merkilegt í Evrópu, er að það er verið að framleiða rafmagn sem er notað til lýsinga og upphitunar.  Sumsstaðar eru fjarvarmaveitur, sem mér er til efs að geti framleitt ódýrara afl (watt) en í raforkuverum sem eru kynt með kolum, olíu, kjarnorku eða vatnsafli.  Nokkuð er að færast í vöxt að nota vindinn, en ennþá er hann einungis brot af framleiðslunni.

Þá komum við að kjarnanum.  Bæði upphitun og lýsing er í flestum tilfellum að nota orkuna frá sama aflgjafanum (orkuveri).  Við það að breyta úr venjulegri glóperu, sem er að skila talsverðum varma í híbýli manna, í sparperu þarf að kynda ofnana meira sem því nemur og þá spyr maður, hver er þá ávinningurinn?

Í faratækjum, sem eru að aka við mismunandi aðstæður, er betra að nota glóperur eða sambærilegan ljósgjafa sem geislar út varma, ella þarf að nota aðrar leiðir til að bræða snjó og ís af ljóskerjum.  Á skipum og flugvélum er t.d. betra að nota glóperur vegna þess að hitinn frá þeim bræðir ís og snjó af glerjum og virkum siglingaljósanna er þar af leiðandi ekki takmörkuð.  Ef díóðuljós væru notuð, sem skila litlum varma frá sér, þarf að leysa upphitun glerja með öðru og margfalt dýrara hætti, þar sem orkunýtingin verður jöfn eða meiri en sparnaðnum nemur.  Þar að auki er verið að tvöfalda bilanatíðnina, því það er tvennt sem getur bilað í hverju ljósi, peran og upphitunin.  Enn spyr maður, hver er þá ávinningurinn?

Sparperur eru dýrari í framleiðslu, þyngri og erfiðari í endurvinnslu.  Mér er til efs, hvað sem síðar kann að verða, að þær séu eins ódýrar og af er látið þrátt fyrir meiri endingar en venjuleg glópera.  Glópera kostar um 1/10 af verði sparperu og endingin um eitt ár.   Sem sagt það er hægt að kaupa perur til tíu ára fyrir verð einnar sparperu.

Meiri orka fer í að framleiða sparperu, það þarf mun meiri orku til að koma sparperu á markað, vegna þunga hennar og það eru mun flóknara að endurvinna þær.  Hver er þá raunverulegur sparnaður?

Sparperur (LED) eiga samt fullan rétt á sér, þó varast beri að líta á þær sem “patent”-lausn.  Þær eru fínar þar sem raunverulega þarf að spara þarf orku og varmi nýtist ekki til upphitunar.

Mér sýnist þetta vera “týpisk byrokratalausn", þar sem hlutirnir eru settir upp í EXCEL-skjal og niðurstaðan fundin vegna þess að eingöngu er einblínt á einn þáttinn, í þessu tilfelli í tískuorð dagsins, - orkusparnað. Verra er það, ef þetta var markviss tilraun til að auka hagvöxt með því að þvinga neytendur til að kaupa margfalt dýrari vöru, sem þegar allt er á botninn hvolft, ekkert hagkvæmari né skemmtileg lausn.


mbl.is Snýr glóperan aftur?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Annað sem var ekki tekið með í reikninginn er að miklu meira af eitruðum efnum eru notuð í framleiðslu á svokölluðum sparperum, og þeim þarf fyrir vikið að farga með mun meiri tilkostnaði en venjulegum glóperum. Þannig er umhverfisfótspor "sparperanna" í raun stærra en glóperanna, sérstaklega í landi eins og Íslandi, þar sem orkunotkunin hefur hverfandi áhrif á umhverfisfótsproið enda er nánast öll orka hér framleidd á umhverfisvænan hátt.

Guðmundur Ásgeirsson, 18.1.2016 kl. 17:21

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Guðmundur.  Þakka innlitið.  Nákvæmlega það sem ég gleymdi að nefna, en breytir ekki stóru myndinni, þetta er arfa vitlaust.  Ekki bætti heldur úr skák að fyrstu perurnar náðu ekki fullum ljósstyrk fyrr en eftir um tíu mínútur. Það hefur blessunarlega stórbatnað með LED.  Þar að auki er mér stórlega til efs, að sá sparnaður sem stöðugt var klifað á hafi staðist.  

Sumar perurnar voru eingöngu fluorpípur í smækkuðu formi,sem þurftu "ballest" til að virka og sjóðhitnuðu þar að auki.  Greinilegt að þar var um talsverða hitaorku sem hvarf út í náttmyrkvið, og hvergi tíundað í raun. það má segaja svona hliðar VW svínarí í boði ESB.

Benedikt V. Warén, 18.1.2016 kl. 22:59

3 identicon

Þoli ekki sparperur, allt of dýrar og endast alls ekkert betur en glóperur.  Helv. rugl.  Bið að heilsa Siggu

Bibbi (IP-tala skráð) 19.1.2016 kl. 10:15

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Bibbi.  Skila því.

Annað sem maður veltir fyrir sér.  
Hvers vegna á að banna glóperuna?
Er hún hættuleg?
Á ekki að láta markaðinn ráða?
Verður hægt að selja glóperu ef annað betra er í boði?

Tóbak er sagt hættulegt.
Hvers vegna banna þessir forræðishyggjuvitringar ESB ekki tóbak?

Benedikt V. Warén, 20.1.2016 kl. 13:07

5 Smámynd: Einar Steinsson

Þetta er ekki bundið við ESB, byrjaði í Anmeríku, Suður Ameríku raunar, síðan Kanada og sumum ríkjum USA. Í Evrópu voru Bretar fyrstir og síðan fleiri lönd og loks komu ESB reglur. Í dag er búið að sparka þessari 19 aldar tækni út í nánast öllum hinum vestræna heimi beggja vegna Atlandshafsins.

Og það sem þið kallið "sparperur" (gasperur) eru sem óðast að hverfa af markaðnum líka og LED ljós að taka allt yfir og verðið á LED er í frjálsu falli, held að LED perur sem ég keypri um daginn hafi kostað u.þ.b. helmingi meira í fyrra.

Einar Steinsson, 20.1.2016 kl. 22:03

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Einar.

Það sýnir fáráðsháttinn í hnotskurn að nú er hægt að kaupa "venjulegar" perur sem er með halogen peru inn í venjulegri gamalli Edison-peru.  Getur það orðið meira absúrt í þessum kerfislæga heimi?

Segðu mér í framhjáhlaupi.  Hver er aðalmunurinn við að kynda hús með rafmagni í gegnum element í þilofni, eða nýta þann varma sem verður til þegar logar á perunni?

Benedikt V. Warén, 20.1.2016 kl. 23:32

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Einar, gleymdi að nefna það.  Við þurfum ekki að fara eftir reglugerðum í þeim löndum sem þú nefnir, öfugt við gerræðislegu lögin í ESB.

Benedikt V. Warén, 20.1.2016 kl. 23:35

8 Smámynd: Einar Steinsson

Halogen perurnar verða bannaðar annaðhvort á þessu eða næsta ári man það ekki alveg en þær eru á listanum.

Þetta með hitann er ekki svona einfalt, hiti leitar upp og þess vegna nýtist hiti í ljósaperu sjaldnast í annað en að hita upp loftið fyrir ofan peruna, þess vegna setjum við ofnana eins neðarlega og hægt er.

Það má vel vera að bannið sé óþarfi á Íslandi en meginhluta Evrópu og Ameríku var þetta mjög nauðsynlegt sérstaklega til að sparka í framleiðendur að þróa ný ljós sem sóa ekki orkunni, það geta ekki allir hent orku út um gluggan eins og Íslendingar, áður en bannið kom til gerðist nákvæmlega ekkert í þróun á lýsingu en síðan það tók gildi hefur orðið bylting.

Ég verð að segja að ég sakna þess ekki að vera stanslaust hlaupandi um að skipta um ónýtar perur, ég byrjaði að skipta glóperum út talsvert áður en þetta bann kom til, á þeim tíma var oft vesen að fá perur sem pössuðu en nú er úrvalið miklu meira og núna kviknar bara á perunni þegar maður smellir á rofana, sprungnar perur heyra sögunni til. Farið hefur fé betra.

Einar Steinsson, 21.1.2016 kl. 08:26

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Einar.

Allur hiti leitar upp.  Því skiptir litlu hvort perur eru að hita upp efst, vegna þess að þá nýtist hitinn frá ofnunum neðar.  Ég var fráleitt að mæla með að hita með perum eingöngu.

Með því að útrýma glóperunni, er einnig verið að takmarka getu fátæku landanna til að lýsa hjá sér, vegna þess að það fólk hefur ekki efni á þessum dýru lausnum.  Verðið fer þó lækkandi á LED eins og þú bendir réttilega á.

Ég breyti ekki skoðun minni á því, svona aðgerðir eiga að vera markaðstengdar, ekki með tilskipunum ofan frá.  Þegar kemur fram vara sem menn sjá að er betri og hagkvæmari en það sem fyrir er, breytist þetta af sjálfu sér.

Benedikt V. Warén, 21.1.2016 kl. 08:43

10 identicon

Flest rök sem að koma fram hérna halda ekki hjá ykkur. Einar Steinsson hefur alveg rétt fyrir sér með þessi mál.

Að tala um að glópera sé jákvæð vegna þess að sá hluti orkunnar sem að ekki nýtist til ljóss nýtist sem upphitun í staðinn. Vandamálið er bara að lýsing er ekki stýrð út frá hitastigi. Þar af leiðandi er rökleysa að ætla sér að nýta hita frá henni til upphitunar. Það er algerlega tilviljunum háð hvort að þessi hiti nýtist til upphitunar eða hvort að hann fari til spillis. Tækni sem skal notast til húshitunar verður að stýra út frá því til að tryggja hámarks nýtingu orkunnar. Orka sem á að nýtast til lýsingar og er stýrð út frá því verður að nýtast, að sem mestu leyti, til þess að framleiða ljós. Ekki hita.

Einnig bendir Einar réttilega á að þróun nýrrar tækni kemst fyrst á skrið eftir að bannið kom til. Af þeim sökum kemur þetta bann neytendum sérstaklega vel þar sem að fólk hefur nú möguleika á að kaupa ljósgjafa sem hafa mun hærri nýtni á viðráðanlegu verði en hægt hefði verið hefði bannið ekki komið til.

Einnig er enginn "fáráðsháttur" að edison perur séu framleiddar og seldar með halogen perum innan í. Halogen perurnar hafa mun betri nýtni en gömlu glóperurnar höfðu. Þetta stig er mjög eðlilegt í þeirri þróun sem að við erum að verða vitni að núna.

Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 21.1.2016 kl. 09:35

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Gunnar.

Halogenpera er í grunnin sama peran og gamla góða glóperan.  Byrokratarnir gátu ekki bannað hana, vegna þess að hún er svo útbreidd og vinsæl í faratækjum vegna þess að byrtumagnið var meira en í þeirri góðu gömlu.  

Að tala um að hita upp með glóperu er bara útúrsnúningur hjá þér.  Ég fjallaði um að hitinn frá henni færi ekki til spillis, hann nýttist innandyra og kæmi frá sama orkugjafanum og vegna annarar orkunotkunar í húsum. En þetta getur þú lesið um hér að ofan.  Að þvinga fólk til að kaupa ónýtt rusl til að þróun eigi sér stað er bara steypa.  Þar komum við að þeim punkti hjá mér þar sem velt er upp, eða... ,, var markviss tilraun til að auka hagvöxt með því að þvinga neytendur til að kaupa margfalt dýrari vöru, sem þegar allt er á botninn hvolft, ekkert hagkvæmari né skemmtileg lausn."  ...Var þessu ESB-liði ef til vill mútað til samþykkja bannið?

Halogen perur innan í gamla Edison endast ekki rassgat þó þær séu margfalt dýrari og spæla megi egg á þeim.

Einnig fjallaði ég um hve vitlaust væri að banna notkun á henni, markaðurinn hætti að nota hana þegar önnur betri tækni kæmi á markað, nú er LED að ná þessu í verði.

Benedikt V. Warén, 21.1.2016 kl. 23:58

12 identicon

Það er alrangt að halogen pera sé í grunnin samskonar og "gamla góða" peran. "Gamla góða" peran er glerhylki sem er lofttæmt. Innan í því er svo glóþrá'ur sem að veitir birtuna, og hitann,, með því að verða hvítglóandi. Halogenpera, hinsvegar, er glerhylki sem að fyllt er halogen gasi. Hún inniheldur einnig glóþráð sem að virkar á sama hátt og í "gömlu góðu perunni. Halogen gasið í halogen perunni veldur því að uppgufun frá tungstein þræðinum í perunni verður mun hægari osem að lengir líftíma perunnar. Ef að "gömlu góðu" perurnar eru bornar samn við halogen peru sem að gefur sama ljósmagn. Sem að er að sjálfsögðu eini vitræni samanburðurinn á milli tveggja ljósgjafa kemur í ljós að töp vegna hita eru 30% lægr í halogen perunni. Það er því alveg ljóst að það er talverður sparnaður að skipta út "gömlu góðu" perunni með nýrri edison peru með halogen peru innan í.

Það sem að ég sagði um upphitun með glóperu er alls enginn útúrsnúningur. Þú nefndir það sjálfuir að sá hiti sem að stafaði frá gloperu færi ekkert til spillis þar sem að hann nýttist á móti hita frá ofnum. En eins og ég benti þér á þá er engin trygging fyrir því að það sé þörf á upphitun á sama tíma og ljósið er kveikt. Ef að meiri hita er ekki óskað þá fer sú orka sem verður að hita við það að láta ljóið loga að sjálfsögðu til spillis og er engum að gagni.

Halogen perur innan í edison perur endast 2250 til 3500 tíma á móti 750 til 1000 tímum hjá "gömlu góðu" perunum. Að þær endist "ekki rassgat" er reyndar erfitt að bera saman við ákveðinn fjölda klukkustunda. En ég skil þína athugasemd sem neikvæða. En eins og ég benti á er endingin margföld á við gamaldags glóperur.

LED peran er að lækka mikið í verði, það er rétt hjá þér. En það er fyrt og fremst vegna þessa banns. Verðið lækkar vegna þess að mikið meira selst af LED perunum. Ef að markaðurinnn hefði fengið að ráða væri LED peran mun dýrari í dag þar sem að þróun hennar væri ekki komin jafn langt. Neytendur væru enn að nota verri tækni sem hefði í för með sér meria álag á raforkukerfið og þar með á umhverfið.

Enn og aftur, þetta bann kemur öllum neytendum mjög vel og einnig umhverfinu,.

Gunnar Runólfsson (IP-tala skráð) 22.1.2016 kl. 10:15

13 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Gunnar.

Grining þín á mismunum á perum er ansi þröng og jaðrar við sölumennsku á Halogen.

Þú staðfestir hins vegar það sem ég var að reyna að koma á framfæri.

"Halogen perur innan í edison perur endast 2250 til 3500 tíma á móti 750 til 1000 tímum hjá "gömlu góðu" perunum." ..segir þú.  Halogenperan er þrisvar til fjóru sinnum dýrari en sú "gamla góða", sem táknar að þú getur keypt 3-4 Edison fyrir eina Halogen.  Hver er þá ávinningurinn?

Hvað varðar lækkun á led perunni, er það þitt mat, ég er ósammála þinni greiningu.  Það er fullt af framförum sem eiga sér stað, óháð vitlausum samþykktum ESB, - sem betur fer. 

Þakka málefnlega umræðu.  Eigðu góðan þorra.

Benedikt V. Warén, 22.1.2016 kl. 12:53

14 Smámynd: Einar Steinsson

Halogen perur til lýsingar í húsum falla líka undir bannið, það tekur bara síðar gildi (á þessu eða næsta ári) enda eru reglurnar þannig að það eru ekki allar glóperur bannaðar í einu heldur í nokkrum áföngum.

Að mínu áliti var þetta bann til mikilla heilla það er búinn að vera meiri þróun í lýsingu á þessum örfáu árum síðan það var byrjað að banna þær heldur en öll þessi u.þ.b. 130 ár síðan glóperann var opinberlega fundin upp. Málið er að hvað sem eftirspurn líður höfðu framleiðendur greinilega engan áhuga á að þróa eitthvað nýtt enda glóperur algjör gullnáma fyrir þá, engin þróunarkosnaður, og engin ending þannig að það var gulltryggt að hvert einasta heimili og fyrirtæki þurfti að kaupa fjöldann allan af perum á hverju ári.

Stundum er það bara þannnig að yfirvöld þurfa að grípa inní til að sparka þróun af stað.

Einar Steinsson, 22.1.2016 kl. 13:44

15 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Eitt atriði glóperum í hag umfram aðrar sem enginn virðist hafa veitt athygli; birta glóperanna fer betur með augun. 

Kolbrún Hilmars, 22.1.2016 kl. 17:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband