Alþýðublaðið Mánudagur 9. júní 1941.

Þýsk flugvél rekst á klettavegg við Reyðarfjörð

Allt bendir til að hún hafi ætlað að nauðlenda

Aðfaranótt sl. uppstigningardags heyrðist um  kl. 2 frá Krossanesi við Reyðarfjörð til flugvélar.  Fólk sem var á fótum að Krossanesi sá um leið til flugvélar, sem flaug  lágt yfir túnið fjórum sinnum, en vegna þess að þoka var og dimmt yfir urðu merki flugvélarinnar ekki greind.

Allt í einu flaug flugvélin frá bænum í vesturátt, inn til lands. Skömmu síðar heyrðist gífurleg sprenging úr fjallinu fyrir ofan bæinn og nötruðu bæjarhúsin.  Sprengingin heyrðist og að Vallarnesi, sem stendur hinum megin fjarðarins, svo og að Karlsstöðum og Vaðlavík og nötruðu bæjarhúsin einnig þar.  Skömtmu áður en sprengingin varð, sást frá Krossanesi í þá átt er flugvélin hafði flogið, hárautt ljós og rétt eftir sprenginguna sást gegnum þokuna mikill bjarmi, sem virtist geta stafað af olíueldi.  Annan hvítasunnudag var Tryggvi Eiríksson, bóndi að Krossanesi að ganga til fjár á svönefndum Valahjalla milli Karlsstaða og Krossaness.  Sá hann þá allt í einu brak úr flugvél, ásamt leifum af mannslíkömum. 

Næsta dag fóru á slysstaðinn hreppstjóri Helgustaðahrepps, ásamt nokkrurm brezkum hermönnum frá Reyðarfirði.  Á fimmtudag fóru sýslumaður Suður-Múlasýslu með nokkrum hjálparmönnum, úr setuliðinu, ásamt brezkum herlækni á slysstaðinn.  Flugvélin virðist hafa flogið á klettavegg í 400-500 metra hæð. Hafði nokkur hluti af
grindinni hrapað niður í klettaskor og voru þar einnig tvö lík. Ofar í fjallinu sást aflvélin og vængirnir, ásamt ýmsu braki.  Líkin tvö, sem fundust í klettaskorunni voru sett í ullarteppi og saumað utanum þau og voru þau síðan látin síga í reipum um 15 metra niður  fyrir standberg. 

Á Valahjalla er margskonar brak úr fluvélinnl á við og dreif, svo sem afturhluti vélar með vélbyssu og mörgum vélbyssuskotum í afturhlutanum. Þar var og eitt mannslík. Einnig
var á hjallanum sprengja, sem ekki hafði sprungið, 80 cm löng og 25 cm. í þvermál. Þar
var og annar hreyfill flugvélarinnar og lendingarhjól. Stóðu á því orðin „Contenintal", og
„Deutches fabrikat" og sömu orð á frönsku og ensku, enn fremur [voru þar] leifar af lítilli fallbyssu og n okkur skothylki úr hennfi. 

Á stéli flugvélarinnar var svartur hakakross með hvítri rönd og á jöðrunum talan 3900.  Líkin, sem þarna fundust voru mikið brunnin og sködduð.  Var sýnilegt á legu þeirra, að mennirnir höfðu dáið þegar í stað. Litlar fataleifar voru á líkunum, en þó fannst þar veski með norskum peningum og skjöl, sem af mátti ráða að vélin hafði komið frá Noregi.  Tvö líkanna báru þýzkan járnkross.  Líkin voru flutt til Reyðarfjarðar á föstudagsnótt á brezkum varðbát og jarðsett þegar í stað í kirkjugarði Búðareyrar með hernaðarlegri viðhöfn.

Frétt úr Alþýðublaðinu mánudaginn 9. júní 1941


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband