Þrælar klukkunnar?

Nú er komið að þeirri árlegu, seinni athöfn í Evrópu að færa klukkuna til baka og nú gildir vetrartíminn þar til næsta vor, að hún verði færð fram yfir í sumartímann.  Þannig hefur þetta verið í mörg ár og þannig verður þetta í einhver ár enn. 

Fyrstu dagana eftir þessar tímabreytingar fer stór hluti samfélagsins í Evrópu úr skorðum vegna þess að fólk er utan við sig og fylgist ekki nægjanlega með.  Það er að mæta á vitlausum tíma í vinnuna, skólabörn ruglast  í ríminu , samgöngukerfin fara úr skorðum og svona mætti áfram telja.

Við þessar breytingar hrökkva alltaf einhverjir Íslendingar upp og heimta sömu aðgerðir hér.  Þeir skilja illa að við færðum fram klukkuna 1968 og höfum síðan þá keyrt á sumartíma.  Með því að færa sumartíma enn frekar fram, erum við að rugla baugstímann um tvær klukkustundir.

Þeir sem eru svona þjakaðir af þessum tímamismun ættu frekar að beina kröftum sínum að því að koma á sveigjanlegum vinnutíma og uppfæra samninga í samhengi við það.  Það á ekki vera trúarathöfn að vakna klukkan 08:00 og mæta í vinnuna klukkan 09:00 þegar hægt er að fara á fætur klukkan 07:00 og vera komin í vinnustöð klukkan 08:00.  Á mörgum vinnustöðum er mjög auðvelt að vera með breytilegan vinnutíma á meðan aðrir geta það ekki.  En það er hvort eð er ekki hægt gera svo öllum líki.

Í sjálfu sér skiptir litlu máli að breyta klukkunni, - en það skiptir enn minna máli að gera það ekki. 

Í nútíma samfélagi skiptir miklu máli tími og tímasetningar.  Allt samfélagið er klukkuverk þar sem tími er hluti af stoðkerfinu.   Kjarasamningar eru rígbundnir við tíma.  Opnunartímar banka eru rígbundnir við tíma.  Samgöngur eru rígbundnar við tíma.  Þetta eru bara nokkur dæmi.  Þess vegna er óráðlegt að rugla fram og til baka með tímann.

Tímalega væri nær að vera sveigjanleg, heima, í vinnunni, í skólanum og í fríinu.  Við eigum ekki að vera þrælar klukkunnar.  Við verðum að læra að vinna með tímanum og klukkan á að vera leiðbeinandi viðmiðun, - ekki yfirþyrmandi ógn.

mbl.is Klukkan færð til um klukkutíma
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skúli Guðbjarnarson

Við ættum ekki að breyta sumarímanum. Það var einmitt verið að vinna að þingsályktunartillögu um það. Reyndar átti að breyta vetrartímanum einnig.

Nú hefur komið til tals að breyta tíma í Bretlandi í átt að evrópu. Þá hafa menn einna helst áhyggjur af því að ekki verði hægt að njóta seinnihluta dags með sama hætti og fyrr. Það muni hafa veruleg fjárhagsleg áhrif á samfélagið.

Sú tillaga sem var lögð fram hér hefði þýtt myrkur klukkutíma fyrr. Á haustin og vorin getur þetta komið mörgum illa þar sem garðar eru hannaðir og snyrtir miðað við að geta notið sólar þegar heim er komið eftir vinnu. Endurhanna þyrfti rými og palla í görðum svo að fjölskyldan geti notið fasteignarinnar eins og til var ætlast.

Hætt er við að sala á grillvörum(mat, og tilbehör) myndi minnka. Ferðaþjónusta nýtir seinnipartana betur en morgnana, því gæti þetta haft áhrif þar einnig.

Ég mæli með sveigjanlegum vinnutíma og að við tökum upp sömu breytingar og við höfðum um árið.

Þær lögðust af vegna þess að þá yrðum við eins og bretar og aðrar þjóðir sem myndu fylgja í kjölfarið.

Fleiri nágrannaþjóðir hafa tekið upp vetrartíma, þannig að rökin fyrir breytingunni ´68 eru löngu fallin um sjáft sig.

Umræðan er óskilvirk. Fjallar ekki um að leysa vandamál, heldur að reyna að finna rök fyrir eigin skoðunum.

Það þarf að skoða málið í víðu samhengi. Svegjanlegur vinnutími myndi gera sumar/vetrartíma meltanlegri fyrir þjóðina. Við værum þá með sama tímamun og nágrannaþjóðirnar flestar.

Hvað sem við gerum, ekki stytta birtutímann seinnipart dags á vorin og haustin.

Skúli Guðbjarnarson, 31.10.2011 kl. 11:37

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Skúli.  Erum við ekki sammála?  Þetta er fínt eins  og þetta er hjá okkur. 

Benedikt V. Warén, 31.10.2011 kl. 23:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband