Gott fordæmi og traust fólks á Huang.

Ljóst er að fólk lætur úrtöluraddir og samsæriskenningar lönd og leið.  Fólk er upplýstara en það, en að láta slíkt slúður og þvælu hafi áhrif á sig.  Fólk er það skynsamt að það er tilbúið að skoða hlutina frá ýmsum hliðum og taka síðan upplýsta ákvöðun um mál og málefni.

Því miður eru alltaf til einstaklingar sem sjá drauga í hverju horni og eru eins og uppvakningar frá miðöldum.  Frá þeim tíma, sem prestar og prelátar voru alsráðandi um þankagang fólksins og í krafti stöðu sinnir gátu logið söfnuð sinn stútfullan á sunnudögum, með hótunum og hræðsluáróðri. 

Þessi staða kemur enn upp af og til, þegar einhverjum predikaranum tekst vel upp í samsæriskenningum, en þeim tilfellum fer sem betur fer fækkandi.  Sitjandi stjórnvöld reyndu t.d. í tvígang að koma í gegn Icesave hryllingnum með ósannindum, hótunum og þvælu.  En þjóðin lét ekki slá sig út af laginu.

Til hamingju Ísland.

mbl.is Meirihluti hlynntur sölu til Huang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Benedikt; jafnan !

Það er ekkert að því; að kanna nánar, viðhorf hins ágæta Kínverja - sem markmið hans, með fyrirhuguðum kaupum, nyrðra.

Við látum ekki garpa; eins og Ögmund Jónasson - Jón Val Jensson - Björn Bjarna son, né aðra áþekka, slá okkur út af laginu, í okkar sjónarmiðum, Benedikt.

Svo; er rétt að ítreka, að Jón Valur og Björn, áðurnefndir, eru eru helztu hlaupa gikkir NATÓ og Varðbergs, undirdeildar NATÓ, hérlendis.

Klassískir Kaldastríðsjálkar - og Ögmundur; álíka vitrænn og ljósastaur, sem kunnugt er.

Með beztu kveðjum; úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason 

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 9.9.2011 kl. 11:41

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Sæll Óskar, sammála innleggi þínu. 

Vissulega þarf að kanna allar hliðar á þessu máli.  Óþarfi að gera eins og þeir, sem þú nefnir, að sjá fyrirfram drauga í hverju horni.  Ítrekað er einnig nefnt að ekki megi kaupa í Kína. 

Ég spyr bara á móti.  Eru lög og reglur þar, jafn ítrarlegar og hér á landi?  Er fylgst með eins og hér?

Við búum við það að ótal eftirlitsstofnanir eru stöðugt að anda ofaní hálsmálið á þeim sem eitthvað eru að gera. 

Er það ekki næg trygging?

Benedikt V. Warén, 9.9.2011 kl. 12:46

3 Smámynd: drilli

Auðvitað er óþarfi að láta hysteríu og samsæriskenningar hræða sig. Kínamann má eflaust versla við þó hann sé ekki að þræla við virkjunarframkvæmdir.Trúlegast bæði gagn og gaman að því. Skemmtilegust er þó fullyrðingin í blogginu hér að ofan: "Við búum við það að ótal eftirlitsstofnanir eru stöðugt að anda ofaní hálsmálið á þeim sem eitthvað eru að gera", og "Er það ekki næg trygging?"

Þetta vitnar jú um bjartsýni og trú bloggarans á breytta og betri stjórnarhætti á landinu bláa.

Góða helgi, og skál ! (í vatni auðvitað)

drilli, 9.9.2011 kl. 23:52

4 Smámynd: drilli

...........CENSORED...............

drilli, 13.9.2011 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband