Ballið rétt að byrja

Það er eitt að byggja glæsihýsi og síðan annað að reka það.  Margir hafa haft sínar efasemdir um þessa framkvæmd og virðist byggingakostnaðurinn hafa þrefaldast frá upphaflegu áætlununum.

Merkilegt að ríkið skuli koma að þessu verkefni, þar sem þetta var kynnt í upphafi sem einkaframkvæmd.  Verður ekki uppi sama "plottið" við Vaðlaheiðagöngin, -einkaframkvæmd í boði ríkisins.
mbl.is Harpa vill 730 milljóna lán
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll, Vaðlaheiðargöng notast öllum en Harpan ekki!

Sigurður Haraldsson, 8.11.2011 kl. 09:41

2 identicon

Nei Vaðlaheiðagöng verða ekki notuð af öllum frekar en Harpan. Ein stærstu rökin fyrir gerð Vaðlaheiðarganga eru þessir örfáu ófærðardagar í Víkurskarðinu. Það má því segja að Vaðlaheiðargöng séu fyrir þá örfáu sem þurfa/vilja vera á ferðinni akkúrat á þeim tíma.

En þetta er allt fyrir séð með bæði byggingarkostnað og rekstur Hörpunnar. Það er ekki grundvöllur til að byggja og reka svona hús í einkaframkvæmd á Íslandi, ekki frekar en göng undir Vaðlaheiði. Við Íslendingar erum verri en gullfiskar. Við erum búnir að gleyma löngu áður en við erum búnir að synda einn hring.

Guðmundur (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 10:07

3 identicon

Öryrkjar þurfa líka hækkun á tekjum sínum. Var einhver búinn að gleyma því?

Baldur (IP-tala skráð) 8.11.2011 kl. 11:25

4 Smámynd: Dexter Morgan

Já, þetta fór nákvæmlega eins og við var búist. Lokatónar opnunarhátíðarinnar eru varla hljóðnaðir og strax er þetta orðið skuldum vafið og stendur enganveginn undir sjálfu sér. Eins og ég og margir andstæðingar þessara framkvæmdar bentum á. Og nú er svo komið að stjórnendur Hörpu handvelja það sem þeir vilja fá í húsið og er þeim og þeirra snobbi að skapi. Þannig er líka farið með Menningarhúsinu HOFi á Ak.

Það rétta í stöðunni væri það að "kjólfötinn" og "dragtirnar" í Reykjavík ættu að borga brúsann, enda er þetta hús eingöngu ætlað þeim og þeirra hégóma.

Dexter Morgan, 8.11.2011 kl. 12:40

5 Smámynd: Benedikt V. Warén

Skammarlegt Sigurður að fara að leggja í þennan kostnað með hól sem nær ekki hærra en 325 metra yfir sjó. (Víkurskarð)

Er ekki rétt að menn doki aðeins við með flottræfilsháttinn.  Nú er búið að grafa göng Dalvík-Ólafsfjörður, Ólafsfjörður-Héðinsfjörður-Siglufjörður, lengja flugvöllinn fyrir milljarða.  Ótaldir er fjárstuðningur í önnur verkefni í Eyjafirðinum.

Er ekki rétt að þið andið með nefinu um stund og gefið öðrum færi á samgöngubótum, sem flokkast undir alvöru samgöngubætur.

Benedikt V. Warén, 8.11.2011 kl. 12:58

6 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Nú brestur mig minni Pelli, eru Vaðlaheiðargöngin ennþá einkaframkvæmt?  Af hverju eru þá þeir Möllerinn og Skallagrímur að slá sig til riddara útá þau?  Eru það kannski þeir sem einkavæddu Hörpuna eða var það öufgt?

Magnús Sigurðsson, 8.11.2011 kl. 20:13

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Ekki furða þó þú ruglist í ríminu Magnús. 

Vaðlaheiðagöngin eru einkaframkvæmd og hlutafé 51% í eigu ríkisins.  Auðvitað er það einkaframkvæmd, - hvað annað? 

Harpan er einkaframkvæmd í eigu ríkis og Reykjavíkurborgar og í einkarekstri með styrk frá ríki og Reykjavíkurborg.  Einfalt ekki satt.  Þetta er Ísland í dag í - einkarekstri. 

Benedikt V. Warén, 8.11.2011 kl. 20:56

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Benidikt einkaframkvæmd kostuð af þeim sem nota hana ætti ekki að vefjast fyrir okkur! Öðru máli gegnir með Héðinsfjarðargöng þau munu láta okkur blæða um ó komna tíð!

Sigurður Haraldsson, 8.11.2011 kl. 21:04

9 Smámynd: Jón Óskarsson

Notaleg tilhugsun:  900 milljónir í rekstur á ári og svo 730 milljónir í lán... ætli það verði árviss viðburður ?

Jón Óskarsson, 8.11.2011 kl. 21:22

10 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sigurður. 

Ef Vaðlaheiðagöngin eru svona arðbær, þá gera norðanmenn þetta bara sjálfir.  Ekki blanda ríkispeningum í þetta.

Módelið er til hjá fyrirtæki sem heitir Spölur hf http://spolur.is/

Gangi ykkur vel.

Benedikt V. Warén, 8.11.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband