Og setja upp starfsstöð fyrir eina þyrlu á Egilsstaðaflugvelli

Austfirðingar eru lengst frá hátæknisjúkrahúsum landsins, stórt viðerni í "bakgarðinum" með fjölda ferðamanna og stórt úthaf umlykur fjórðunginn með mikilli umferð skipa af öllum stærðum og gerðum.

Með því að hafa þyrlu staðsetta á Egilsstaðaflugvelli er hægt að ná í sjúka og slasaða og koma þeim á flugvöllinn í veg fyrir hraðfleygari flugvél.  Eins og allir vita eru þyrlur ekki heppilegur kostur í langflug né blindflug, en henta prýðilega við erfiðar aðstæður s.s. björgun úr skipum.

Hef áður bloggað um þetta verkefni:
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/418255/
http://pelli.blog.is/blog/pelli/entry/373937/


mbl.is Landhelgisgæslan verði flutt í Reykjanesbæ
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég tek undir með þér. Gjöful fiskimið eru út af austfjörðum og oft hafa fiskiskip verið látin sigla í land með veika eða slasaða sjómenn því metið hefur verið að lítill tímagróði sé í því að senda þyrlu frá Reykjavík austur.

Í einu tilvikinu var skipi frekar sagt að sigla inn á Norðfjörð þaðan sem flytja þurfti stórslasaðan mann með sjúkrabíl upp á Egilsstaði og þaðan með sjúkraflugi. Hann komst á sjúkrahús 14 klst eftir slysið, minnir mig.

Þá eru ótalin öll önnur tilvik þar sem þyrla hefði verið heppilegast flutningsmátinn en vegna vegalengdar er oft ekki kallað til hennar.

Tel það sjálfsagt að hafa eina þyrluáhöfn með þyrlu staðsetta t.d. á Egilsstöðum. Geta verið þar í 3-5 daga og síðan flogið suður og hin þyrlan og ný áhöfn fer austur. Finnst eðlilegt að skoða þetta alvarlega.

Guðmundur (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 12:04

2 Smámynd: Benedikt V. Warén

Þakka innlitið Guðmundur. 

Ein þyrla má ávallt vera staðsett hér, áhöfnin og flugvirkjar, sem kjósa að búa áfram í Reykjavík, ferðast auðvitað á milli með Flugfélagi Íslands.  Þeir eru með allt að fimm ferðum hingað á dag.

Eina vandamálið er flugskýlið.  Gamla flugskýli Flugfélags Austurlands er hugsanlega of lítið fyrir þyrlu.

Benedikt V. Warén, 31.1.2011 kl. 12:16

3 identicon

Dönsk her/björgunarþyrla kom hingað í heimsókn s.l. haust. Danir gera út nokkrar slíkar þyrlur og hafa þær staðsettar út um landið en aðsetur þeirra er minnir mig í grennd við Aarhus.

Áhöfn mætir til starfa og fer á þyrlunni sinni í sína bækistöð. Þar er aðstaða fyrir mannskapinn til að sofa og borða. Áhöfnin er þar í nokkra daga og kemur svo á þyrlunni í aðalstöðvarnar þar sem skipt er um áhöfn. Flugið á milli er notað til æfinga. Koma þyrlunnar í aðalstöðvar er notuð fyrir viðhald sem ekki er hægt að sinna í bækistöð. Þegar þyrlan er klár tekur ný áhöfn við henni og flýgur til bækistöðvar. Með þessu móti gætu allir búið fyrir sunnan ef menn vilja það frekar.

Svona fyrirkomulagi hlýtur að vera hægt að koma upp hér. Áhafnirnar þurfa að fljúga slatta af tímum og afhverju ekki að nota tækifærið og taka t.d. eftirlitsflug með ströndinni á leiðinni milli staða í staðinn fyrir að vera svo til eingöngu með slíkt flug við suðvesturhornið.

Eini stóri vandinn sem ég sé við þetta fyrirkomulag er varðandi lækni. Þrátt fyrir tvær þyrluvaktir er bara einn læknir á vakt.

Guðmundur (IP-tala skráð) 31.1.2011 kl. 14:04

4 Smámynd: Benedikt V. Warén

Góður punktur hjá þér Guðmundur, um æfingarflugið.  Tvær flugur í einu höggi.

Hvað varðar lækninn.  Þá ætti ekki að vera vandamál að bæta við læknum hér.  Ekki vantar húsnæðið.  Vandamálið er frekar áherslur heilbrigðisráðherra, að leggja niður nær alla þjónustu lækna í sparnaðarskini og spara einhverjar 400 milljónir.  Þann sparnað á að nota í hátæknisjúkrahús við Hringbrautina sem kostar um 6 milljarða. 

Skil ekki þá hagfræði.

Benedikt V. Warén, 31.1.2011 kl. 15:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband