Össur: "Heyrðu Nicolai, ég var að velta einu fyrir mér......

....getum við ekki bara tekið upp þráðinn þegar við vorum enn inn undir hjá ykkur?  Við lýsum því bara yfir að allt bröltið í Jóni Sigurðssyni, þú mannst kallinn frá Dýrafirði, eða þarna frá vestfjöðum einhversstaðar, - getum við bara ekki gleymt því öllu? 

Er ekki öll umræða á villigötum í þessu máli? Er ekki bara einfaldara að skríða upp í til ykkar aftur? Við tökum bara upp sama verklag og í Færeyjum. Ha?" 
 

Kæru Íslendingar.  Nú er bara að skella sér í verkið:

1. Sendum Össur til Færeyja.
2. Hann bendi á að sjálfstæðisbarátta Íslendinga sé einn alsherjar misskilningur.
3. Vinnum að því að verða eins og Færeyingar, - hjáleiga í Danaveldi.
4. Auðveldast er að sameina skerin og nefna þau sameiginlega Færeyjar.
5. Ísland verði þar með stærsta eyjan í Færeyjaklasanum.
6. Danskan verði ríkismálið.
7. Þjóðþingið verði í Þórshöfn, enda nær Brussel.
8. Tökum upp Færeysku krónuna, sem er tengd DKK sem tengd er Evru.

Rúsinan í pylsuendanum; - við losnum við sitjandi ríkisstjórn Íslands.

Er þetta ekki nákvæmlega það sem allir vilja?
  Blush


mbl.is Fundaði með danska Evrópumálaráðherranum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Blessaður,

Allt skynsamlegar tillögur hjá þér! Þó vil ég benda á að það er ekkert til sem heitir færeyskar krónur. Seðlabanki Danmerkur gefur út seðla með myndum af dýrum sem þykja einkennandi fyrir Færeyjar og eru þessir seðlar gjaldgengir í Danmörku líka. Myntirnar á Færeyjum eru "hreinar" danskar (þó gaf Seðlabankinn danski út 20 krónu mynt með Nólsoy vita fyrir nokkrum árum og var þeirri mynt líka dreift í Danmörku).

Það væri bara fínt að fá danskar krónur hér á Íslandi, enda hefur sá gjaldmiðill verið traustur um áratuga skeið.

Ekki væri heldur slæmt að vera hluti Danaveldis, t.d. fær hvert mannsbarn á Færeyjum og Grænlandi um 900 þúsund ISK í beinan styrk á ári.

Við Íslendingar höfum í tæp 70 ár staðið á eigin fótum (burtséð frá þeim milljörðum sem kanarnir dældu inn í Ísland) og það hefur bara alls ekki gengið vel. Kominn tími til að leita að einhverjum sem vill halda okkur á floti. Arabar norðursins (Norðmenn) eiga fullt af pening, ætli þeir gætu ekki tekið okkur að sér?

Kveðja - Kári

Kári Sveinsson (IP-tala skráð) 7.3.2012 kl. 09:01

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

http://faroeislandshotels.com/facts.htm

Currency

The Faroese currency is the Danish Kroner. But since the Faroe Islands are a self-governing region of the Kingdom of Denmark, the Faroese government prints its own currency, the Króna , although Danish coins are used. The coins come in 25 and 50 scents, 1, 5, 10, and 20 króna. Paper notes come in 50, 100, 200, 500, and 1000 króna. the exhange value on notes is equivalent to the Danish crown, and there is no service charge on exchange, as Danish notes are equally acceptable as the Faroese króna throughout the country.

Ég fékk einu sinni færeyskar krónur á leið minni til danaveldis.  Það gekk ekki andskotalaust að nota þá þar.  Innfæddir vissu ekki hvernig var í pottinn búið og að lokum varð ég að fara í banka til að skipta þeim út fyrir danska.

Kveðja að austan úr Færeyjaklasanum

Benedikt V. Warén, 7.3.2012 kl. 20:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband