Stöð2 rassskellt í beinni útsendingu.

Frábært af þessum frambjóðendum að láta ekki bjóða sér þá lítilsvirðingu sem stjórnendur hjá Stöð2 sýndu þeim. Synd að hinir þrír skýldu ekki hafa "karakter" til að gera slíkt hið sama.

Stöð2 tók hér það vald, að vera hlutlægt í vali sínu á frambjóðendum. Sjónvarpsstöð sem vill láta taka sig alvarlega í hlutleysi vinnur ekki svona.

Þessi þáttur er skandall.


mbl.is Yfirgáfu kappræður í Hörpu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Tek undir þeir eru algjörir dónar og eini plúsinn sem þóra fær er að hún svaraði ekki þessum niðrandi spurningum um Ólaf. Herdís stóð sig vel og auðvita mun maður kjósa Ólaf.

Valdimar Samúelsson, 3.6.2012 kl. 21:51

2 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Til hvers voru þau að biðja Þóru oftar en einu sinni að gefa út á vinnu forsetans,lélegt.

Helga Kristjánsdóttir, 3.6.2012 kl. 21:55

3 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Helga þetta var augljós aðför að Ólafi. Hvað þá að koma með skaup atriðin bara af honum. Það væri gaman að vita pólítísk deili á þessu fréttafólki. Hann vann  samt

Valdimar Samúelsson, 3.6.2012 kl. 22:07

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Valdimar og Helga þakka innlitið.

Þetta var hörmung.  Aldrei hef ég séð neinn skíta jafn hressilega í hreiðrið sitt og Stöð2 í kvöld. 

Þessi þáttur verður notaður sem skólabókardæmi í þáttargerðarfræðum framtíðarinnar hvernig ekki á vinna sjónvarpsþætti, bæði innan lands og utan.

Benedikt V. Warén, 3.6.2012 kl. 22:15

5 identicon

..... og hver var tilgangur með spaugstofuinnslögunum þar sem gert var grín af núverandi forseta.

Var það til að minna á hans hlutverk í útrásinni.
Getur maður ekki sagt að þarna sé 4-valdið augljóslega að láta til sín taka með því að gera grín af einum frambjóðenda í kappræðum.....,  og síðan spurningin hvort frambjóðandi væri að kaupa sér atkvæði með ummælum sínum........ Er ekki 4-valdið að reyna að hafa áhrif þarna.
Svo fannst mér Þóra gleyma sér í hlutverki sínu, þar sem hún var allt í einu orðin spyrill í þættinum. Auk þess var pínlegt að sjá hvernig hún ranghvoldi augunum þegar hin voru að tala...... ekki gott.

Ég hef aldrei séð annan eins hörmungarþátt....., þar sem óreyndir spyrlar, voru að reyna vera eins og harðir spyrlar sem gáfu frambjóðendum ekkert eftir- en útkoman var vægast sagt ekki hörmuleg.

Ég hélt fyrirfram að þetta ætti að vera kynning á frambjóðendum þar sem þeir svörðu spurningum.

Lara (IP-tala skráð) 4.6.2012 kl. 12:40

6 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæl Lára.

Þessi þáttur var þó að einu atriði heildstæður og sjálfum sér samkvæmur. Hann var samfellt rugl út í gegn.

Í fyrsta lagi, að ætla í upphafi eingöngu að kynna tvo frambjóðendur af sex.

Koma síðan með "reglu" til að koma að upphaflega markmiði sínu að og stilla verkefnið þannig upp, að handvelja tvo frambjóðendr í lokin.

Afsaka sig síðan að ekki sé hægt að varpa hlutkesti, vegna tæknilegra ástæðna, - vantaði krónu til þess.

Hnoða síðan þremur frambjóðendum við tvö ræðupúlt, þar sem Þóra var eins og DiCaprío í lokaatriði Titanic, - reyna halda lífi hangandi braki sem maraði í hálfu kafi.

Koma með "skemmtiatriði" til að niðurlægja frambjóðendur

Er hægt að komast á lægra plan?

Benedikt V. Warén, 4.6.2012 kl. 14:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband