Samfylkingin slettir mykju út skíthúsi

Það er með ólíkindum hvað fulltrúar Samfylkingarinnar fara mikinn í þessu máli og kjósa að snúa öllu á haus.  Sannleikann má hins vegar finna í skriflegum gögnum, svo ekki hefði þurft að fara með þetta fleypur sem fulltrúar Samfylkingsrinnar velja að fara fram með í þessu máli.  Það jákvæða við þetta er að þarna er Samfylkingunni rétt lýst og fólk fær að sjá með eigin augum þvæluna sem frá þeim vellur.

http://rna.althingi.is/html/vidauki1.html 

"Íslensk stjórnvöld hófu fyrir alvöru að undirbúa einkavæðingu ríkisfyrirtækja upp úr 1990, en segja má að bylgja einkavæðingar hafi hafist með stjórn Margaret Thatcher í Bretlandi og náð í kjölfarið vaxandi fylgi víða um heim. Markmiðið var að draga úr ríkisrekstri og þar með vaxandi ríkisútgjöldum."

Hverjir voru þá í íslensku ríkisstjórninni?

http://www.stjr.is/Rikisstjornartal/nr/25

Þriðja ráðuneyti Steingríms Hermannssonar: 10. september 1989 - 30. apríl 1991.
  • Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra og (frá 23.02.1990) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, félagsmálaráðherra
  • Guðmundur Bjarnason, heilbrigðisráðherra
  • Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegsráðherra
  • Ólafur Ragnar Grímsson, fjármálaráðherra
  • Svavar Gestsson, menntamálaráðherra
  • Steingrímur J. Sigfússon, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
  • Júlíus Sólnes, umhverfisráðherra, samstarfsráðherra Norðurlandanna og (til 23.02.1990) ráðherra Hagstofu Íslands
  • Óli Þ. Guðbjartsson, dóms- og kirkjumálaráðherra

Finna menn hér einhver kunnugleg nöfn, sem eru í núverandi ríkisstjórn?

Ráðuneyti Davíðs Oddssonar tók síðan við keflinu og hélt vinnunni áfram þar sem frá var horfið.  Þorsteinn Pálsson og Jón Baldvin Hannibalsson handsöluðu m.a. Shengensáttmálann í kokteilpartíi, þannig að það varð illa snúið af þeirri braut. 

Á svipuðum nótum voru fyrstu skefin í einkavæðingunni. 

Fyrsta ráðuneyti Davíðs Oddssonar(30. apríl 1991 - 23. apríl 1995)
  • Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands
  • Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra
  • Jón Sigurðsson, (til 14.06.1993) iðnaðarráðherra og viðskiptaráðherra
  • Jóhanna Sigurðardóttir, (til 24.06.1994) félagsmálaráðherra
  • Sighvatur Björgvinsson, (til 14.06.1993) heilbrigðisráðherra, (frá 14.06.1993) iðnaðarráðherra, viðskiptaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, og (frá 12.11.1994) heilbrigðisráðherra
  • Þorsteinn Pálsson, dóms- og kirkjumálaráðherra og sjávarútvegsráðherra
  • Friðrik Sophusson, fjármálaráðherra
  • Ólafur G. Einarsson, menntamálaráðherra
  • Halldór Blöndal, samgönguráðherra og landbúnaðarráðherra
  • Eiður Guðnason, (til 14.06.1993) umhverfisráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna
  • Guðmundur Árni Stefánsson, (frá 14.06.1993 til 24.06.1994) heilbrigðisráðherra, og (frá 24.06.1994 til 12.11.1994) félagsmálaráðherra
  • Össur Skarphéðinsson, (frá 14.06.1993) umhverfisráðherra
  • Rannveig Guðmundsdóttir, (frá 12.11.1994) félagsmálaráðherra
Eru einhver kunnuleg nöfn hér að framan?

Ríkisstjórn sem tók við 1995 kláraði síðan ferlið sem hafði verið í vinnslu í fimm árin á undan, - með fulltingi krata.

Það passar hins vegar krötum bærilega að slá núna pólitískar keilur og ljúga að þjóðinni og þykjast hvergi hafa komið nærri.  Sá lygavefur er ekki einskorðaður við þetta mál hjá krötum, - því miður.

Halda menn virkilega að það hafi þóknast krötunum eitthvað sérstaklega illa, þær athugasemdir frá ESB um að aflétta allri ríkisvæðingu þar sem því var við komið? 

Halda menn að að kratar hafi ekki séð að dropinn holar steininn og því fleiri lagfæringar sem væru gerðar í anda ESB auðveldaði umsókn inn í sæluríki krata

Einkavæðing bankanna var bara eitt púslið í þeirri vegferð.  Þegar sagan er skoðuð samhengi, þá eru allir flokkar viðriðnir þessa einkavæðingu á einn eða annan hátt.

Kratar voru þó oftast í þeim ríkisstjórnum, ef menn skoða með opnum augum þær ríkisstjórnir sem komu að þessu verki.
 

Og það breytir engu að segja að flokkarnir hafi ekki einu sinni verið til á þessum tíma, vegna þess að það verður eingöngu hártoganir um feluleik og kennitöluflakk, sem þykir ekki lengur par fínt. 

Það eru einstaklingarnir í lykilstöðum flokkanna sem skipta máli, ekki hvaða kennitala flokkarnir bera í dag.

Það eru líkin í lestinni sem lykta, - ekki nafnið á brúnni.


mbl.is Þarf að endurreisa trúverðugleika
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband