Hæstiréttur hefur áður gert undir sig....

...svo ekki þurfa menn að hafa áhyggjur af því að Alþingi skipi þessa fulltrúa, sem voru tilnefndir.  

Ekkert í kosningaferlinu sjálfu sem var ámælisvert, eingöngu undirbúningurinn og umgjörðin.  Engin kosningasvik hafa verið upplýst né hafa kjörgögn misfarist.  Hæstiréttur tekur því mjög stórt upp í sig, í stað þess að koma með föðurlegar ráðleggingar og athugasemdir um það sem betur hefði mátti fara.

Lítum á þetta verkefni sem tilnefningu þjóðarinnar, ekki kosningu.  Þá getur Hæstiréttur átt sig.

Það er morgunljóst að ekki er grundvöllur til að kjósa aftur, kosningaþáttakan verður þá engin.  Fólk lætur ekki draga sig á kjörstað aftur í þessu máli, - nema samfara alþingiskosningum.
mbl.is Kjörið er ótraust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Í alþingiskosningum verður auðveldara fyrir 2-3 samsærismenn að koma upp falinni myndavél fyrir ofan kjörklefa en það hefði orðið að "rekja atkvæði" í stjórnlagaþingkosningunum. Mun auðveldara verður að sjá hvar einn kross er settur en að lesa úr 100 tölustöfum. 

Í stjórnlagakosningunum hefði þurfti glæpsamlegt samsæri nokkurra manna í kjörstjórn og við tölvugögn til þess að gera "rekja atkvæði." 

Í alþingiskosningum verður "læstan" kjörkassa með skrúfjárni en það hefði orðið í stjórnlagaþingkosningum að rjúfa innsigll eða rífa sundur kassa úr hörðum pappa. 

Þegar ég var við laganám var okkur kennt í almennri lögfræði að "eðli máls" skipti miklu máli, svo og vilji löggjafans. Mismunur á eðli máls í alþingiskosningum og stjórnalagaþingkosningum er til dæmis sá að auðvelt er yrir fráneygan að sjá einn kross á blaði en ógerlegt að lesa úr allt að 100 tölustöfum á færi. 

Þetta "eðli máls" virðist ekki hafa verið til í huga hæstaréttardómarinna, sem íklæddust ekki dómaraskikkjum við uppkvaðningu álits síns og voru því ekki að kveða upp "dóm."

Ómar Ragnarsson, 1.2.2011 kl. 10:48

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Tölvan er hálfbiluð og er að hrekkja mig. Í eina setninguna vantar orðin "hægt að opna" og ef þau eru með, hljóðar setningin svona: 

"Í alþingiskosningum verður auðveldara að opna "læstan" kjörkassa með skrúfjárni án þess að ummerki sjáist en það hefði orðið að rjúfa innsigli eða rífa sundur kasssa úr hörðum pappa í stjórnlagaþingkosningum."

Ómar Ragnarsson, 1.2.2011 kl. 10:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband