Þökk sé stjórnarskránni, að höfum við forseta....

....sem getur stoppað ruglaðar lagasetningu og vísað þeim til þjóðarinnar.

Það sem er merkilegast við þetta, er að lögfróðir menn skulu ekki sjá ruglið í þessu.  Bretar og Hollendingar væru fyrir löngu búnir að fara dómstólaleiðina, ef þeir vissu ekki eins og er.  Sú leið er mjög torsótt, svo ekki sé meira sagt.

Í venjulegu siðuðu samfélagi er dómstólaleiðin stundum eina færa leiðin til að leysa úr ágreiningi.  Það breytir hins vegar ekki því, að allt að þeim tímapunkti þar til dómur fellur, - er sáttaleiðin fær.
 

Þetta er sú leið sem ég hef fyrir löngu ákveðið með sjálfum mér að sé eina leiðin út úr þessu máli.  Látum Breta og Hollendinga leggja þetta fyrir dóm.  Þá fáum við rökin og þær málsgreinar sem vitnað er í, þeirra máli til stuðnings.  Þá, og ekki fyrr en þá eigum við að hugsa okkar gang.  Það segir mér hugur að Bretar og Hollendingar láti sér aldrei detta það í hug að fara þá leið, til þess er lagastoðin of veik.

Mín skoðun er samt sem áður sú, að það á að dæma í málinu.  Það hefur forræðisgildi og það þarf að fá niðurstöðu í þetta mál, - klippt og skorið.
mbl.is Icesave afgreitt af fjárlaganefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband