Púðurkerlingin óttast eldinn.

Það er ekki nema von að hún vilji forðast eldinn, - púðurkerlingin sjálf. 

Gaman að  heyra í henni í ræðustól eftir úrskurð Hæstaréttar um stjórnlagaþingskosninguna.

Efnislega hvatti hún alla flokka til að snúa bökum saman og leysa það mál.  Enda á hún sem forsætisráðherra að vera tákn sátta, samstöðu og samvínnu. 

Hún var ekki fyrr búin á Alþingi, að tala með sinni mýkstu silkirödd um sættir í þingi, þegar hún snéri sig að sjásfstæðismönnum og þrumaði yfir þeim. 

Þeir væru væru búnir að rústa öllu sem hægt væri að rústa og gengu svo fram fyrir skjöldu og stoppuðu stjórnlagaþingið.  Og skammist ykkar svo.   Þetta er í hnotskurn hvað hún sagði.  Hvernig er hægt að taka í útrétta sáttahönd, þegar von er á löðrungi frá hinni.

Því miður er konan ekki með öllum mjalla.  Hennar tími er liðinn.

Annað mál.  Hvort eru meiri svik hjá VG, að svíkja samstarfsyfislysingu stjórnarflokkana eða kjósendur sína?


mbl.is Eru að leika sér að eldinum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hreinn Sigurðsson

Þetta er líklega greinin sem kerlingin vil breyta í stjórnarskránni.

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Hún telur greinilega að stjórnarsáttmáli helferðarstjórnarinnar sé æðri en stjórnarskráin.

Hreinn Sigurðsson, 29.1.2011 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband