Getur einhver sagt mér til hvers þessi gæsla er?

Hvern er verið að verja?
Hver er óvinurinn?
Koma óvinirnir bara á fyrirfram auglýstum tíma?
Ef þetta er bráð nauðsyn, afhverju er gæslan ekki samfelld allt árið, alla daga?
Hver greiðir fyrir þessa gæslu?

Fyrirgefið, en mér er alveg fyrirmunað að skilja hvað er í gangi er varðar þessa gæslu.


mbl.is Tékkneskar herþotur til Íslands?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Flugherirnir fá að æfa sig á Íslandi þar sem lofthelgi Evrópu er of troðin af flugvélum. Fínasta æfingarsvæði hérna. Svo er ekki verra að við tökum þátt í kostnaðinum.

Gunnar (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 08:44

2 Smámynd: Sólbjörg

Fyrstu viðbrögð við fréttinni var stórt HA????

Tek undir allar spurningar þínar Benedikt, þó við þiggjum ekki að bjóða Ísland sem leiksvæði þá þyrfti samt að svara þessum spurningum.

Líklega er þetta ein enn ESB -Barbabrellan , ætlað að vekja upp óöruggi og ótta hjá þjóðinni. Það mun ekki takast, þjóðin hefur búið í þessu landi í 1100 ár við harðan kost óöryggi og erum öllu vön.

Sólbjörg, 26.4.2012 kl. 08:56

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Gunnar. Af hverju þá ekki að kalla þetta bara "heræfingar í boði íslendinga"?

Benedikt V. Warén, 26.4.2012 kl. 08:57

4 Smámynd: Þorvaldur Guðmundsson

Hefurðu ekki lesið innrásina frá mars.

Þorvaldur Guðmundsson, 26.4.2012 kl. 09:07

5 identicon

Held að fyrir okkur snúist þetta nú minna um öryggi sem þurfi að tryggja akkúrat núna en frekar um að aðilar þekkji hér aðstæður ef að til ófriðar komi í framtíðinni. Lítill ófriður í evrópu í augnablikinu en svoleiðis breytist fljótt svosem.

That being said þá er ég nú ekkert sérlega hrifinn af hernaðarbrölti.

Jón Grétar (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 09:13

6 identicon

Benedikt, ertu búin að gleyma því að við erum í NATO og þurfum þar af leiðandi að uppfylla ákveðnar kröfur um flugrýmiseftirlit...??, ekki gleyma því að það var Bjarni Ben eldri og sjálfstæðisflokkurinn sem þröngvaði okkur í NATO án þess að spyrja þjóðina álits, við eigum að sjálfsögðu að segja okkur úr þessu hernaðarbandalagi strax.

Sólbjörg, hún er orðin þreytt hjá ykkur ESB andstæðingum þessi ESB grýla, það kemur ESB ekkert við þetta loftrýmiseftirlit heldur er það á vegum NATO en það var jú íhaldspakkið sem kom okkur í það.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 09:24

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Hegi Rúnar.

Þú gæti ef til vill útskýrt hvað felst í því að "uppfylla ákveðnar kröfur um flugrýmiseftirlit" .

Eru ekki VG í ríkisstjórn sem hafa það að leiðarljósi lífs síns að ganga úr NATO og herinn burt.

Ég hélt að Bjarni Ben eldri væri ekki við stjórnvölinn nú. Var ég að missa af einhverju?

Benedikt V. Warén, 26.4.2012 kl. 09:31

8 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þorvaldur.

Koma Marsbúarnir á auglýstum tíma um loftrýmiseftirlit?

Ég held hins vega ef þeir koma, þá verði flugherirnir annarra lanra mjög uppteknir annarsstaðar og við því látnir mæta afgangi, sama hvað öllum samningum og æfingum líður.

Benedikt V. Warén, 26.4.2012 kl. 09:35

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég er sammála síðuhöfundi að þessi hernaðar leikaraskapur er út í hött og gildir einu hvaða ríkisstjórn situr að völdum.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 10:12

10 identicon

Það er alveg rétt hjá þér Benedikt að aumingjaháttur okkar gagnvart NATO og Bandaríkjunum er algjör og við virðumst missa buxurnar niður um okkur þegar við hugsum um Bandaríkin. Auðvitað eigum við að vera búin að segja Keflavíkur samningnum(Sjálfstæðis, Bjarna Ben og Framsóknar samningnum) upp fyrir mörgum árum.

En það breytir ekki því að við verðum að vera með eftirlit með flughelgi okkar, hvort sem að það er NATO, ESB eða Varsjárbandalagið sem sér um það, eða bara við sjálf. Um er að ræða eitt stærsta flugumferðasvæði í veröldinni og það verður að vera eitthvert eftirlit með því. Mín tillaga er að það væri best að láta okkar eigin flugvélar um að sjá um þetta, með aðstoð Evrópusambandsins.

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 11:15

11 Smámynd: Benedikt V. Warén

Helgi Rúnar

Þessar flugvélar, sem um er rætt, eru orustuflug og illa búnar til alls eftirlits. Þær eru nær eingöngu að fljúga yfir landi, en skjótast örlítið út fyrir ströndina og þá helst þegar þær eru að koma eða fara.

Flugklúbbur Egilsstaða getur allt eins tekið þetta eftirlit að sér, eins og það er framkvæmt, og við erum þá altént með vélar staðsettar hér allt árið.

Benedikt V. Warén, 26.4.2012 kl. 14:01

12 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Forngripirnir F-4 Phantom II, sem þjóðverjar voru með hérna til landvarna nýlega voru vopnlausar með öllu. Hverju hefðu þær varist?

Við eigum að hafa þann manndóm til að bera að hætta þátttöku í þessum leikaraskap.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.4.2012 kl. 15:22

13 identicon

Alls ekki hætta í NATO. Það er alltaf von til að kaldastríðið byrji aftur. Keflavíkurflugvöllur, betri tíð með blóm í haga. (ironi)

Jóhanna (IP-tala skráð) 26.4.2012 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband