Gaman að sjá loks þingmenn vinna....

...með meirihluta þjóðarinnar.  Það gekk þó ekki hljóðalaust fyrir sig.  Nokkrir löðrungar og þá skildi ríkisstjórn Ísands að lokum að það er þjóðin sem hefur síðasta orðið í veigamiklum málum.  Ekki nokkrir veruleikafirrtir ráðherrar í ríkisstjórn, sem er með minnsta mögulega meirihluta að bak sér.
mbl.is Órofa samstaða um málsvörn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ekki bara tókst að hrinda efnahagslegri árás, heldur að sameina annars sundurlyndan þingheim í eindreginni afstöðu til eins stærsta deilumáls síðustu ára.

Þessi árangur NEI-hreyfingarinnar á sér líklega fáar hliðstæður í sögu íslenskra stjórnmála.

Guðmundur Ásgeirsson, 10.6.2011 kl. 19:38

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Guðmundur. Hvorutveggja tær snilld. 

Benedikt V. Warén, 10.6.2011 kl. 20:41

3 identicon

Svona svipað og að kveikja eld í hlöðunni og hreykja sér svo af því að hafa sameinað sveitina í slökkvistarfi.

Skoðanir og afstaðan hafa ekki breyst en núna er bara ekki um neitt að semja og við ráðum engu um framhaldið. Það er ekkert annað í stöðunni en að vera bjartsýnn, peppa hvor aðra upp og vona hið besta.

sigkja (IP-tala skráð) 12.6.2011 kl. 17:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband