Byrjað á öfugum enda

Merkileg samningatækni að byrja ekki á þeim málum sem löngu var vitað var að yrðu erfiðust. 

Nú er búið að opna og loka fullt af köflum, sem ljóst var að enga breytingu mátti gera.  Það er búið að taka upp haug af reglugerðafargani til að tjónka við ofdekraða bírokrata í Brussel.
 
Verður reglugerðafarganið bakfært ef upp úr slitnar?

Ótrúlega ruglað ferli í þessu öllu og enn furðulegra að ekki skuli viðurkennt af stjórnvöldum að aðlögunarferlið sé á fullu.  Það vita allir, samt er enn verið að ljúga að þjóðinni að það "sé bara verið að kikja í pakkana".
mbl.is Strandar á makríldeilunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það kemur nottla til út af því að stjórnvöld vildu breyta svo miklu að það yrði mjög dýrt og tímafrekt að breyta tilbaka.

Þau gerðu sér greim fyrir að ef byrjað yrði á landbúnaðar eða sjávarútvegi, yrði aldrei um neitt innlimunarferli að ræða. Það yrði bara haldinn 1 fundur.

Jóhanna og Steingrímur stefna hratt á Landsdóm... með stöðu grunaða í þetta skiptið.

Birgir Gudjonsson (IP-tala skráð) 3.7.2012 kl. 12:10

2 Smámynd: Sandy

Sannarlega vona ég að þetta fólk verði dregið fyrir Landsdóm, þar sem svokallaða hrunstjórn þurfti að svara fyrir mikið, þarf núverandi stjórn að svara fyrir enn meira.

Sandy, 3.7.2012 kl. 12:16

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hvernig er hægt að draga þau fyrir landsdóm?  Getur almenningur safnað undirskriftum og sendt forseta?

Benedikt V. Warén, 3.7.2012 kl. 12:27

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Þessi aðferðarfræði sem Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir notar mun gera það að verkum að vinna þeirra mun rata inn á borð Landsdóms segi ég vegna þess að þau hafa verið óspör á að nota lygar og pretti til að koma sér áfram.

Þau komust til valda út á lygar...

Það hvernig Jóhönnu Sigurðardóttir tókst að væla ESB umsóknina sína í gengum Alþingi með stuðningi eins af fremstu lygurum sínum Össurar Skarphéðinss. er sér kapituli útaf fyrir sig og ætti ekki að verða erfitt að kæra það ferli, þetta virðist ætla að verða einn skrípaleikurinn í viðbót með Sjávarútvegskaflann þar sem lygarinn Össur hefur ósjaldan stigið fram og sagt að við værum með sérstöðu þar og þar af leiðandi ættum við að fá sérsamning vegna stöðu okkar og að lesa svo þessa frétt þar sem það kemur skýrt fram að Ísland þarf að vera reiðubúið að fara að löggjöf Evrópusambandsins...

Það á að láta þessa Ríkisstjórn svara fyrir sig og útskýra fyrir Þjóðinni hvað hún hafði fyrir sér í því að Íslendingar fengu einhverja sérmeðferð...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 3.7.2012 kl. 13:02

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Vandamálið, Ingibjörg, að mér sýnist, að það eru einungis alþingismenn sem geta dregið félaga sína fyrir landsdóm, ekki almenningur í landinu. 

Benedikt V. Warén, 3.7.2012 kl. 13:29

6 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þau munu örugglega hljóta sinn dóm, ef fram fer sem horfir mun hvorugt þeirra sitja áfram á alþingi eftir næstu kosningar, held að þau geri sér grein fyrir þessu.  Þau hafa sjálf komið sér í þetta ástand hjálparlaust, svikið öll sín kosningaloforð, og svikið logið og ég veit ekki hvað.  Enda situr alþingi uppi með minna en 10% fylgi og ríkisstjórn komin í sögulegt lágmark. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 15:03

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er alla vega komið fordæmið Ásthildur.  Vonandi verða þingmenn/ráðherrar að svara til saka ef þeir fara á skjön við lög landsins og ganga á bak orða sinna þegar kemur að efna kosningaloforð.

Benedikt V. Warén, 3.7.2012 kl. 16:26

8 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Benedikt það hreinlega verður að gerast svo lífvænlegt verði í landinu.  Einhvernveginn þarf að koma böndum á svona kosningalygar. Ef fólk á að fá traust aftur á stjórnskipuninni.  Annars bíður okkar ekkert annað en uppgjöf og stjórnleysi því miður.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 17:01

9 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það væri kanski ráð að skylda framboð til að þinglýsa kosningaloforðum, svo þau hefðu eitthvað gildi þegar til málaferla kemur vegna misbeitingar.

Benedikt V. Warén, 3.7.2012 kl. 17:39

10 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það er alveg eitthvað sem kemur til greina.  Þá þurfa þeir flokkar sem hafa lofað einhverju að eiga það við sína kjósendur hvort þeir fái að víkja frá loforðunum.  Þetta gæti orði til siðabótar í samfélaginu.  Þetta sem gerðist hjá Vinstri grænum og Samfylkingu er bara ekki ásættanlegt.  Að menn ljúgi sig áfram í kosningabaráttu og snúi svo við öllum ákvörðunum eru svik sem ekki eiga að líðast.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 17:45

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Steingrímur J er kapituli útaf fyrir sig. 

Gengur þvert á kosningaloforð, flokkssamþykktir og skeinir sig á áskorunum flokksmanna sinna um að halda flokkssamþykktir í heiðri. 

Er hægt að leggjast lægra fyrir ráðherrastól?

Benedikt V. Warén, 3.7.2012 kl. 17:57

12 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Nei það er eiginlega ekki hægt, og að flokkurinn hafi endurkjörið hann með miklum bravör í vor er með ólíkindum, þegar menn höfðu val um meiri og trúverðugri manneskju segir meira um flokkin en Steingrím.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 3.7.2012 kl. 18:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband