Ráðherrar brjóta lög án þess að sæta ábyrgð.

Nú hefur Jóhanna Sigurðardóttir orðið uppvís að brjóta lög, - sem hún sjálf setti.
Hvað gerir hún í málinu?
Segir hún af sér.

Svandís Svavarsdóttir braut skipulagslög í tvígang. Hvað gerði hún sagði hún af sér?

Nei það viðgengst ekki á Íslandi að að menn, konur, þingmenn og allra síst ráðherrar segi af sér, sem brjóta lög.  Til hvers er verið að setja lög, ef hægt er að komast upp með að brjóta þau án þess að taka út refsingu og/eða sæta ábyrgð?

Er ekki rétt að ný stjórnsýslulög taki á þessu?  

Er ekki rétt að stjórnsýslulög taki einnig á þingmönnum, sem lofa ákveðnum hlutum í hita kosninganna og deppla síðan ekki augum þegar þau eru svikin eftir kosningar.

mbl.is Bætur vegna yfirlýsingar forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Jónsson

Hver ætti svosem að hafa hendur í hári þeirra???? Hverjum öðrum þegnum þessa lands er borgað jafn vel fyrir að ljúga og svíkja en Steingrím J og Jóhönnu ??

Björn Jónsson, 20.6.2012 kl. 18:31

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Það er vandamálið Björn.  Hvernig væri að almenningur í landinu gæti sameinast um að draga þessa lögbrjóta fyrir Landsdóm?

Hvernig væri að geta einnig dregið einstaklinga fyrir þann sama dóm, sem ljúg og svíkja kosningaloforð og fara á skjön við marg umræddar landsfundasamþykktir flokka sinna?

Hvaða ráð er að stoppa þessa lygamerði?

Benedikt V. Warén, 21.6.2012 kl. 13:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband