Hlegið að Reykvíkingum.....

...væri réttara að orða þetta. 

Flestir landsbyggðarmenn eru að ósekju dregnir inn í þennan skemmtiþátt, um"brandarabanka" Íslands. 

Aðal brandarinn er samt sá, að í boði ríkisstjórnarinnar eru það landsbyggðarmennirnir sem eru látnir borga brúsann, ekki "fjármálatröllin" sem bera ábyrgðina.


mbl.is Hlegið að Íslendingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ólafur Ólafsson eigandi Samskipa og útrásarvíkingur er frá Borganesi, sonur kaupfélagsstjórans, Þorsteinn M. Baldvinsson stjórnarformaður Glitnis og kvótaeigandi, frá Akureyri, Bjarni Ármannsson forstjóri Glitnis er frá Akranesi, Halldór Guðbjarnarson bankastjóri Landsbankans er frá Ísafirði, Sigurjón Þ. Árnason bankastjóri Landsbankans er Vestamannaeyingur, Hreiðar Már Sigurðsson´bankastjóri KB banka er frá Stykkishólmi, allt landsbyggðar menn...á ég að halda áfram...???

Helgi Rúnar Jónsson (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 16:04

2 Smámynd: Guðmundur Paul

Sennilega geta flestir Reykvíkingar svarið af sér borgarrykið. Árið 1901 fyrir rétt rúmri öld voru íbúar Reykjavíkur um 8000. Fjölgun þar var ekki vegna mikillar viðkomu heldur hefur höfuðborgin sogið til sín fólk af landsbyggðinni og oft á tíðum ekki besta fólkið. Íslendingar í dag teljast til þess sveitarfélags sem þeir eiga lögheimili á en ekki hvaðan þeir eru upprunnir. Einn ágætur kaupmaður í Reykjavík sagði eittsinni að landsbyggðin væri óþörf og peningarnir sköpuðust af virðisaukaskatti af seldum vörum í Reykjavík!!!!!!. Ekki kann ég frekari ættar deili á þeim manni en tel líklegt að hann eigi ættir að reka í sveit, þar sem þéttbýli fóru almennt ekki að myndast fyrr en eftir aldamótin 1900. Það er því engin afsökun vegna fjármálasvindls ofangreindra manna og enn fleiri sem ekki hafa verið taldir upp að þeir eigi rætur að rekja til íslenskrar sveita. Það sem er þó alvarlegast í þessu hversu margir voru í klappliði þessara manna þó svo að flestir vilji gleyma því í dag.

Guðmundur Paul, 5.10.2011 kl. 17:08

3 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þar fór í verra Helgi Rúnar.  

Enginn er Reykvíkingur nema hann sé fæddur þar og uppalinn.

Skítt með að öll "menntunin" í klækjunum sé ekki úr heimabyggð.

Allir sem þú nefnir, eru með lögheimili annarsstaðar en í Reykjavík, - ekki satt? 

Allir skattar þeirra runnu þar af leiðandi annað en til Reykjavíkur, eða hvað?

Benedikt V. Warén, 5.10.2011 kl. 17:30

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Luktar-Gvendur.  Sammála. 

Benedikt V. Warén, 5.10.2011 kl. 17:31

5 identicon

Við Reykvíkingar (við erum líka Íslendingar) vorum einnig dregnir í þetta svað. Ef til væri annar kaupstaður af svipaðri stærð á Íslandi þá hefði þetta alveg getað gerst þar.
Til að byrja með þá er ég ekki viss um að útrásarvíkingarnir séu allir Reykvíkingar.

Íslendingar sitja í súpunni vegna aðgerða handfylli manna, ekki Reykvíkinga sem heild.

Guðmundur Hrannar (IP-tala skráð) 5.10.2011 kl. 18:38

6 Smámynd: Guðmundur Hrannar Eiríksson

Við Íslendingar sitjum allir í súpunni vegna aðgerða handfylli manna sem eru ýmist Reykvíkingar eða landsbyggðarmenn.

Að segja að Reykvíkingar eigi alla sök er ekki aðeins ótrúlegur hroki heldur veikir það líka samstöðu sem við Íslendingar eigum að vera að sýna á þessum tímum.

Ef það væri kaupstaður á Íslandi af svipaðri stærð þá væri bæði hægt að "mennta sig í klækjum" þar og gera sama skaða (gott ef það er ekki kennd viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri)

Ástæðan fyrir því að þetta gerðist í Reykjavík er sú að þetta var hægt í Reykjavík.

Vinsamlegast hættið þessari pissukeppni milli Reykjavík og landsbyggðar og áttið ykkur á því að við erum öll í þessu saman.

Guðmundur Hrannar Eiríksson, 5.10.2011 kl. 19:03

7 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Guðmundur.  Eftir stendur að það er ríkisstjónin sem er að pissa á alla landsmenn með því að velta ruglinu af þessu öllu á þjóð sína.  Enn ganga þeir lausir sem ábyrgðina bera á sukkinu og eru fínir menn í útlöndum.

Svo er í lagi að laga til í skattheimtunni.  Landsbyggðin skaffar bróðurpartinn sem þarf til að stoppa í gatið.  Þá erum við í sama liði.  Þegar þarf að leggja vegi, styrkja sjúkrahús, grafa jarðgöng, þá erum einir á báti og þurfum að slíta fjármunu út úr fjarmálageiranum með töngum. 

Þar þurfa menn að taka til og skipta með meiri sanngirni.   Við getum ekki endalaust skaffað bleyjur handa pissublautum stjórnendum í Reykjavík, innan þings og utan.

Benedikt V. Warén, 5.10.2011 kl. 19:33

8 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sameinaðir stöndum við sundraðir föllum. Náum helvítis þjófum útrásarinnar það er krafan sem aldrei verður fyrnt!

Sigurður Haraldsson, 5.10.2011 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband