Vill VG sækja um inngöngu í ESB?

Hvernig væri að Katrín svarað því?

Er það ekki orðið morgunljóst að Katrín Jakobsdóttir er búin að breyta stefnu VG í að vera ESB flokkur, án þess að hafa flokkssamþykkt að baki sér.

Skyldi Steingrímur vita af þessu.

Hér tjáir Steingrímur J. Sigfússon sig um aðildarviðræður við ESB - degi fyrir kosningar


https://www.youtube.com/watch?v=AIBuEnFQ6ac


mbl.is Krefjast svara frá Sigmundi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Sæll Benedikt, ég get svarað þessu fyrir þig með VG og ESB. VG hefur það ekki á stefnuskrá að Ísland sæki um ESB-aðild. Árið 2007 samþykkti VG þá stefnu í ESB málum.

Í fyrsta lagi að þjóðin yrðu spurð um hvort hún vildi að sótt yrði um þessa aðild. Síðan að ef fram kæmi samningsuppkast að myndi þjóðin kjósa um hvort hún vildi samþykkja slíkan samning.

Á þessum tíma voru allir flokkar með það á stefnuskrá að Ísland sækti um aðild. Þetta átti að vera ákveðin leið til þess að VG gæti átt samstarf með öðrum flokkum eftir kosningar 2007.

Þessi stefna VG er í sjálfu sér óbreytt. 

Síðan kom hrunið og VG taldi sig eiga að axla þá pólitísku ábyrgð að taka þátt í að mynda bráðabyrgðastjórn og þá varð þessi málamiðlun er síðan var ítrekuð eftir kosningar 2009. Að farið yrði í þessar viðræður í umboði Alþingis og síðan yrði kosið um samning ef til þess kæmi.

VG hafði þann fyrirvara, að flokkurinn teldi sig ekki bundinn af því að mæla með slíkum samningi. Sú stefna stendur enn í raun og veru en hefur samþykkt að þessar viðræður færu fram á vegum vinstri flokkanna. En ekki ef t.d. núverandi flokkar hefðu haldið þessum viðræðum áfram.

Ekki gleyma því, að þegar eru ´gildi tveir samningar við ESB. Sá fyrri frá 1. janúar 1970 er Ísland gerðist EFTA- land og hinn síðari 1993 með EES samningi.

Ísland er þegar með auka aðild að ESB eins og bæði Bjarni Benediktsson eldri kallaði EFTA samninginn og Davíð Oddsson kallaði EES-samninginn 

Kristbjörn Árnason, 13.4.2015 kl. 18:02

2 identicon

Það er hægt að vera á móti aðild en vilja að samið sé og þjóðin taki síðan upplýsta ákvörðun. Það eru ekki allir það valdasjúkir að vilja ráða öllu einir.

Ufsi (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 18:09

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Kristbjörn.

Af hverju vill VG þá halda áfram aðlögunarferlinu, ef þeir vilja ekki inn í ESB??????

Benedikt V. Warén, 13.4.2015 kl. 18:19

4 identicon

 Það er hægt að vera á móti aðild en vilja að samið sé og þjóðin taki síðan upplýsta ákvörðun. Það eru ekki allir það valdasjúkir að vilja ráða öllu einir.

Ufsi (IP-tala skráð) 13.4.2015 kl. 18:31

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ufsi.  Ég hef séð annarsstaðar að þú ert ekki að skilja ferlið, lestu þig til og þá verður þú samræðuhæfur.

Benedikt V. Warén, 13.4.2015 kl. 18:48

6 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Ég hefði auðvitað átt að láta það vera að upplýsa þig Benedikt. Ef þú hefur lesið textan sem ég sendi þér á hefur þú svarið. En það er þarna efst til vinstri hægra megin.

En það er eðlilegt að vinstrimenn vilja kanna hvað kann að koma út úr samningum við ESB þegar aðrir ræða við ríkjasambandið en Sjálfstæðisflokkur. Ég nefndi tvo samninga sem þegar hafa verið gerðir en þeir tóku fyrst og fremst mið af hagsmunum fyrirtækjanna í landinu. 

Það var til þess vinnandi að kanna hvort hægt væri að gera samninga sem tækju mið af hagsmunum almennings. 

En ykkur til skemmtunar, var það svarinn andstæðingur ESB sem var höfundurinn og sá sem flutti tillögu að þessari stefnubreytingu VG. 

En aðstæður ´stjórnmálum á þessum tíma voru eins og sagði, að allir flokkar sem buðu fram 2007 til Alþingis voru fyllgjandi aðild Íslands að ESB, nema VG. 

Það er einhver ufsi hérna að bulla, er hann á þínum vegum Benedikt?  Ef þú þekkir hann Benedikt þá máttu segja honum, að það var alls ekki eftirsóknarvert hlutskipti að moka flórinn eftir Sjálfstæðisflokkinn og Framsókn.

Það hefði verið eðlilegra að ganga inn í ríkisstjórnarþátttöku með eðlilegri hætti. 

Kristbjörn Árnason, 13.4.2015 kl. 18:51

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kristbjörn.  Ufsi er á sínum eigin vegum og enginn veit hver hann er, efast um að hann viti það sjálfur.  Hann kýs kafbátahernað og hann um það.

Fyrirgefðu Kristbjörn, að ég gleymdi að nefna það.  Var þjóðin spurð áður en umsóknarferlið að ESB hófst?

Ég skil alveg orðin sem þú skrifar, en ekki samhengið.  Hver er, að þínu mati, munurinn á að vera aðili að EES og ESB.

Bara svona til þess að upplýsa enn frekar hvað ég er skilningssljór, þá skil ég ekki að halda áfram að sækja um aðild að ESB, þegar ESB-batterí sjálft er ekki til að opna kaflann um sjávarútveginn.  Er þú, t.d. til í að afsala fiskimiðunum Íslands, til erlendra ráðamanna?  

Upplýstu mig einnig um framvinduna í "samningum" á þeim köflum sem búið er að opna og hvaða samningum við náðum sem eru öðruvísi/betri en öðrum löndum hefur fram að þessu verið boðið.

Benedikt V. Warén, 13.4.2015 kl. 19:57

8 Smámynd: Kristbjörn Árnason

Nei því miður, það var fórnin sem Samfylkingin krafðist af VG. Mála miðlunin fólst í því að nægilegt var talið að fara í þjóðaratkvæðagreiðslu eftir á. Það er í sjálfu sér nóg því andstaðan var nægilega grimm innan VG gen slíkum samningum. Það hefði m.ö.o. komið í hlut annara stjórnmálaflokka eða stjórnmálamanna að samþykkja samning sem hugsanlega næðist. 

Slíkur samningur hefði einnig þýtt stjórnarslit að mínu mati.

En svona eru stjórnmálin því miður. Þessir flokkar gera allir málamiðlanir og sagt er að stjórnmál gangi út á það

Kristbjörn Árnason, 13.4.2015 kl. 21:30

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Kristbjörn.

Vg lét almenning ekki kjósa um aðlögunarumsókn að ESB.

VG fór í bága við samþykktir landsfundar fyrir stóla í ráðuneyti Samfylkingarinnar, það er einnig alveg ljóst.  

VG sýnir með þessu háttarlagi meiriháttar undirlægjuhátt við SF.  

 Áfram kemur VG manni á óvart: 

VG virðist enn vera ólm um að sækjast eftir inngöngu í ESB.

VG sýnir að trostnað stjórnarsamstarf við Samfylkinguna vegur þyngra en landsfundarsamþykktir. 

Þetta kalla ég nú aldeilis pólitíska tryggð.  

Hvað um tryggð við kjörna fulltrúa á landsfund og kjósendur VG. 

Eða er þetta bara, það hentar VG betur að vera á móti núverandi stjón, - bara til að vera á móti?

Benedikt V. Warén, 13.4.2015 kl. 22:44

10 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Það er margbúið að fara yfir þetta mál Benedikt. Allir flokkar sem sátu á Alþingi eftir kostningar 2009, utan VG, höfðu það á stefnuskrá sinni að hefja viðræður við ESB. Eins og mér sýnist KÁ benda þér á, þá við stjórnarmyndun milli SF og VG varð málamiðlunin sú, að samningur sem lægi á borðinu yrði settur í þjóðaratkvæði, en eftir sem áður væri VG á móti inngöngu í ESB og ákyldu sér rétt til að greiða atkvæði skv. því, eðlilega. Það sem á eftir kom er svo sér kapituli út af fyrir sig.

Jónas Ómar Snorrason, 14.4.2015 kl. 06:47

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jónas.

Ég veit að það er búið að spurja oft um þetta, en engin vitræn svör fást.  Sigmundur Davíð Gunnlaugsson má ekki bjóða góðan dag, án þess að fréttastofa RÚV mæti á staðinn og veltir því upp hvort hann sé að meina eitthvað annað en hann sagði.

Formaður VG stútar stefnu flokksins án samráðs við flokksmenn, -  en það er ekki talaið fréttnæmt hjá RÚV.

Það sem ég er að furða mig á, að stjórnendur VG skulu haga sér eins og alzheimersjúklingar og muna ekki hver stefna VG er.  

Einnig er mér fyrirmunað að skilja hvers vegna VG vill halda áfram aðildaferlinu og vera samt á móti inngöngu.  

Benedikt V. Warén, 14.4.2015 kl. 07:50

12 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Ekkert endilega bara RUV, en málið er hvernig þú segjir góðan daginn Benedikt. Veit ekki betur en SDG hafi nú aldeilis stútað stefnu landsfundarstefnu framsóknar 2009, þar sem nánast samhljóða var samþykkt að hefja viðræður við ESB, sama og sjallar gerðu, þannig já, hvernig er hægt að fá vitræn svör, þegar pólitík er annars vegar. 

Jónas Ómar Snorrason, 14.4.2015 kl. 18:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband