Kjúklingur eða hrossakjöt?

Það sem er merkilegast í allri umræðunni á niðurfellingu tolla að afslætti á innfluttri búvöru, er þáttur íslenska ríkiskassans í dæminu.
  
Hvers vegna eru tollar og gjöld?  Sumpart til að vernda innlenda framleiðslu og sumpart til að ná í tekjur í ríkiskassann.  

Ótrúlegt hve margir eru það einfaldir, að halda það í alvöru að þeir fjármunir sem detta milli skips og bryggju við tollaafslátt og niðurfellingu á innflutningsgjöldum, náist ekki inn annarsstaðar.  Eru menn að opna augun í fyrsta sinn á ævinni? 

Það er auðvita alveg ljóst að einhverum líður mun betur við það að geta étið innfluttan kjúkling og aðrar landbúnaðarafurðir, sem er búið að niðurgreiða í ESB landi.  Það er einnig jafn ljóst að viðkomandi verður alveg standandi bit, að þurfa síðan að sæta því að prósentustig á alla aðra vöru sé hækkuð um einhver prósentubrot til að ríkiskassinn beri ekki skaðann, sem verður við niðurfellingu tolla og gjalda.  

Hver er ávinningurinn?  Er þetta ekki orðið spurningin um sálfræðileg atriði á að geta étið ódýran, innfluttan, niðurgreiddan kjúkling en ekki á nokkurn hátt hagkvæmt atriði þegar heildardæmið er skoðað?

Hefur einhvern tíma verið felldur niður skattur á Íslandi, án þess að önnur tekjuleið komi í staðinn hjá ríkinu? Hverjir borga mismuninn?  
Er ríkiskassinn ekki okkar allra, sem þetta sker byggja?  
Er það hagkvæmt fyrir heildina, að hann sé í mínus ár eftir ár?
Hvernig á þá að greiða fyrir menntun og heilsugæslu, svo dæmi séu tekin?
Hver á síðan að greiða atvinnuleysisbætur þeirra sem missa vinnuna?  
Er hægt að sækja þær bætur til ESB eða þarf að hækka skattana einnig?

Einkennilegt hvað menntaelítan getur ekki sett hlutina í samhengi, sér bara eina hlið á málinu. 
Er þetta virkilega hagfræðin sem kennd er í íslenskum háskólum? 

mbl.is Segir Aðalstein misskilja orð sín
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins fyrir þig að hugsa um...

Heldurðu að þeir þúsundkallar sem sparast við að kaupa innflutt kjöt myndu bara gufa upp?

Eða geturðu séð fyrir þér að þeir yrðu notaðir til þess að kaupa einhverja aðra vöru eða þjónustu? sem myndi gefa ríkinu tekjur?

Og þær vörur eða þjónusta myndu jafnvel skila ríkinu MEIRI tekjum en tollur eða innflutningsgjöld af kjúklingum?...t.d. ef viðkomandi fjölskylda myndi nota sparnaðinn til að fara í bíltúr austur fyrir fjall og kaupa sér ís með dýfu í Shell skálanum í Hveragerði?

Bensín er nefnilega sú vara sem er mest skattlögð af öllum innfluttum vörum og því myndu aukin kaup á bensíni skila meiri tekjum í ríkiskassann. Bara svona sem dæmi...

En þetta er kannski of flókið fyrir þig?...eða of mikið úr samhengi?

Magnús Birgisson (IP-tala skráð) 3.4.2013 kl. 13:43

2 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Mennta elítan þessi latte lepjandi lýður 101 Reykjavík skilur þetta mjög vel, en þau gjamma eftir pöntunum auðmanna elítunar.

Þetta er einfallt mál eins og þú réttilega bendir á Benidikt, ef tollar og innflutningsgjöld falla niður þá verður að afnema vaxtabætur, fæðingarorlofsbætur, o.fl. o.fl. af því það er ekki til peningur í Ríkiskassanum fyrir þessu.

Nema að fólk vilji láta hækka tekjuskatta til að bæta tekjumissi Ríkissjóðs vegna tolla og innflutningsmissi á innflutningi á kjúklingum og svínakjöti.

Einhverstaðar verða peningarnir að koma til að standa undir öllum þessum bótum sem bótasjúkt þjóðfélag krefst.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 3.4.2013 kl. 13:48

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Magnús. Ég er viss um að "þúsundkallar sem sparast við að kaupa innflutt kjöt myndu bara gufa upp".

Hvaða tryggingu hefur þú fyrir því að við:

1. Fáum þessa vöru til frambúðar á því verði sem nú er hægt að finna á stöku markaði.

2. Að við fáum vöruna yfirleitt þegar við viljum.

3. Að hún sé eins fersk og ósvikin og af er látið

Svo er þetta ekki bara annað hvort eða. Innlend orka gæti komið til og þá þurfum við ekki að nota gjaldeyri við að kaupa bensín" ef viðkomandi fjölskylda myndi nota sparnaðinn til að fara í bíltúr austur fyrir fjall og kaupa sér ís með dýfu í Shell skálanum í Hveragerði"

Benedikt V. Warén, 3.4.2013 kl. 14:12

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Jóhann.

Mér virðist sem menn séu allt of fastir í annarri hliðinni.

Ef ég man rétt, þá eru um 15.000 manns sem vinnur við landbúnað og afleidd störf vegna landbúnaðar.

Hvað á að gera við þetta fólk?

Hvaða þjóð mundi afbera það að vera með þann fjölda á atvinnuleysisbótum?

Ef stór hluti þessa hóps mundi flytja utan, mundi innflutningur á kjúklingum jafnhliða verða óhagkvæmari og tekjur í ríkissjóð hríðfalla.

Benedikt V. Warén, 3.4.2013 kl. 14:17

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Rétt í þessu var ég að fá netpóst frá Norræna félaginu. Fyrir þá sem munu missa vinnuna , ef farið verður í víðtækan innflutning á landbúnaðarafurðum, er rétt að huga að þessari færslu:

Frá Norræna félaginu:

UPPLÝSINGAFUNDUR UM FLUTNING TIL NOREGS

Vegna mikillar aðsóknar á upplýsingafund um flutning til Noregs í mars

síðastliðnum standa Halló Norðurlönd og EURES fyrir viðbótarfundi um að flytja

til Noregs. Fundirnir henta þeim sem hyggjast flytja vegna vinnu, náms eða

annarra erindagjörða og eru ókeypis og öllum opnir. Farið verður yfir hagnýt

atriði varðandi flutning og atvinnuleit auk þess sem fulltrúi frá

Ríkisskattstjóra kynnir skattamál.

Noregsfundurinn verður haldinn mánudaginn 8. apríl kl. 17:30 og tekur rúmlega

tvo tíma.

Upplýsingafundurinn fer fram í húsnæði Vinnumálastofnunar, Kringlunni 1.

Skráning er nauðsynleg á netfanginu hallo@norden.is og í síma 511 1808.

TUNGUMÁLANÁMSKEIÐ

Í apríl og maí mun Norræna félagið bjóða upp á grunnnámskeið í sænsku og grunn-

og framhaldsnámskeið í norsku. Á námskeiðunum verður lögð áhersla á orðaforða

og hagnýta kunnáttu.

Sænska:

Kennari er Adolf Hólm Petersen.

Grunnnámskeið: fimmtudagar kl. 18:00-19:30, alls fimm skipti 11. og 18. apríl

2., 16. og 23. maí 2013.

Norska:

Kennari er Hermann Bjarnason.

Grunnámskeið: miðvikudagar kl. 17:30-19:00, alls fimm skipti 10., 17. og 24.

apríl og 8. og 15. maí 2013.

Framhaldsnámskeið: miðvikudagar kl. 19:30-21:00, alls fimm skipti 10., 17. og

24. apríl og 8. og 15. maí 2013.

Staðsetning: Norræna félagið, Óðinsgötu 7, 101 Reykjavík.

Skráning á námskeiðin fer fram í síma 551-0165 og á netfanginu

valdis@norden.is. Námskeiðin eru eingöngu ætluð félagsmönnum í Norræna félaginu

sem greiða 6.500 krónur í þátttökugjald. Auðvelt er að gerast félagi í Norræna

félaginu.

Félagsaðild í Norræna félaginu kostar 2.900 kr. á ári / 1.450 kr. fyrir 18-27

ára og 67 ára og eldri.

Benedikt V. Warén, 3.4.2013 kl. 14:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband